Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 21

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 21
Anna Margrét Guðmundsdóttir1 Emil L. Sigurðsson12 Lykilorð: mígreni, meðferð, greining, heilsugæsla. 1 Heilsugæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði, 2heimilislæknisfræði, læknadeild HÍ. Höfundar eru heimilislæknar. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Anna Margrét Guðmundsdóttir, heilsugæslustöðinni Sólvangi, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Sími: 5502600. annamag@internet. is FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mígreni - greining og meðferð í heilsugæslu Ágrip Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða greiningu og meðferð sjúklinga með mígreni meðal skjólstæðinga Heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnarfirði. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum um alla þá sem höfðu sjúkdómsgreininguna mígreni (ICD-9 346.0-346.9 og ICD-10 G43.0-G43.9) árin 1990-2000 á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði var safnað saman afturvirkt. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu nóvember 2004 til maí 2005. Niðurstöður: Alls greindust 490 einstaklingar með lögheimili á upptökusvæði stöðvarinnar, með mígreni á tímabilinu 1990-2000, algengið var rúmlega 2%. Tæplega fjórðungur sjúklinganna höfðu haft einkenni í meira en 10 ár áður en sjúkdómurinn var greindur. Við greiningu reynd- ust um 15% vera með 2-4 köst á mánuði og um 8% með fimm eða fleiri höfuðverkjaköst á mánuði. Fimmtungur sjúklinga var með fyrirboða (aura). Um fjórðungur sjúklinga höfðu einnig þung- lyndisgreiningu og fimmti hver sjúklingur var með kvíðagreiningu. Þriðjungur sjúklinganna hafði farið í tölvusneiðmynd af höfði og tæplega 90% sjúklinganna fengu útskrifuð lyf hjá lækni við mígreni. Ályktun: Líklegt má telja að aðeins hluti sjúklinga með mígreni fái meðferð hjá heimilislæknum vegna síns sjúkdóms. Stór hluti hópsins fer í tölvusneiðmynd af höfði sem ekki er nauðsynleg til greiningar. Langflestir þessara sjúklinga fá lyfjameðferð, þar af hefur helmingur þeirra verið meðhöndlaður með triptan-lyfjum. Með markvissari greiningu mígrenis gæti verið unnt að fækka tölvusneiðmyndum og á þann hátt draga úr kostnaði. Inngangur Höfuðverkur er algeng kvörtun í heilsugæslu og mígreni (heilakveisa) ásamt spennuhöfuðverk eru algengustu höfuðverkjasjúkdómar sem heimilis- læknar fást við.1- 2 Talið er að flestir mígreni sjúklingar leiti til heimilislækna, en sjúklingar með mígreni leita einnig til annarra sérgreinalækna. Algengi mígrenis er í erlendum faraldsfræðilegum rannsóknum talið vera um 18% hjá konum og 6% hjá körlum.3'4 Þrátt fyrir að mígreni sé ekki lífshættulegur sjúkdómur er það venjulega langvarandi sjúk- dómur og honum fylgja oft bráðaköst sem valda sjúklingum miklum þjáningum og hafa oft veru- leg áhrif á lífsgæði og vinnufærni.5 Þannig hafa rannsóknir sýnt að lífsgæði mígrenisjúklinga eru sambærileg við lífsgæði sjúklinga með gigt og sykursýki en verri en hjá sjúklingum með astma. Þriðjungur sjúklinga með mígreni telur að sjúkdómurinn stjórni lífi þeirra og hafi áhrif á fjölskyldu og vini.6 Margar erlendar rannsóknir hafa sýnt að mígreni er vangreint og ekki meðhöndlað sem skyldi.7'9 Ástæður þessa geta verið margþættar. I fyrsta lagi er algengt að fólk leiti sér ekki aðstoðar lækna vegna höfuðverkja og meðhöndli sig sjálft með verkjalyfjum sem það kaupir án lyfseðils, eða með öðrum aðferðum. í öðru lagi hafa erlendar rannsóknir sýnt að mígrenisjúklingar upplifa oft að læknar taki vandamálið ekki nægilega alvarlega og/eða þeir hafi ekki nægan tíma til að sinna sjúklingunum.101 þriðja lagi getur tekið tíma að finna réttu meðferðina fyrir sjúklinginn og þá getur komið til þess að annaðhvort sjúklingur eða læknir gefist upp áður en markmiðum er náð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða greiningu og meðferð sjúklinga með mígreni meðal skjólstæðinga Heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnarfirði og kanna á hvaða forsendum greining sjúkdómsins byggist. Ennfremur að skoða tíðni fylgisjúkdóma, lyfjanotkun og aðra meðferð sem þessum sjúklingum er veitt á heilsugæslustöð. Ekki hafa áður verið gerðar rannsóknir á mígreni í heilsugæslu á íslandi. Efniviður og aðferðir Upplýsingum var safnað úr sjúkraskýrslum á heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, bæði úr pappírsskráðum og tölvuskráðum sjúkraskýrslum. Upptökusvæði stöðvarinnar er Hafnarfjörður og Álftanes með 21.188 íbúum (1. desember 2000) samkvæmt tölum Hagstofu íslands. Upplýsingum um alla þá sem höfðu sjúkdómsgreininguna mígreni (ICD-9 346.0-346.9 og ICD-10 G43.0- G43.9) árin 1990-2000 á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði var safnað saman afturvirkt. LÆKNAblaðið 2009/95 433

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.