Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 29

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Endurlífgun á sjúkrahúsi Umfang og árangur endurlífgunarstarfsemi á Landspítala Bylgja Kærnested1'2 hjúkrunarfræöingur Ólafur Skúli Indriðason2 sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum Jón Baldursson 13 sérfræðingur í bráðalækningum Davíð O. Arnar1’2’3 sérfræöingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum Lykilorð: hjartastopp á sjúkrahúsi, endurlífgun, árangur. 1 Endurlífgunarnefnd, 2lyflækningasviði I, 3slysa- og bráðasviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, bráðamóttöku, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. davidar@landspitali. is Inngangur: Á undanförnum árum hefur farið fram víðtæk endurskipulagning á tilhögim endur- lífgunarmála á Landspítala. Tilgangur rann- sóknarinnar var að meta umfang og árangur þessarar starfsemi. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala starfa tvö endurlífgunarteymþ við Hringbraut og í Fossvogi. Frá ársbyrjun 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt svokölluðum Utstein-staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru endur- lífgunarteymi kölluð út alls 311 sinnum vegna bráðra atburða, þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Þörf var á fullri endurlífgun hjá inniliggjandi sjúklingum í 80 af þessum tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 55 af þessum 80 sjúklingum (69%). Af 67 sjúklingum sem fullar upplýsingar voru til um náðu 22 (33%) að útskrifast. Miðgildi aldurs þeirra sem fóru í hjartastopp var 74 ár (bil 21-92 ár). Lifun var betri ef sleglatakttruflanir voru upphafstaktur (50%) heldur en ef rafleysa eða rafvirkni án dæluvirkni var fyrsti taktur (12%, p=0,002). Lifun að útskrift var betri ef hjartastopp átti sér stað á dagvinnutíma (50%) en ef það gerðist utan hefðbundins vinnutíma (23%, p=0,02). Þeir sem lifðu af voru einnig marktækt yngri en þeir sem dóu (p=0,002). Ályktanir: Þessar niðurstöður eru vel sambæri- legar við árangur endurlífgunar á sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Lifun var betri eftir hjarta- stopp á dagvinnutíma en utan hefðbundins vinnutíma og ef sleglahraðtaktar voru upphafs- taktur. Inngangur Á undanfömum áratug hafa áherslur í fyrstu viðbrögðum og meðferð við hjartastoppi utan sjúkrahúsa verið að skerpast. Nýjar klínískar leiðbeiningar hafa til að mynda lagt áherslu á mikilvægi þess að hefja hjartahnoð og gefa rafstuð snemma.1 Tilkoma sjálfvirkra hjartarafstuðtækja hefur aukið möguleika á því að gefa rafstuð áður en sjúkrabifreið kemur á vettvang. Þessir þættir eru taldir skipta sköpum fyrir árangur endurlífgunartilrauna. Árangur af endurlífgun vegna hjartastopps utan sjúkrahúsa hérlendis á höfuðborgarsvæðinu er þekktur2 og hefur reynst góður í samanburði við rannsóknir í ná- grannalöndunum.1'3-4 Á hinn bóginn eru litlar eða engar upplýsingar til um árangur af endurlífgun inni á sjúkrahúsum hérlendis. Þótt hjartastopp orsakist yfirleitt af sömu hjartsláttartruflunum utan og innan sjúkra- húss em þetta að mörgu leyti ólíkir atburðir. Þeir sem fara í hjartastopp inni á sjúkrahúsi eru gjarnan með fleiri mein sem að baki liggja og oft er um einhvern aðdraganda að ræða. Á sjúkrahúsi ættu þó að vera möguleikar á að bregðast fljótt við ef hjartastopp á sér stað, beita grunnendurlífgun (hjartahnoði og blæstri) snemma og gefa rafstuð fljótt, stundum með aðkomu sérhæfðra endurlífgunarteyma. Árangur af endurlífgun innan sjúkrahúss á Vesturlöndum virðist þó vera afar breytilegur.3-5’9 Á undanförnum árum hefur farið fram endur- skipulagning á fyrirkomulagi og framkvæmd endurlífgunartilrauna á Landspítala. Vinnubrögð á megineiningum sjúkrahússins á Hringbraut og í Fossvogi hafa verið samræmd, mönnun endurlífgunarteyma endurskoðuð og mikið af tækjabúnaði endurnýjaður. Þjálfun meðlima teymanna hefur verið efld og jafnframt hefur verið tekin upp skráning á öllum útköllum teymisins og endurlífgunartilraunum þar sem fylgt er svokölluðum Utstein-staðli.10’11 Það gerir samanburð við önnur sjúkrahús mögulegan.12 Skráning eftir þessu ferli hófst í ársbyrjun 2006. í þessari grein er niðurstöðum fyrstu tveggja áranna lýst. Markmiðið var að kanna umfang útkalla endurlífgunarteyma Landspítalans og síðan sérstaklega árangur af endurlífgunartilraunum hjá sem voru í hjartastoppi við komu teymanna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin tók til áranna 2006 og 2007. Stuðst var við skráningu á útköllum endurlífgunarteyma Landspítala og framvinduskrár sem færðar LÆKNAblaðið 2009/95 509

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.