Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 11
Pétur Snæbjörnsson1’2’3 læknir Lárus Jónasson2 meinafræðingur Þorvaldur Jónsson15 skurðlæknir Páll Helgi Möller15 skurðlæknir Ásgeir Theodórs6 meltingarfærasérfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson12’4 meinafræðingur Lykilorð: ristilkrabbamein, meinafræði, faraldsfræði, kyn, lýðgrunduð. 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í meinafræði á Landspítala, 3meinafræðideild VU Medical Center, Amsterdam, “Krabbameinsskrá íslands, 5skurðdeild Landspítala, 6meltingarsjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur, rannsóknastofu í meinafræði á Landspítala, húsi 8 við Barónstíg, 101 Reykjavík. jongj@landspitali. is FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Ristilkrabbamein á íslandi árin 1955-2004 Faraldsfræðileg og meinafræðileg athugun og samanburður á kynjum Ágrip Inngangur: Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbamein á íslandi. Þessi rannsókn gerir grein fyrir faralds- og meinafræði ristilkrabbameins á íslandi, skurðtíðni og kynjamun. Efniviður og aðferðir: Vefjasvör og krufninga- skýrslur þeirra sem greindust með ristilkrabba- mein á árunum 1955-2004 voru yfirfarin. Vefjasýni sjúklinga voru endurskoðuð og meinafræðilegir og lýðfræðilegir þættir skráðir. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað fyrir bæði kyn. Meinafræðilegir þættir voru athugaðir með tilliti til kyns. Breyting yfir tíma var skoðuð með línulegri aðhvarfsgreiningu og kynjamunur með kí-kvaðratsprófi. Niðurstöður: Eftir endurmat urðu eftir 2293 ristilkrabbamein (karlar 1148, konur 1145). Nýgengi jókst hjá körlum úr 7,5 í 22,2/105 og hjá konum úr 8,6 í 15,1/105. Flest æxlin voru í bugaristli (35%). Skurðtíðni jókst úr 50% í 85%. Kirtilkrabbamein voru 84% æxla en slímkirtilkrabbamein 7%. Alls voru 7% sjúklinga á TNM-stigi I, 32% á stigi II, 24% á stigi III, 21% á stigi IV en stig var óþekkt hjá 16%. Lítilsháttar kynjamunur var á gráðu, æðaíferð, íferðardýpt og staðsetningu. Ályktun: Nýgengi ristilkrabbameins jókst veru- lega á tímabilinu, aðallega hjá körlum. Skurðtíðni og meinafræðileg birtingarmynd er svipuð því sem lýst hefur verið erlendis fyrir utan heldur færri tilfelli á TNM-stigi I. Lítill munur er á kynjum með tilliti til einstakra meinafræðiþátta. Inngangur Krabbamein í ristli er verulega alvarlegt heilsu- farsvandamál á Vesturlöndum og er nú þriðja algengasta krabbamein karla og kvenna á Islandi.1 Birtar voru tvær greinar í Læknablaðinu 2001 og 2002 um ristilkrabbamein á íslandi fyrir tímabilið 1955-1989.13 Ráðist var í framhaldsvinnu á þessum efnivið til að mynda heildstæða rannsókn yfir 50 ára tímabil (1955-2004). Hér eru birtar fyrstu niðurstöður úr þessari lýðgrunduðu rannsókn þar sem öll vefjasýni og meinafræðiniðurstöður voru endurmetin með samhæfðri aðferð. Markmið þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir faraldsfræði og meinafræði ristilkrabbameins auk skurðtíðni. Einnig að gera samanburð á kynjum með tilliti til þeirra þátta sem voru skoðaðir og athuga hvort meinafræðileg birtingarmynd ristilkrabbameins sé frábrugðin því sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum. Efni og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til sjúklinga með ristilkrabbamein sem skráðir höfðu verið í Krabbameinsskrá íslands (KÍ) á 50 ára tímabili, 1955-2004. Æxlisvöxtur þurfti að vera af þekju- uppruna og ná niður í slímubeð (tela submucosa) eða dýpra til að teljast ristilkrabbamein og þar með komast inn í rannsóknina.4 Rannsóknin byggir á upplýsingum frá öllum skráðum ristil- krabbameinssjúklingum í heilu þýði og telst því lýðgrunduð. Vefjasvör, smásjárgler vefja- sýna og vefjakubbar voru fengin úr söfnum rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala, meinafræðideildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri og Vefjarannsóknastofunni Álfheimum 74. Skráðar voru eftirfarandi upplýsingar: fæðingar- dagur, kyn, greiningardagsetning, aldur við greiningu, grundvöllur greiningar (ristilúmám, sepataka, sýnataka úr frumæxli, sýnataka úr meinvarpi, kmfning, klínísk greining, annað/ óþekkt), staðsetning æxlis innan ristils (hægri hluti: botnristill, risristill, hægri ristilbeygja, þverristill; vinstri ristill: vinstri ristilbeygja, fallristill, buga- ristill; óþekkt), stórsætt útlit (sepalaga, sármynd- andi, sepalaga og sármyndandi, dreifður æxlis- vöxtur, óþekkt), hringvöxtur/æxlisvöxtur nær yfir allan hringferil garnar (til staðar, ekki til staðar, óþekkt), stærð æxlis (námundað að 0,5 cm), vefja- gerð samkvæmt skilmerkjum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunar (WHO),4 þroskunargráða (Gl- 3, GX),4‘6 gerð æxlisjaðars (ýtandi, ísmjúgandi, óþekkt),7'8 eitilfmmuíferð við æxlisjaðar (áberandi bólga, lítil/engin bólga, óþekkt),7' 8 staðbundin íferðardýpt æxlisvaxtar (Tl-4, TX), ástand LÆKNAblaðið 2009/95 423
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.