Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 43
U M R Æ Ð U R 0 G V F R É T T I R E R Ð L A U N Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands. sér að því að skilja ferilinn frá Braf til Mitf og reyna að átta sig á því hvað Mitf er að gera annað í sortuæxli en við eðlilegar aðstæður. Núna hafa mörg lyfjafyrirtæki sett fram lyf sem eiga að hafa hamlandi áhrif á Braf-prótínið eða einhver af þeim prótínum sem eru á boðleiðinni á milli Braf og Mitf. Þetta er því orðið eitt af meginviðfangsefnum stóru lyfjafyrirtækjanna að finna lyf sem virka á prótínin á þessari boðleið og allt í einu eru rannsóknir okkar á litfrumum sem þóttu áður mjög akademískar orðnar geysilega mikilvægar í rannsóknum á meðhöndlun sortuæxla." Eiríkur segir að þetta hafi orðið til þess að rannsóknarhópurinn sem hann stýrir hafi beint athygli sinni í auknum mæli að því að skoða mismunandi hegðun Mitf-stjórnprótínsins í sortuæxlum annars vegar og eðlilegum litfrumum hins vegar. „Við höfum fundið ákveðinn stað í Mitf-prótíninu sem gæti skýrt hvers vegna Braf- prótínið hefur þessi áhrif á það. Þessar niðurstöður munum við bráðlega setja fram í vísindagrein og væntum þess að hún veki verðskuldaða athygli." Erfið samkeppnisaðstaða Eiríkur segir að samkeppni á þessu sviði sé mikil og margir rannsóknahópar séu að vinna að svipuðum rannsóknum. „Þetta setur auðvitað pressu á okkur að ná niðurstöðum á undan öðrum en þetta er mjög hvetjandi og það er gaman að vera staddur á hraðbraut vísindasamfélagsins í rannsóknum sínum." Þegar talið berst að samkeppnisaðstöðu íslenskra vísindamanna við erlenda kollega sína segir Eiríkur hana erfiða þar sem öll aðföng til rannsóknarstarfa séu mun dýrari hér á landi en annars staðar. „Það þekkist hvergi nema hér að innheimta virðisaukaskatt af rannsóknarvörum en jafnframt er íslenska vísindastyrkjakerfið mun óhagstæðara en tíðkast annars staðar." Hann nefnir sem dæmi að þegar Evrópu- sambandið veitir styrki til rannsóknarverkefna þá bætist sjálfkrafa við 20% styrkur til stofnunarinnar sem hann starfar við vegna kostnaðar sem hún hefur af rannsóknarstarfseminni sem hlýst af styrknum. „Þetta gerist hins vegar ekki þegar veittir eru innlendir styrkir og því má segja að fyrir háskólann fylgi því aukinn kostnaður að hafa á sínum snærum vísindamenn sem eru duglegir við að afla innlendra styrkja. Þessu mætti gjarnan breyta." Eiríkur segir að lokum að styrkurinn úr Verðlaunasjóði í læknisfræði komi sér mjög vel. „Hann gerir mér kleift að sækja ráðstefnur og fundi þar sem fjallað er um nýjustu rannsóknir á mínu sviði og veitir mér verulega aukið fjárhagslegt svigrúm við mínar rannsóknir." LÆKNAblaðið 2009/95 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.