Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FÆÐINGARNAMSKEIÐ ALSO-námskeið í fæðingarhjálp Hávar Læknar og ljósmæður á kvennadeild Landspítala SiaurÍÓn«?«50n stóðu á dögunum fyrir svokölluðu ALSO- námskeiði sem 22 læknar og ljósmæður sóttu. „ALSO stendur fyrir Advanced Life Support in Obstetrics og er upprunnið í Bandaríkjunum þar sem heimilislæknar þróuðu námskeið til þjálfunar í bráðatilfellum á meðgöngu og í fæðingu/' segir Berglind Steffensen, sérfræðingur á kvennadeild Landspítala, einn skipuleggjenda námskeiðsins. „Það hefur síðan komið í ljós að allir sem starfa að fæðingarhjálp, læknar og ljósmæður, hafa mikið gagn af námskeiðinu og það hefur tekið á sig mjög staðlaða mynd og er kennt á sama hátt alls staðar í heiminum." Á Norðurlöndunum hafa Danir tekið að sér að sjá um framkvæmd námskeiðsins. Hér á íslandi hafa fjórir fæðingalæknar og fjórar ljósmæður hlotið réttindi sem alþjóðlegir ALSO- leiðbeinendur. Á þessu fyrsta námskeiði á Islandi voru fæðingalæknir og ljósmóðir frá Danmörku sem gættu þess að stöðluðu fyrirkomulagi námskeiðsins væri fylgt í hvívetna. „Markmið ALSO-námskeiðsins er að kenna rétt viðbrögð og handtök í bráðatilfellum og auka þannig fæmi þeirra sem að fæðingum koma ásamt því að tryggja öryggi fæðandi kvenna og barna þeirra," segir Berglind. „Á námskeiðinu eru fyrirlestrar, farið yfir tilfelli í litlum hópum en einnig eru notaðar brúður til að skapa sem raunverulegastar aðstæður erfiðra fæðinga. Kennd eru rétt handtök og viðbrögð á staðlaðan hátt og er stuðst við eins konar minnisþulur (mnemonics) þar sem skammstafanir standa fyrir röð viðbragða við tilteknar aðstæður. Það er farið í gegnum atriði eins og axlarklemmu, sitjandafæðingar, notkun sogklukku, viðbrögð við hættulegum blæðingum og endurlífgun þungaðra kvenna og nýbura svo eitthvað sé nefnt. Lögð er áhersla á nána samvinnu ljósmæðra og lækna. Þessi þjálfun getur komið sér sérstaklega vel fyrir þá sem starfa úti á landi þar sem óvæntar aðstæður geta orðið til þess að ljósmóðirin eða læknirinn þurfa að sinna erfiðri fæðingu án aðstoðar." Berglind segir að fyrirhugað sé að halda fleiri ALSO-námskeið hér á landi. „Við stefnum að því að halda námskeið í byrjun næsta árs og síðan reglulega til þess að tryggja að allir sem koma að fæðingum fái þessa mikilvægu þjálfun." LÆKNAblaðið 2009/95 465
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.