Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 44

Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 44
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KONUR í LÆKNASTÉTT Konum fjölgar hratt í læknastétt Um þriðjungur allra starfandi lækna á íslandi nú eru konur. I læknadeild stunda fleiri konur nám en karlar. Ef litið er á aldurshópinn 40 ára og yngri eru konur ríflega helmingur en ef aldurshópurinn 60 ára og eldri er skoðaður er hlutfall karla nær 90%. Það er því deginum ljósara að kynjahlutföllin í læknastétt eru að breytast og það hratt. Lilja Sigrún Jónsdóttir er þriðji formaður Félags kvenna í læknastétt á íslandi sem stofnað var fyrir 10 árum og fagnaði afmælinu í maí. Tvö meginmarkmið félagsins sem eru tíunduð í lögum þess eru: Að efla samstarf og stöðu kvenna í læknastétt á íslandi og að efla þekkingu og fræðslu um heilsu kvenna og barna. Félagið telur um 90 félagsmenn og eru fundir þess ætíð opnir öllum kvenlæknum. Lilja rifjar upp sögu breskra kvenlækna sem stofnuðu sitt félag snemma á 20. öld og þá vegna þess að þeim var ekki hleypt inn í Breska læknafélagið. „Það var bara ætlað körlum. Hér hafa læknismenntaðar konur frá upphafi haft fullan aðgang að Læknafélögum landsins og notið sömu réttinda þar og karlarnir. Smám saman eru konur að hasla sér völl á flestum sviðum læknisfræðinnar og á hverju ári bætast konur í hinar ýmsu sérgreinar. Þannig verður saga kvenna í lækningum á Islandi til sem samtímasaga einnig. En við höfum fullan hug á að halda til haga sögu frumkvöðla í læknastétt úr hópi kvenna og þar ber kannski hæst saga Kristínar Ólafsdóttur. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands árið 1917 og jafnframt fyrsta konan sem lauk prófi frá HÍ. Heiðursfélagar okkar, Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir og prófessor emeritus Margrét Guðnadóttir, voru einnig fyrstu kvenkennararnir við læknadeildina, Ragnheiður sem stundakennari og Margrét sem prófessor. í læknadeild er hlutur kvenlækna við kennslu rýr, en af 70 læknum sem kenndu við læknadeild í lok árs 2008 voru fimm konur. Það endurspeglar ekki fjölda starfandi kvenlækna í stéttinni. í dag eru konur í meirihluta allra háskólamenntaðra í samfélaginu þannig að vinnustaður þar sem konur eru í algjörum minnihluta gefur sterklega til kynna að gengið Hávar hafi verið framhjá hæfum konum við ráðningar. Sigurjónsson Þá geta verið kerfislægar hindranir sem standa í vegi fyrir eðlilegum framgangi kvenna í starfi og full ástæða til að leita skýringa." Breyttar kröfur Breytingar á vinnutíma og vaktaskyldu sem stundum eru tengdar aukinni þátttöku kvenna í lækningum reynast, þegar betur er að gáð, krafa beggja kynja í samfélagi þar sem atvinnuþátttaka kvenna er mikil og gildismat hefur breyst. Því er mikill samhljómur með kröfum yngri lækna nú, bæði karla og kvenna, um skaplegri vinnutíma og bætt jafnvægi milli fjölskyldulífs og vinnunnar. Lilja Sigrún segir að mynstrið sem verið hafi ríkj- andi um langa hríð sé að breytast mjög hratt. „Nú eru tvær fyrirvinnur að öllu jöfnu á hverju heimili og þarna sjáum við greinilegan kynslóðamun. Ég held að það sé mjög mikilvægt að læknar sem stétt átti sig á því að út á vinnumarkaðinn eru að koma ungir læknar sem hafa önnur gildi. Þau eru alls ekki tilbúin að gangast undir fyrri kvaðir um vinnutíma og vinnuskyldur, þar sem báðir aðilar vinna að eigin starfsframa samhliða því að eignast fjölskyldu." „Það hefur sýnt sig í erlendum rannsóknum að val á sérgreinum hefur verið að nokkru leyti kynbundið. Erlendis hafa konur sótt sér- staklega í sérgreinar eins og heimilislækningar, geðlækningar og röntgenlækningar. I ákveðnum sérgreinum hefur vinnuskylda og vaktaálag verið mjög mikið og það hefur sýnt sig að konur hafa síður valið sér þær greinar. Þar eru þó fæðingar- og kvensjúkdómalækningar og barnalækningar undanskildar. Sérgreinaval skiptir stéttina einnig miklu og myndi ég kvíða framtíð sérgreina sem ekki laða að sér lækna af báðum kynjum. FKLÍ hélt hér ráðstefnu Alþjóðasamtaka kvenlækna (MWIA) haustið 2005 og þar kynnti Vilhelmína Haraldsdóttir, starfandi lækninga- forstjóri Landspítala á þeim tíma, að um 27% lækna á spítalanum væru konur og á flestum deildum væri hlutur kvenna í hópi lækna svipaður heildardreifingunni. Þó skáru sig úr tvær deildir, Barnaspítali Hringsins þar sem konur voru tæp 7% lækna, og engin á meðal sérfræðinga og á skurðdeild en þar var hlutfallið um 11%. Niðurstaðan fyrir Barnaspítala Hringsins kom erlendum gestum ráðstefnunnar verulega á óvart enda eru konur í hópi lækna á barnadeildum í nágrannalöndum okkar yfirleitt helmingur eða meira. Konur eru nú um 29% af öllum bama- 456 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.