Læknablaðið - 15.06.2009, Síða 50
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LÆKNISLIST OG FAGMENNSKA
Box 2. Ráð handa stjómendum til að draga úr kulnun á vinnustað
• Setja upp áhugaverð verkefni sem reyna á
• Láta hæfileika og verkefni passa saman
• Fjarlægja leiðinleg, auðveld verk
• Láta vinnuna fá merkingu
• Verðlauna æskilega vinnu
• Gefa fólki tilfinningu um árangur - starfsferilsþróun
• Áhersla á endurmenntun starfsfólks
• Slökun/kvíðastjórnun
kenndu 34% lækna í sérnámi alvarleg læknamistök
á nokkurra mánaða tímabili. Slík mistök leiddu
til minni lífsgæða, aukinnar kulnunar í starfi
og hærri skora á þunglyndiskvörðum næstu 3
mánuði á eftir. Vaillant í læknarannsókn sinni í
Harvard komst samt að þeirri niðurstöðu að það
er ekki álagið við starfið heldur undirliggjandi
persónuleikaþættir sem ráða mestu um það hvort
menn upplifa kulnun í starfi eða ekki.13
Lækniskúltúrinn eða sú menning sem við
læknar myndum er mikilvægt atriði. Iðni og
dugnaður,jafnvelvinnuharka,aðsetjahagsjúklinga
fram yfir hag manns sjálfs og fjölskyldunnar; allt
eru þetta gildi og vinnumenning sem læknanemar
og deildarlæknar soga í sig frá okkur sem eldri
erum. Við erum samt vonandi ekki jafn langt leidd
og bandarískir læknar voru fyrir aldarfjórðungi en
í rannsókn þá horfðu aðeins 16% lækna á sjónvarp
sér til skemmtunar og 10% gáfu sér tíma til að
slaka á.14
Þau karaktereinkenni fullkomnunaráráttu sem
við sem læknar höfum mörg fyrir ýkjast í kúltúr
þar sem iðni og vinnusemi er metin flestu framar.
Fyrirmyndimar eru hjá okkur. Við sem erum
lengra komin og kennum hinum mætum snemma
og förum seint heim, þannig að skilaboðin eru
ljós bæði í orðum og æði. Unglæknar sem ætla að
ná velþóknun okkar þurfa að leggja mikið á sig;
skrifa greinar í frítímanum eða vinna frameftir
ef skyldan kallar. Þegar menn eru loks orðnir
sérfræðingar þá hangir víða um lönd fallexi
kærumála og lögsókna yfir mönnum eins og mara
og ýtir enn undir obsessiva hegðun í vinnunni.
Nú er ég ekki að halda því fram að álag sé
í eðli sínu óeðlilegt, en þegar það leggst ofan
á ákveðna persónuþætti og þegar þrýstingur
frá læknamenningunni bætist við þá gefur oft
eitthvað eftir - vinnugleði og áhugi okkar sem
lækna. Það eru líka takmörk fyrir því hvað makar
okkar nenna lengi að hlusta á útskýringar á því
að við þurfum að sinna sjúklingum okkar fram
eftir - enda skilnaðartíðnin eftir því. Samkvæmt
gamalli rannsókn var hún 32% og yfir 50% á meðal
geðlækna.15
Þegar litið er á konur í læknastétt þá kemur
ýmislegt í ljós. Þær hafa lægri laun, tíðni kulnunar
í starfi er 60% hærri en karllækna, þær óska þess
oftar að þær hefðu meiri tíma fyrir sjúklinga og eru
ósáttari við skipulag spítalans/heilsugæslunnar
sem þær vinna á.16
Afleiðingar kulnunar í starfi
Hér að ofan hafa þegar verið raktar ýmsar
afleiðingar kulnunar fyrir okkur sem einstaklinga
og fleira má tína til; kvíða, depurð, vímuefnaneyslu
og skilnaði. Tíðni sjálfsvíga er annað atriði sem
áhyggjum hefur valdið hjá læknastéttinni og
sem kann að tengjast kulnun í starfi. Nýleg
bandarísk rannsókn bendir einkum til aukinnar
tíðni sjálfsvíga hjá konum í læknastétt (SRR 2.39
samanborið við vinnandi bandaríkjamenn) og
í minni mæli hjá eldri (en ekki yngri) karlkyns
læknum (SRR 0.8 hjá yngri, 1.7 hjá eldri
læknum).17
Þetta eru merkilegar niðurstöður, sérstaklega
tíðni sjálfsvíga á meðal kvenkyns lækna. Þótt
erfitt sé að greina þá flóknu þætti sem þarna liggja
að baki, þá er ekki óhugsandi að tíðnin tengist
að hluta meira álagi vegna annars vegar ósættis
kvenna með skipulag þjónustunnar og hins vegar
flóknari hlutverka þar sem hagsmunir vinnu og
heimilis rekast á.
En hvað með afleiðingar fyrir sjúklingana
sjálfa? Skiptir það máli hvort læknir sjúklings
þjáist af kulnun? Það er erfitt að rannsaka þetta
en þar sem það hefur verið gert, sérstaklega í
einni nýlegri rannsókn þar sem 178 pör lækna
og sjúklinga voru könnuð, þá kom í ljós að
sjúklingar lækna sem þjást af kulnunareinkennum
höfðu marktækt verri útkomu ári eftir innlögn.
Sjúklingar voru óánægðari og þurftu lengri tíma
til að ná sér og var þá leiðrétt fyrir alvarleika
veikinda og sjúklingaþáttum.18
Hvernig má draga úr kulnun í starfi lækna?
Ymislegt er hægt að gera fyrir kollega sem sýnir
þegar allveruleg merki kulnunar. Nýleg stór norsk
rannsókn þar sem beitt var mjög stuttu inngripi
í formi ráðlegginga og stuðningsviðtals skilaði
góðum árangri, með færri unnum vinnustundum,
minni örmögnun og aðeins 6% læknanna í
veikindaleyfi ári seinna, samanborið við 35% í
upphafi rannsóknar.19 Aðrar rannsóknir styðja
það að það að stytta vinnutímann geti eitt sér
minnkað einkenni kulnunar. Að verja meiri tíma
með fjölskyldunni, skipuleggja vinnuna þannig að
meiri tími gefist með hverjum sjúklingi og að hafa
meiri tíma til endurmenntunar; allt þetta dregur
úr einkennum kulnunar.
462 LÆKNAblaðið 2009/95