Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 43
UMRÆÐUR O G HEILBRIGÐISR gosdrykki. Þetta ketnur í kjölfar sláandi upplýsinga um tannheilsu barna og unglinga. Strax í kjölfarið rísa upp raddir um forræðishyggju og neyslustýringu stjórnvalda. Erþað brautin sem þú hyggstfara inn á? „Neyslustýringin hefur verið til staðar um talsvert langa hríð en ekki af hálfu stjórnvalda. Markaðsöflin hafa verið ágeng og ósvífin gagnvart almenningi, ekki síst börnum og unglingum, og nú er tækifæri til að sporna á móti. Taka almenna hagsmuni þjóðarinnar fram yfir þrönga hagsmuni markaðarins. Við erum einfaldlega að tala um að haga verðlagningu og aðgengi að óhollustu eins og sælgæti og áfengi með þeim hætti að draga úr áreitinu. Þegar sagt er að við séum að neyslustýra þjóðinni má rétt eins segja að við séum að hindra ágenga framleiðendur og söluaðila í að neyslustýra óhollustu ofan í þjóðina og sérstaklega ungviðið. " Valfrjálst stýrikerfi Þú hefiir sagst vilja taka upp tilvísanakerfi en því hafa samtök lækna mótmælt og sagt að með því verði til flöskuháls í kerfinu. Hér vantifleiri heimilislækna til að slíkt kerfi geti gengið upp. Ennfremur að kostnaður við heimsókn til heimilislæknis og sérfræðings sé nánast sá sami í mörgutn tilvikum og því óþarft að búa til millilið með tilvísanakerfinu. „Þetta er rétt. Ég hef kallað þetta valfrjálst stýrikerfi og er þá að hugsa um val almennings eða sjúklinga og ekki rekstrarformið. Aðeins tvær þjóðir í Evrópu hafa ekki einhvers konar stýrikerfi. Við erum önnur þjóðin og við höfum fengið ábendingu um þetta frá OECD. Til þess að geta komið á skilvirkara kerfi þarf að efla heilsugæsluna stórlega. Þetta verður ekki gert í einu vetfangi. Forsenda er að vita hvert við viljum stefna og að við viljum efla heilsugæsluna enn frekar og gera hana að þungamiðju heilbrigðiskerfisins um allt land. Við megum ekki meta allt útfrá stöðunni í dag. I stjórnleysinu felst vissulega ákveðið frelsi en það getur snúist upp í andhverfu sína og við höfum dæmi um slíkt þegar þar sem tvöfalt kerfi mismunar þegnunum. Ef við ætlum að teljast velferðarþjóðfélag verðum við að taka á þessum málum. Ég geri mér ennfremur fulla grein fyrir því að til að laða unga lækna í heimilislækningar þarf að bæta heilsugæsluna og bæta kjör læknanna sem þar starfa. Til að valfrelsi einstaklingsins fái notið sín verður að gera alla kosti aðlaðandi. Langtímamarkmiðið er að efla heilsugæsluna og aðrar ráðstafanir eru tímabundnar." Finnst þér almennt að læknar hafi verið ofhaldnir í launum? „Nei, allra síst þegar laun heilsugæslulækna eru skoðuð þar sem grunnlaun þeirra eru lág og miklar tekjur lækna hafa byggst á mjög mikilli vinnu. Því verður hins vegar ekki neitað að til er hópur lækna sem býr við ofurkjör, það eru þeir sem eru í aðstöðu til að þiggja greiðslur sem verktakar og búa ofan á annað við allt annað skattaumhverfi en kollegar þeirra í launamannastétt. Ég horfi á þennan mun sem mjög óeðlilegan en geri mér grein fyrir að umræðan er mjög viðkvæm. Læknar taka þetta allir til sín, en það eiga þeir alls ekki að gera því bæði er óeðlileg mismunun innan læknastéttarinnar og einnig gagnvart öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Læknar og heilbrigðisyfirvöld eiga að krefjast þess gagnvart skattamálaráðherrum að uppræta skattalegan mismun. Eins manns eignarhaldsfélög kuima að eiga rétt á sér, en ekki til þess að til verði skattaleg mismunun. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim fjölmörgu sem vilja starfa til dæmis sem sjúkrahúslæknar á háskólaspítala. Þetta hef ég verið tala um að þurfi að færa í betra horf og jafna kjörin að þessu leyti. Mér finnst mjög brýnt að vel sé búið að heilbrigðisstéttunum og vil að fjármunum sé ráðstafað á réttlátan máta." Eftirspurn eftir læknum í nágrannalöndunum er mikil núna og kjörin sem þar bjóðast eru mun betri en hér. Óttast þú ekki að læknar hverfi á brott héðan og heilbrigðiskerfið verði hálflamað innan nokkurra ára? „Kjörin sem bjóðast læknum nú helgast af gengishruni krónunnar. Sömu staðreyndir skýra það að kaffibollinn á Strikinu eða á Karli Jóhanni kostar 1200 krónur. Nei, ég hef fulla trú á því að íslenskir læknar vilji vera hluti af þessu samfélagi okkar. Við eigum í þrengingum og við þurfum öll að taka á og ég trúi því að læknar séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að samfélagið rétti úr kútnum. Ég mæti þessu viðhorfi alls staðar þar sem ég kem inn á heilbrigðisstofnanir og læknar skera sig ekkert úr hvað það varðar. Ég vil nálgast íslensku læknastéttina á þessum forsendum og sýna henni þá virðingu að kalla hana til samráðs um þróun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Ég er auðvitað líka tilbúinn að taka glímu um ákveðin mál, skárra væri það. Læknastéttin íslenska á sér mjög merkilega sögu. Sú saga einkennist ekki hvað síst af samfélagslegri ábyrgð. Ég er mjög meðvitaður um þessa sögu, og læknasamfélagið líka. Læknar yfirgefa ekki þjóð sína." F R É T T I R Á Ð H E R R A LÆKNAblaðið 2009/95 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.