Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 23
F RÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 4. Tölvusneiömyndir af lungum við a) innlögn og b) útskrift tæpum sjö mánuðum síðar. a) Hnútóttar þéttingar sjást í báðum lungum, margar með loftfylltum holrýmum. Stærsta breytingin er ofarlega í neðra blaði hægra lunga (ör). b) Breytingarnar hafa að miklu leyti rénað og holukerfin smækkað en sjást þó enn greinilega. fleiðruvökva sáust merki um vilsu (exudat) og þar voru hvítfrumur 4100 xlO6 /1 (<1000 xlO6 /1), þar af voru 72% kleyfkjarna frumur. Sýrufastir stafir sáust ekki í smásjárskoðun. Sjúklingurinn var settur í einangrun vegna gruns um berkla. Daginn eftir sást mikið af sýruföstum stöfum í hrákasýni og þá var hafin fjögurra lyfja berklameðferð með ísóníazíði, rífampíni, pýrazínamíði og ethambútóli. Næstu daga fóru einkenni sjúklings versnandi. Leitað var eftir upplýsingum um fyrri veikindi frá upprunalandi hans og kom þá í ljós að hann hafði verið með fjölónæma berkla en hafði hætt meðferð áður en henni lauk. Bakterían hafði áður verið ónæm fyrir öllum lyfjunum sem sjúklingurinn var nú á og var þeim því hætt nema pýrazínamíði. Hann var í staðinn settur á amikacín í æð, moxifloxacín, cýclóserín, ethíónamíð og línezólíð og byggðist meðferðin á upplýsingum um fyrra næmi. Um tíma fékk hann einnig PAS (Para-amínósalisýl sýru) og metrónídazól. M. tuberculosis óx í ræktunum frá hráka og fleiðruvökva og bárust niðurstöður næmisprófa fjórum vikum eftir innlögn (tafla II). Ethambútól var þá aftur sett inn og einnig D- vítamín í háum skömmtum (tafla I). HlV-próf var neikvætt. Greinileg framför varð á fyrstu vikum með- ferðar. Endurteknar myndgreiningar á næstu mánuðum sýndu minnkandi lungnabreytingar (mynd 3b og 4b). Vegna dofa í fótum voru skammtar línezólíðs, ethíónamíðs og cýclóseríns minnkaðir og vegna suðs fyrir eyrum var amikacíni hætt en capreomycín síðar sett inn í staðinn. Sýrufastir stafir sáust í sífellt minna magni í hrákasýnum. Ræktanir urðu neikvæðar um fjórum mánuðum eftir innlögn og smásjárskoðun varð neikvæð einum og hálfum mánuði síðar. Sjúklingurinn útskrifaðist í góðu líkamlegu ástandi tæpum sjö mánuðum eftir innlögn og hafði verið í einangrun allan tímann. Hann hafði þá þyngst um 23 kg frá komu. Við útskrift var pýrazínamíði og línezólíði hætt en haldið áfram með önnur lyf þar á meðal capreomycín í æð þrisvar í viku undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks (tafla I). Áætlaður meðferðartími var alls 22 mánuðir. Sjúkratilfelli 3 27 ára kona, upprunnin frá A-Evrópu, var kölluð til skoðunar eftir að bróðir hennar hafði greinst með smitandi lungnaberkla (sjá tilfelli 2). Hún hafði engin almenn eða sértæk einkenni um berkla. Húðpróf fyrir berklum var sterkt jákvætt (20 mm). Röntgenmynd af lungum sýndi þéttingar í efra blaði hægra lunga. Smásjárskoðun, PCR og ræktun hrákasýna reyndust neikvæð fyrir berklum. Niðurstöður blóðrannsókna voru ómarkverðar (tafla I). Vegna breytinga á lungnamynd sem líktust berklum var gerð berkjuspeglun. í smásjárskoðun sýnis úr berkjuskoli sáust ekki sýrufastir stafir en fjölónæmar berklabakteríur uxu í ræktun (tafla II). Hafin var meðferð með ethambútóli, moxifloxacíni, cýclóseríni, ethíónamíði og capreomycíni. Áætlað var að gefa að minnsta kosti 18 mánaða lyfjameðferð, þar af fyrstu 6 mánuðina (fimbulfasi) undir beinu eftirliti (tafla I). 11 mánuðum eftir upphaf meðferðar höfðu lungnabreytingar á röntgenmynd rénað verulega. Margir einstaklingar sem verið höfðu í nánu samneyti við tilfelli 2 voru kallaðir inn til skoðunar og skimaðir með tilliti til berkla. í innsta hópi fjölskyldu og vina voru 17 manns prófaðir og auk tilfellis 3 reyndust fjórir fullorðnir ásamt sex ára dóttur konunnar með sterk jákvæð berklapróf. Þau höfðu öll eðlilegar lungnamyndir og enginn var með einkenni um berkla. Vegna fjölónæmis var ákveðið var að gefa hvorki barninu né öðrum fyrirbyggjandi lyfjameðferð heldur fylgjast frekar með þeim með tilliti til einkenna og gert ráð fyrir árlegum myndatökum af lungum. Óstaðfestar upplýsingar eru um að einn þeirra útsettu hafi veikst af lyfþolnum berklum eftir að hafa snúið aftur til heimalandsins. Ekki fundust nýsmitanir meðal vinnufélaga eða heilbrigðisstarfsfólks. LÆKNAblaðið 2009/95 503
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.