Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 47
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR KONUR í LÆKNASTÉTT Kynjabundin læknisfræði Að sögn Lilju Sigrúnar hefur félagið beitt sér á sviði kynjabundinnar læknisfræði, (Gender Specific /Sensitive Medicine) sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. „Þetta er ekki skilgreind sérgrein í læknisfræði hér á landi en er mjög mikilvægt mál sem liggur þvert á allar sérgreinar læknisfræðinnar. Þetta fræðasvið fjallar um að munur á kynjum geti verið mikilvæg breyta bæði út frá líffræði og félagslegri stöðu og skipt verulegu máli í forvörnum, greiningu og meðferð sjúkdóma. í sögulegu samhengi hefur klínísk læknisfræði verið byggð um of á rannsóknum á karlmönnum (oft föngum, hér áður fyrr) og með því gengið framhjá bæði líffræðilegum og félagslegum mun á kynjunum sem hvorttveggja getur haft áhrif á heilsuna. Þetta getur orðið til þess að sjúkdómar greinast seint, þar sem einkenni eru ólík milli kynja og læknismeðferð tekur ekki mið af þörfum kvenna. Ein birtingarmynd þessa er að aukaverkanir lyfja eru oftar tilkynntar hjá konum en hjá körlum. Ástæða þessa er helst talin vera að í lyfjarannsóknum er hlutur kvenna í þátttakendahópi oft ekki nógu stór og meiri óvissa um áhrifin á konur hvað varðar til dæmis hæfilegar skammtastærðir og aukaverkanir. Það er mikilvægt fyrir lækna í öllum sérgreinum að átta sig á hinum kynjabundna mun í læknisfræðinni. Það er ekki síður mikilvægt að þetta snýst ekki eingöngu um heilsu kvenna, heldur einnig heilsu karla enda er lögð áhersla á félagslega þáttinn sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu karla ekki síður en kvenna. Það má horfa til þess, vitandi að íslenskir karlmenn lifa karla lengst, að hvergi á byggðu bóli er atvinnuþátttaka kvenna utan heimilis eins mikil og hér. Því taka þær fullan þátt í að sjá fjölskyldum sínum farborða og deila framfærsluábyrgðinni sem áður var karlmanna. Hver veit nema langlífi karla séu jákvæð félagsleg áhrif af sókn kvenna inn í atvinnulífið? Félagið stóð fyrir vinnubúðum á Læknadögum 2004 um læsi á kynjamun í heilsu. Einnig höfum við þýtt kennsluefni sem Alþjóðasamtök kvenlækna hafa útbúið, í samstarfi við Þorgerði Einarsdóttur kynjafræðing, en það hefur ekki verið nýtt til kennslu að öðru leyti. Mér vitanlega fer ekki fram sérstök kennsla á þessu sviði hjá læknadeild HÍ og er það miður." Samstarfsaðilar Félagið á aðild að Alþjóðasamtökum kvenlækna (Medical Women's International Association) og hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi kvenna í læknastétt. Fyrsti formaður félagsins, Ólöf Sigurðardóttir, er núverandi forseti Norður- Evrópudeildar alþjóðasamtakanna. „Alþjóðasamtök kvenlækna voru stofnuð 1919 og eru elstu alþjóðlegu samtök lækna sem starfað hafa samfellt frá stofnun. Þau starfa í átta deildum í öllum heimsálfum og samtökin eiga áheymarfulltrúa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Heilsa kvenna og barna á heimsvísu er eitt af forgangsverkefnum MWIA og starfa samtökin að þeim málum á heimsvísu. Þar er samhljómur í starfi innlenda félagsins og alþjóðasamtakanna. Félag kvenna í læknastétt á íslandi hefur einnig átt samstarf við félög kvenna í endurskoðun, lögmennsku og verkfræði, haldið með þeim fræðslufundi og styrkt tengsl þeirra í milli. Hefur verið mikil ánægja með það samstarf." Lilja Sigrún segir að lokum að Félag kvenna í læknastétt á íslandi hafi hug á að styðja við þær breytingar sem læknastéttin gengur í gegnum við aukna þátttöku kvenna innan hennar. „Hindranir á þeirri braut munu hamla nýtingu þekkingarauðlindar sem stéttin á í sínum kvenlæknum og samfélagið horfir einnig til lækna sem fyrirmynda. Það gefur þessum sporum svo mikið samfélagslegt vægi og það er margt sem bendir til að stéttin öll standi sterkari eftir, með fullri virkni og þátttöku allra lækna." Australia Awaits “...Working with GMS gave me great insight into medicine in Australia. Don’t miss out on this experience! It will be a highlight of your career!” - Brian Doyle, MD For the sabbatical of a lifetime: 0-800-8464 or doctors@gmedical.com Global Medical Stafftng, Ltd. experts in international locum tenens www.gmedical.com LÆKNAblaðið 2009/95 459
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.