Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 49

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 49
U M R Æ Ð U R 0 G F R É T T I R H J Ú K R U N daglegs lífs. Það er því eðlilegt að horfa á þessa hluti í samhengi og sem hluta af heild þegar fjallað er um veikindi. í starfi mínu sem kennari lækna- og hjúkrunarfræðinema kenni ég þeim að spyrja sjúklinginn spurninga um áhrif veikindanna á líf hans og fjölskyldu og þá átta nemarnir sig mjög fljótt á samspilinu þarna á milli." Lorraine Wright segir viðhorf lækna til fjöl- skylduhjúkrunar vera bæði einstaklingsbundið og nokkuð breytilegt eftir sérgreinum þeirra. „Það er í rauninni mjög eðlilegt. Sérhæfðir skurðlæknar hafa kannski lítið með fjölskyldu sjúklings að gera en heimilislæknar, barnalæknar, geðlæknar, lyflæknar í mörgum greinum, öldrunarlæknar og fleiri, hafa fullan skilning á þessu og taka þátt í því starfi sem fjölskylduhjúkrun kallar á." Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa aðstæður fyrir fjölskylduhjúkrunarfræðinga á alþjóðlegum vettvangi til að deila þekkingu, rannsóknarniðurstöðum og klínískri færni sín á milli. Einnig er hún mikilvægur vettvangur fyrir myndun og þróun alþjóðlegs rannsóknasamstarfs, en alþjóðlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að markviss stuðningur við fjölskyldur einstaklinga með bráð eða langvinn veikindi getur meðal annars skilað sér í bættri líðan, minnkuðu óöryggi og minni kvíða sjúklings og fjölskyldu hans. Auk Lorraine Wright fjölluðu fyrirlesaramir Madrean Schober, alþjóðlegur ráðgjafi frá Bandaríkjunum, um þróun sérfræðingsþjónustu í fjölskylduhjúkrun á tímum hagræðingar í heil- brigðiskerfinu og Dr. Janice Bell frá Calgary í Kanada um áhrif hjúkrunarmeðferða fyrir fjöl- skyldur einstaklinga með bráða eða langvinna sjúkdóma. Auk þeirra héldu 15 gestafyrirlesarar erindi um nýjar áherslur í fjölskylduhjúkrun á sviði erfðaráðgjafar, áhrifa sjúkdóma á fjölskyldur, stuðning við fjölskyldur í sorg og í kreppu, yfirfærslu og hagnýtingu þekkingar í kennslu og innan heilbrigðiskerfisins, og fjallað var um fjölskylduhjúkrun og stuðning við einstaklinga til sjálfshjálpar. í sérstakri dagskrá voru kynntar niðurstöður rannsókna á innleiðingu fjölskyldu- hjúkrunar á Landspítala sem hófst í ársbyrjun 2007 á öllum starfseiningum hjúkmnar á spítalanum. „Mér sýnist að hugur fylgi máli hér á Land- spítalanum en spítalar í Bandaríkjunum eru mjög misjafnir hvað þetta varðar. Reyndar eru þeir allir með velferð fjölskyldunnar í fyrirrúmi í yfirlýstri stefnu sinni en víða fer lítið fyrir henni í raunverulegri starfsemi. Ég hef hins vegar fulla trú á því að hér sé verið að gera mjög góða hluti," segir Lorraine Wright að lokum. Ráðstefnuna sóttu um 460 þátttakendur frá 39 löndum og öllum heimsálfum. Flutt voru 231 erindi og kynnt 165 veggspjöld. Forsala aögöngumiöa á Reykholtshátíö 2009 er hafin á midi.is Meöal flytjenda: St. Christopher hljómsveltin Trio Nordica og Fóstbrœöur I f"~'\ i . S && \l« iL\| _ Hinn þekkti sönghópur UniCum Laude frá Ungverjalandi kemur fram 22.og 23. júlí Mlsslö ekkl af frábœrum tónlelkum Forsala á mldi.is www.reykholtshatid.is LÆKNAblaðið 2009/95 529

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.