Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 50
U M R Æ Ð U R L Æ K N I S L I 0 G FRÉTTIR S T 0 G FAGMENNSKA Að lækna lækna Ágæti lesandi. Ferdinand Jónsson ferdinandjonsson@aol. com Höfundur er geðlæknir við East London Foundation Trust. Erindi flutt á Læknadögum i janúar 2009. Eftirfarandi grein er hluti af erindi mínu sem ég flutti á Læknadögum 22. janúar 2009. Dálítið er af léttum meinsemdum í lækna- stéttinni. Ef til vill er valinu inn í deildina um að kenna. Einnig eruð þið flest börn lækna og þar með létt vanrækt í æsku. Þráhyggju- og áráttueinkenni eru ef til vill aðaleinkennismerki læknastéttarinnar. Bak við þessi einkenni er djúpstætt óöryggi og efi um eigið ágæti. Þetta eru samt mjög eftirsóknarverð einkenni fyrir þá sjúklinga sem við meðhöndlum og aðstandendur þeirra. Narsissismi er einnig ríkjandi, stórmennsku- brjálæði og Messíasarkomplexinn góði sem rekur ágætis fólk til að taka upp þennan lífsstíl meðan aðrir láta sér nægja að vinna frá 9 til 5. í gegnum störf okkar lærum við samt ákveðin grundvallarsannindi um lífið. Við vitum að þeir sem vilja endalaust partý og hamingju í þessari jarðvist völdu ranga plánetu. Á jörðinni okkar skiptast nefnilega á skin og skúrir og eins og góðvinur þjóðarinnar, Gordon Brown, kemst að orði: „when it rains it pours ..." í starfi okkar höfum við einnig séð hversu svokallaðir frumstæðir varnarhættir eins og bæl- ing og afneitun geta verið hjálplegir sjúklingum og aðstandendum þeirra þegar fólk þarf að horfast í augu við skelfilega sjúkdóma og jafnvel dauðadóma. Þessar varnir eru þama af góðum og gildum ástæðum og hjálpa fólki til að takast á við lífið og halda áfram í aðstæðum sem eru í raun óyfirstíganlegar. En við erum sama marki brennd gagnvart ástvinum okkar og nánustu fjölskyldu. Þjálfun okkar getur valdið því að við missum þessar mikilvægu vamir, ef til vill vegna þess að við munum eftir meinafræðinni og lifitölunum. Oft rifjast upp fyrir okkur sjúklingar sem háðu skelfilegar þjáningar eða dauðastríð, og skilja okkur eftir mikið varnarlausari en þá sem ekki hafa sérhæft sig í sjúkdómum, dauða og hörmungum. Það er því miður svo mikið auðveldara að sjá flísina en bjálkann og því verðum við síður hæf að greina og meðhöndla eigin sjúkdóma. Við leitum líka til þeirra sem við þekkjum eða höfum góða reynslu af. Svo hefjast gangalækningarnar sem í besta tilfelli eru vafasamar. Það er líka flókið að meðhöndla lækna, stressandi og mjög erfitt að virða mörk. Einnig er mikil hætta á því að maður fari að meðhöndla kollegann öðruvísi en venjulegan sjúkling og að útkoman verði þar með ekki betri heldur verri. Hins vegar getur sjálf vitjunin verið mjög erfið fyrir lækna-sjúklinginn. Maður fær nefnilega shmdum á tilfinninguna að læknirinn ætlist til að maður viti alls konar hluti um hans sérsvið. Svo er Guði fyrir að þakka að við gleymum og margur hefur vit á að henda læknatímaritunum ólesnum í tunnuna. Vegna þessa hefst eins konar leikur þar sem læknirinn vill ekki móðga og sjúklingurinn vill ekki sýna neina veikleika og ekki upplifa niðurlægingu. Þannig skapast góður möguleiki á því að vitjunin fari gjörsamlega fyrir ofan garð og neðan. Einnig vitum við öll að oft þarf mikið að ganga á áður en samstarfsmenn átti sig á því að læknirinn er orðinn veikur líka. Þá er auðvitað auðveldast að biða bara og sjá til hvort einhver annar taki ekki örugglega á málunum. Læknar eiga líka erfitt með að viðurkenna eigin veikindi af ótta við að valda auknu álagi á kollegana. Við höfum þörf fyrir að gefa heilbrigða ímynd og mörg hver óöryggi við að ganga inn í sjúklingshlutverkið. Þá eru áhyggjur af trúnaði eða aðgangi að sjúkragögnum sem verða til þess að læknar taka sjálfir að sér hlutverk læknisins í eigin veikindum. Þetta á einkum við um geðsjúkdóma. Hér er erfitt að setja reglur. Það er eðlilegt að læknir meðhöndli minniháttar sjúkdóma hjá sjálfum sér og fjölskyldumeðlimum og taki til hendinni ef akút aðstæður koma upp. Hins vegar eiga læknar að forðast að meðhöndla sjálfa sig og sína nánustu. Þetta segir sig sjálft og er mikilvæg grundvallarregla fyrir lækna. Það eru skelfilega sorgleg dæmi úr mínu fagi hér á landi þar sem mikið góðir læknar létust vegna þess að þeir þjáðust sjálfir af alvarlegum geðsjúkdómum. Við vitum öll hversu lamandi þetta er fyrir stéttina og samstarfsfólkið og spítalann í heild. Svo ekki sé talað um fjölskyldur og ástvini þeirra, sjúklingana og raunar allt okkar litla samfélag. Það er heldur ekkert einkennilegt þótt kollegarnir fyllist af alls konar tilfinningum, þar á meðal reiði og sektarkennd. Svo er líka hægt að segja að alvarlegir geðsjúk- dómar hafi dánartíðni eins og aðrir alvarlegir sjúkdómar eða 10 til 15%. En málið er samt ekki svo einfalt að mínu mati. í Bretlandi sem og víðar er mikið eftirlit með störfum lækna. Farið er í saumana á öllum hugsanlegum sjálfsvígum í svokölluðum 530 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.