Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 17

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 17
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN endurskoðuð, þar með talið vefjasv'ör, krufn- ingarskýrslur og vefjagler frá upphafi. Öll vefjagler voru endurmetin og aðgangur að paraffín innsteyptum vef til viðbótarrannsókna var til staðar ef þörf reyndist á. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð. Lýðgrunduð rannsókn af þessu tagi gerir mögulegt að skoða nýgengisbreytingu sjúkdómsins með tíma. Lýðgrundaðar rannsóknir gera enn fremur valskekkju (selection bias) ólík- legri. Það sem gerir rannsóknina einstaka er að hér er ekki aðeins að finna helstu almennar upplýs- ingar um ristilkrabbameinssjúklinga, svo sem kyn, aldur, staðsetningu og stig eins og algengast er heldur einnig ýtarlega meinafræðilega endur- skoðrm og upplýsingasöfnun á mörgum þáttum sem saman lýsa betur birtingarmynd ristilkrabba- meins. Með endurskoðun má jafnframt lágmarka breytileika milli rannsakenda (interobserver variability). Það er jafnframt mikilvægt að gerð sé grein fyrir breytilegri skurðtíðni og tilfellum þar sem gildi vantar því að slíkt auðveldar mat á gögnum með tilliti til flokkunarskekkju sem getur auðveldlega skekkt niðurstöður. Megingallar rannsóknarinnar eru einkum þeir að rannsóknin er aftursæ, það er mat á gögnum er háð skoðun sýna og skráningu upplýsinga sem unnin var af ýmsum aðilum yfir langt tímabil án samræmdra staðla. Þannig hefur til dæmis sundurgreining tilfella á ristil- og endaþarmsmótum oft verið ónákvæm, meðal annars vegna óljósra líffærafræðilegra landamerkja.37 Eftir endurskoðunaryfirferð í rannsókninni voru 98 æxli fremur talin til- heyra endaþarmi en ristli samkvæmt núverandi skilgreiningu. Þetta gæti skýrt ástæðu þess að tíðni endaþarmskrabbameins hefur verið lægst á íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin, ólíkt tíðni ristilkrabbameins sem er í 2.-3. sæti.20 I því sambandi er rétt að geta þess að í upplýsingum frá KÍ voru greind ristilkrabbamein á íslandi yfir hálfrar aldar tímabil og með þessari rannsókn var hluti af þeim útilokaður úr rannsókninni eftir endurskoðun. Ekki var hins vegar unnið á nokkurn hátt með æxli sem í KI teljast ekki vera af ristiluppruna en hefðu mögulega getað flokkast sem slík eftir sambærilega endurskoðun og yfirferð. Allar tölur um nýgengi sjúkdómsins í þessari rannsókn verður að skoða með ofangreint í huga. Skurðtíðni var 30-40% lægri fyrstu ár tímabilsins en þau síðustu en á sama tíma vantaði oftar vefjafræðilega staðfestingu. Jafnframt var hlutfall tilfella er kom fram í krufningu hærra framan af en síðar meir en upplýsingaskráning var minni og færri sneiðar teknar til smásjárskoðunar og varðveislu í krufningum en við vinnslu á skurðsýnum. Þá var mat á fjarmeinvörpum ónákvæmt því að ekki var tryggt að upplýsingar þar að lútandi kæmu fram í fyrirliggjandi gögnum. Mun nákvæmara hefði verið að meta fjarmeinvörp með því að athuga sjúkraskýrslur þar sem fram koma niðurstöður rannsókna, meðal annars myndgreiningarrannsókna. Slíkt var hins vegar utan við rannsóknaráætlun þessa verkefnis og einnig leikur nokkur vafi á að sjúkraskýrslur geti yfirhöfuð veitt mjög nákvæmar upplýsingar að þessu leyti. í því sambandi má benda á að rannsóknin tekur yfir langt tímabil og grein- ingartækni fjarmeinvarpa hefur gjörbreyst á þessu langa tímabili. Því má gera ráð fyrir að ákvörðun fjarmeinvarpa hafi alls ekki verið eins áreiðanleg til dæmis á fyrsta hluta tímabilsins eins og því síðasta. Þakkir Þakkir fær Jóhannes Björnsson, prófessor og yfirlæknir á rannsóknastofu í meinafræði á Land- spítala, fyrir að greiða fyrir verkefninu með ýmsum hætti og Laufey Tryggadóttir, framkvæmdastjóri KÍ, fyrir margar gagnlegar ábendingar. Helgi Sigvaldason, verkfræðingur, og Elínborg Jóna Ólafsdóttir, verkfræðingur hjá KÍ, fá þakkir fyrir tölfræðiaðstoð og aðstoð við nýgengisútreikninga. Starfsfólk á rannsóknarstofu í meinafræði á Land- spítala, meinafræðideild Sjúkrahússins á Akureyri og Vefjarannsóknarstofunni Álfheimum 74 fær þakkir fyrir að hafa fundið til vefjasvör, vefjakubba og vefjagler og alla aðra veitta aðstoð. Heimildir 1. Krabbameinsskrá fslands. www.krabbameinsskra.is/index. jsp?icd=C18 / september 2008. 2. Jónasson L, Hallgrímsson J, Theodórs Á, Jónsson Þ, Magnússon J, Jónasson JG. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Meinafræðileg athugun. Læknablaðið 2001; 87:111-7. 3. Jónasson L, HallgrímssonJ,Jónsson Þ, et al. Ristilkrabbamein á íslandi 1955-1989. Rannsókn á lifun með tilliti til meinafræðilegra þátta. Læknabladið 2002; 88: 479-87. 4. Hamilton SR, Aaltonen LA (editors). World Health Organization Classification of Tumours. Pathology and Genetics of Tumours of the Digestive System. IARCPress, Lyon 2000. 5. Compton CC, Fielding LP, Burgart LJ, et al. Prognostic factors in colorectal cancer. College of American Pathologists Consensus Statement 1999. Arch Pathol Lab Med 2000; 124: 979-94. 6. Diez M, Pollan M, Enriquez JM, et al. Histopathologic prognostic score in colorectal adenocarcinomas. Anticancer Res 1998; 18: 689-94. 7. Jass JR, Love SB, Northover JM. A new prognostic classification of rectal cancer. Lancet 1987; 1:1303-6. 8. Jass JR, Ajioka Y, Allen JP, et al. Assessment of invasive growth pattern and lymphocytic infiltration in colorectal cancer. Histopathology 1996; 28: 543-8. 9. Greene FL, Page DL, Fleming ID, et al editors. AJCC Cancer Staging Manual. 6th ed. Springer-Verlag, New York 2002. 10. Compton C, Fenoglio-Preiser CM, Pettigrew N, et al. American Joint Committee on Cancer Prognostic Factors Consensus Conference: Colorectal Working Group. Cancer 2000; 88:1739-57. 11. Wittekind C, Greene FL, Henson DE, et al editors. TNM Supplement: A Commentary on Uniform Use. 3rd ed.: Wiley-Liss, United States of America 2003. LÆKNAblaðið 2009/95 429

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.