Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN sjúklingar með höfuðverki ekki endilega til lækna. Hugsanleg skýring á lægri tíðni mígrenis í okkar rannsókn er að heimilislæknar setja gjarnan vinnugreininguna höfuðverkur í stað sjúkdómsgreiningarinnar mígrenis, sérstaklega í byrjun. Ekki er víst að þeirri greiningu sé breytt þó sjúkdómsmyndin verði skýrari með tímanum. Einnig er algengt að mígrenisjúklingar séu með blandaða mynd höfuðverkja. Töluvert algengt er að saman fari mígreni og spennuhöfuðverkur og einnig er vel þekkt að mikil notkun verkjalyfja við höfuðverk getur valdið lyfjaorsökuðum höfuðverk. Hjá þessum sjúklingum getur verið að sett sé önnur sjúkdómsgreining en mígreni.1 11 Ef stuðst er við greiningarskilmerki IHS12 þegar greiningin mígreni með eða án áru er sett, er hægt að greina marga með mígreni. Hins vegar er það svo að mígrenisjúklingar geta upplifað verkinn á öðru svæði höfuðs og háls en venjulegt er að tengja við mígreniverk og því eru stundum settar aðrar greiningar en mígreni í þeim tilfellum, til dæmis skútabólgur og verkur í hálsi og/eða hnakka.13,14 Kynjaskipting reyndist vera sambærileg við aðrar rannsóknir4 og aldursdreifing einnig. Meðalaldur við greiningu var 39,9 ár sem einnig er sambærilegt við það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt.15 Þessi rannsókn sýndi að margir höfðu verið með einkenni í tugi ára fyrir greiningu og hafa aðrar rannsóknir sýnt að nokkuð algengt er að fólk leiti ekki aðstoðar læknis fyrr en höfuðverkirnir eru versnandi eða þegar „venjuleg" verkjalyf virka ekki lengur.16 í þessari rannsókn reyndust ógleði/uppköst, hljóð- og ljósfælni, ásamt höfuðverk öðrum megin algengustu einkennin sem skráð voru í sjúkraskrár þegar sjúkdómsgreiningin mígreni var sett. Meta- analýsa sem gerð var árið 2006 sýndi að einkennin ógleði, hljóð- og ljósfælni ásamt versnandi verk við áreynslu voru þau einkenni sem höfðu mesta fylgni við mígrenigreininguna.17' 18 Um 20% mígrenisjúklinga í okkar rannsókn reyndust fá fyrirboða (auru) og er það sambærilegt við það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt.19 Rúmlega 30% höfðu farið í tölvusneiðmynd af höfði og þar af aðeins fleiri karlar en konur. Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess að tölvu- sneiðmynd er ekki talin nauðsynleg til að setja greininguna mígreni heldur nægir saga og skoðun í langflestum tilfellum. Hafa verður í huga að myndgreining hjá höfuðverkjasjúklingi sem er með óeðlilega taugaskoðun er talin auka líkur á að finna undirliggjandi orsök.20'22 Aðrar ábend- ingar fyrir því að senda sjúkling í myndgreiningu eru meðal annars versnandi höfuðverkur, „versti höfuðverkur sem viðkomandi hefur fengið", Mynd 2. Hve lengi haft einkenni áður en sjúkdómurinn var greindur. Mynd 3. Aigengi kvíöa, punglyndis og svefntruflana meðal sjúklinga með mígreni. 300 Triptan lyf NSAID Ergotamin Trícýklísk lyf Beta hemlar Kodein Mynd 4. Fjöldi lyfja sem notuð eru við mígreni, eftir lyfjaflokkum. skyndilegur eða bráður höfuðverkur.23 Ekki er ólíklegt að gott aðgengi hér á landi að tölvu- sneiðmyndum lækki þröskuld lækna til að senda í slíkar rannsóknir. Það eitt og sér hefur vafalaust áhrif á að sjúklingar eru sendir í tölvusneiðmynd oftar en leiðbeiningar segja til um. Einnig er hugsanlegt að þrýstingur frá sjúklingum leiði til þess að oftar er sent í myndgreiningu. Heimilislæknar geta í flestum tilfellum greint og meðhöndlað mígreni, en rúmlega 30% sjúklinga í okkar rartnsókn höfðu farið eða verið vísað til LÆKNAblaðið 2009/95 435
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.