Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Endurlífgun á sjúkrahúsi Umfang og árangur endurlífgunarstarfsemi á Landspítala Bylgja Kærnested1'2 hjúkrunarfræöingur Ólafur Skúli Indriðason2 sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum Jón Baldursson 13 sérfræðingur í bráðalækningum Davíð O. Arnar1’2’3 sérfræöingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum Lykilorð: hjartastopp á sjúkrahúsi, endurlífgun, árangur. 1 Endurlífgunarnefnd, 2lyflækningasviði I, 3slysa- og bráðasviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, bráðamóttöku, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. davidar@landspitali. is Inngangur: Á undanförnum árum hefur farið fram víðtæk endurskipulagning á tilhögim endur- lífgunarmála á Landspítala. Tilgangur rann- sóknarinnar var að meta umfang og árangur þessarar starfsemi. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala starfa tvö endurlífgunarteymþ við Hringbraut og í Fossvogi. Frá ársbyrjun 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt svokölluðum Utstein-staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru endur- lífgunarteymi kölluð út alls 311 sinnum vegna bráðra atburða, þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Þörf var á fullri endurlífgun hjá inniliggjandi sjúklingum í 80 af þessum tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 55 af þessum 80 sjúklingum (69%). Af 67 sjúklingum sem fullar upplýsingar voru til um náðu 22 (33%) að útskrifast. Miðgildi aldurs þeirra sem fóru í hjartastopp var 74 ár (bil 21-92 ár). Lifun var betri ef sleglatakttruflanir voru upphafstaktur (50%) heldur en ef rafleysa eða rafvirkni án dæluvirkni var fyrsti taktur (12%, p=0,002). Lifun að útskrift var betri ef hjartastopp átti sér stað á dagvinnutíma (50%) en ef það gerðist utan hefðbundins vinnutíma (23%, p=0,02). Þeir sem lifðu af voru einnig marktækt yngri en þeir sem dóu (p=0,002). Ályktanir: Þessar niðurstöður eru vel sambæri- legar við árangur endurlífgunar á sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Lifun var betri eftir hjarta- stopp á dagvinnutíma en utan hefðbundins vinnutíma og ef sleglahraðtaktar voru upphafs- taktur. Inngangur Á undanfömum áratug hafa áherslur í fyrstu viðbrögðum og meðferð við hjartastoppi utan sjúkrahúsa verið að skerpast. Nýjar klínískar leiðbeiningar hafa til að mynda lagt áherslu á mikilvægi þess að hefja hjartahnoð og gefa rafstuð snemma.1 Tilkoma sjálfvirkra hjartarafstuðtækja hefur aukið möguleika á því að gefa rafstuð áður en sjúkrabifreið kemur á vettvang. Þessir þættir eru taldir skipta sköpum fyrir árangur endurlífgunartilrauna. Árangur af endurlífgun vegna hjartastopps utan sjúkrahúsa hérlendis á höfuðborgarsvæðinu er þekktur2 og hefur reynst góður í samanburði við rannsóknir í ná- grannalöndunum.1'3-4 Á hinn bóginn eru litlar eða engar upplýsingar til um árangur af endurlífgun inni á sjúkrahúsum hérlendis. Þótt hjartastopp orsakist yfirleitt af sömu hjartsláttartruflunum utan og innan sjúkra- húss em þetta að mörgu leyti ólíkir atburðir. Þeir sem fara í hjartastopp inni á sjúkrahúsi eru gjarnan með fleiri mein sem að baki liggja og oft er um einhvern aðdraganda að ræða. Á sjúkrahúsi ættu þó að vera möguleikar á að bregðast fljótt við ef hjartastopp á sér stað, beita grunnendurlífgun (hjartahnoði og blæstri) snemma og gefa rafstuð fljótt, stundum með aðkomu sérhæfðra endurlífgunarteyma. Árangur af endurlífgun innan sjúkrahúss á Vesturlöndum virðist þó vera afar breytilegur.3-5’9 Á undanförnum árum hefur farið fram endur- skipulagning á fyrirkomulagi og framkvæmd endurlífgunartilrauna á Landspítala. Vinnubrögð á megineiningum sjúkrahússins á Hringbraut og í Fossvogi hafa verið samræmd, mönnun endurlífgunarteyma endurskoðuð og mikið af tækjabúnaði endurnýjaður. Þjálfun meðlima teymanna hefur verið efld og jafnframt hefur verið tekin upp skráning á öllum útköllum teymisins og endurlífgunartilraunum þar sem fylgt er svokölluðum Utstein-staðli.10’11 Það gerir samanburð við önnur sjúkrahús mögulegan.12 Skráning eftir þessu ferli hófst í ársbyrjun 2006. í þessari grein er niðurstöðum fyrstu tveggja áranna lýst. Markmiðið var að kanna umfang útkalla endurlífgunarteyma Landspítalans og síðan sérstaklega árangur af endurlífgunartilraunum hjá sem voru í hjartastoppi við komu teymanna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin tók til áranna 2006 og 2007. Stuðst var við skráningu á útköllum endurlífgunarteyma Landspítala og framvinduskrár sem færðar LÆKNAblaðið 2009/95 509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.