Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 55

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 55
UMRÆÐUR O G FRETTIR LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Sóttvarnalæknir FRÁ LANDLÆKNI viðkomandi hefur fengið Tamiflu eða Relenza, veirulyfjameðferð er hægt að skrá í ýmist úrlausnir eða á lyfjakort í Sögunni. Gert er ráð fyrir að þetta kerfi verði tilbúið um miðjan júní þessa árs, en þá verða læknar upplýstir á viðeigandi hátt. Einkenni sýkingar af völdum nýrrar inflúensu A(H1N1) Flestir eru með dæmigerð inflúensu lík veikindi sem batnar án meðferðar, helstu einkennin eru hósti, hiti og hálssærindi.1 Þó fá ekki allir hita og lýst hefur verið einkennum frá meltingarfærum hjá allt að 38% tilfella. Skilgreining sjúkdómstilfellis Ný inflúensuveira A(H1N1) (svínainflúensuveira) ICD kóði U05.5 (J09) Klínísk skilmerki Sjúklingur með eitt eftirfarandi einkenna: • hita >38 °C OG einkenni um bráða öndunarfærasýkingu, • lungnabólgu (merki um alvarlegan öndunarfærasjúkdóm), • andlát af völdum alvarlegs öndunarfærasjúkdóms. Rannsóknarskilmerki Að minnsta kosti eitt af eftirtöldum prófum jákvætt: • Real time -Polymerase Chain Reaction (RT-PCR), • veiruræktun (krefst BSL 3 aðstöðu), • fjórföld hækkun á inflúensuveiru A(H1N1) sértækum mótefnum (krefst paraðra sýna í bráðum sjúkdómi og í afturbata með 10-14 daga millibili hið minnsta). Faraldsfræðileg skilmerki Að minnsta kosti eitt af þremur eftirtöldum skilyrðum síðustu sjö daga fyrir veikindi eru fyrir hendi: • sjúklingur hefur umgengist náið einstakling með staðfesta sýkingu af völdum inflúensuveiru A(H1N1). • sjúklingur hefur ferðast til svæðis þar sem viðvarandi staðfest smit inflúensuveiru A(H1N1) manna á milli á sér stað. • sjúklingur starfar á rannsóknarstofu sem fæst við greiningu á inflúensuveiru A(H1N1). Flokkun sjúkdómstilfellis A. Tilfelli sem sætir rannsókn Sérhver sjúklingur sem uppfyllir klínísk og faraldsfræðileg skilmerki. B. Líklegt tilfelli Sérhver sjúklingur sem uppfyllir klínísk OG faraldsfræðileg skilmerki OG rannsóknarniðurstöður sýna merki um sýkingu af inflúensuveiru A sem ekki er hægt að flokka. C. Staðfest tilfelli Rannsóknarniðurstöður frá sjúklingi uppfylla rannsóknarskilmerki greiningar inflúensuveiru A(H1N1). 'New human influenza A (HlNl) virus infections in Mexico and other affected countries: clinical observations. Wkly Epidemiol Rec 2009; 84:185-96. LÆKNAblaðið 2009/95 467

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.