Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 33
Tafla III. Lyfvið hæðarveiki. FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Lyf Notkun Skammtur Aukaverkanir Asetasólamíð Fyrirbyggjandi BHFV Meðferð BHFV 125 til 250 mg x 2 250 mg x 2-3 Náladofi á fingrum/tám, breytt bragð af kolsýrðum drykkjum, tíð þvaglát Dexametasón Fyrirbyggjandi BHFV Meðferð BHFV Meðferð HFHB/HFLB 2-4 mg x 1 4 mg x 4 8 mg í æð, síðan 4 mg x 4 í töfluformi, eða 8-16 mg og síðan 4 mg x 4 um munn Hækkaður blóðsykur, skapbreytingar, kviðarónot, endurkoma einkenna þegar lyfi hætt Nífedipín Fyrirbyggjandi við HFHB Meðferð HFHB 10-20 mg í byrjun, síðan 30-60 mg af langverkandi töflum á 12 klukkutíma fresti Lágur blóðþrýstingur Hraður hjartsláttur Súrefni Meðferð allra gerða 2-5 litrar á mínútu í nef eða um grimu Fáar Parasetamól Meðferð BHFV höfuðverks 500-1000 mg allt að fjórum sinnum á dag Fáar Ibuprófen Meðferð BHFV höfuðverks 400-600 mg allt að þrisvar á dag Ónot og blæðing frá meltingarvegi Salmeteról Fyrirbyggjandi við HFLB 125 mcg tvisvar á dag Handskjálfti, hraður hjartsláttur Zolpidem Meðferð svefntruflana 5-10 mg fyrir svefn Fáar Síldenafíl Tadalafíl Fyrirbyggjandi við HFLB 20 mg þrisvar á dag 10 mg tvisvar á dag eða 20 mg einu sinni á dag Höfuðverkur BHFV = bráð háfjallaveiki, HFHB = háfjallaheilabjúgur, HFLB = háfjallalungnabólga þá sem hafa áður fengið háfjallaveiki. Listi yfir helstu lyf sem hægt er að nota er sýndur í töflu III og almennar ráðleggingar í töflu IV. Algengast er að nota asetasólamíð, 125-250 mg tvisvar á dag.32' 34 Byrja skal sólarhring fyrir hæðaraukningu og hætta þegar aftur er komið niður fyrir 2500 m eða ef staldrað hefur verið við í mikilli hæð í meira en 4-5 sólarhringa. Ekki má gefa lyfið þeim sem hafa ofnæmi fyrir súlfalyfjum.34 Gott getur verið að prófa að taka lyfið inn við sjávarmál um tveimur vikum fyrir áætlaða notkxm til að ganga úr skugga um að lyfið þolist vel.J Asetasólamíð er karbónik anhydrasa hemill sem dregur úr endurupptöku bíkarbónats og natríums í nýrum. Það veldur því losun á bíkar- bónati í þvagi og þar með blóðsýringu (metabolic acidosis). Við það eykst öndunartíðni til að leiðrétta sýrustig í blóði sem aftur eykur súrefnisupptöku i lungum.35 Sykursterinn dexametasón er talinn draga úr háræðaleka í heila og þar með minnka líkur á heilabjúg.34 Nota má hann sem fyrir- byggjandi meðferð ef asetasólamíð þolist ekki eða frábendingar eru fyrir notkun þess.4-6- 36'37 Mikilvægt er að hafa í huga að einkenni geta komið fram þegar lyfjagjöf er hætt. Fyrirbyggjandi meðferð við háfjallalungnabjúg Að jafnaði gilda sömu leiðbeiningar og fyrir bráða háfjallaveiki. Þó er sérstaklega mælt með því að forðast of mikla áreynslu, sérstaklega ef viðkomandi er kvefaður eða með aðrar sýkingar. Ekki er mælt með nífedipíni til að forðast lungnabjúg nema fyrir þá sem áður hafa fengið háfjallalungnabjúg. Þetta er öfugt við aðrar íslenskar leiðbeiningar.38 Þeir sem áður hafa fengið háfjallalungnabjúg ættu að hækka sig varlega og taka langvirkandi nífedipín, 30-60 mg daglega.3- 39 Nífedipín er kalsíum-ganga hemill sem veldur víkkun á lungnaslagæðum og dregur þannig úr æðaherpingnum sem súrefniskorturinn veldur og dregur úr líkum á lungnabjúg.1-3 Stinningarlyfin tadalafíl og síldenafíl viðast hafa svipuð áhrif og nífedipín en rannsóknir eru enn af skomum skammti og sjúklingar í flestum rannsóknanna fáir.4-34 í þeim rannsóknum var talið nægjanlegt að taka 10 mg tvisvar á dag eða 20 mg á eins til tveggja daga fresti.34 Salmeteról hefur verið gefið í innúðaformi í hærri skömmtum en notaðir em við lungnasjúkdóma.41 Það er talið geta flýtt fyrir að vökvi sé tekinn upp úr lungnablöðrum með áhrifum á flutningi á natríum og kalíum yfir frumuhimnur.42 Meðferð við háfjallaveiki Almennar ráðleggingar Mikilvægast er að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf reynt ef aðstæður leyfa.2'4-6 Halda má kyrru fyrir ef einkenni eru væg. Oft dugar lækkun um 500-1000 m til að draga verulega úr einkennum. Eftir hvíld og aðlögun má reyna uppgöngu aftur ef einkenni hafa ekki verið alvarleg, til dæmis lungna- eða heilabjúgur. Þá leggja reyndir fjallgöngumenn oftast áherslu á að drekka ríkulega og forðast vökvatap til að draga úr einkennum háfjallaveiki.6 LÆKNAblaðið 2009/95 445

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.