Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 45
U M R Æ Ð
U N G U R
U R 0 G FRÉTTIR
VÍSINDAMAÐUR
áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. „Við vitum
einnig að 60% íslenskra kæfisvefnssjúklinga
eru með háþrýsting og að hluti af þeim
þjáist einnig af hjarta- og æðasjúkdómum og
sykursýki. Kæfisvefn eykur mjög líkurnar á
þessum sjúkdómum. Bólguboðefnin sem við
mælum í blóðinu eru C-reactive protein (CRP)
og Interleukin-6 (IL-6). Þessi efni fara út í blóðið
frá ýmsum líkamssvæðum, meðal annars fer
IL-6 úr fitunni sjálfri og sérstaklega virðist sem
iðrafitan setji mikið af bólguboðefnunum frá sér.
Þeir sem eru í yfirþyngd eru yfirleitt með mjög
aukin bólguboðefni í blóðinu. Við erum að reyna
skilja betur sambandið á milli kæfisvefns og
sjúkdómartna sem ég nefndi. Hvernig kæfisvefninn
veldur þeim. Er það kæfisvefninn sjálfur? Eru
það tengslin milli kæfisvefns og offitu? Hefur
það áhrif á líkur á hjarta- og æðasjúkdómum
hvort einstaklingur með kæfisvefn er grannur
eða í yfirþyngd? Það sem við sjáum er að á milli
kæfisvefns og offitu er einhvers konar víxlverkun
þannig að jafnalvarlegur kæfisvefn hjá grönnum
einstaklingi og einstaklingi með offitu hefur meiri
áhrif á bólguþætti hjá þeim sem er í offitu. Þeir
sem eru grannir en þjást af kæfisvefni virðast því
vera í minni áhættu með hjarta- og æðasjúkdóma
þó áhættan sé ennþá til staðar."
Erna Sif segir að sambandið milli kæfisvefns
og offitu sé flókið og erfitt að draga saman í eina
setningu. „Það er engu að síður þannig að því
þyngri sem maður er því meiri líkur eru á að hann
sé með kæfisvefn. Grannir geta einnig þjáðst af
kæfisvefni en ástæðurnar eru aðrar en hjá þeim
sem þyngri eru. Grannur maður með kæfisvefn
er líklega með litla höku, stóran úf, stóra tungu,
eitthvað sem veldur því að öndunarvegurinn
þrengist. Hins vegar gerist það hjá þeim sem
þyngjast að öndunarvegurinn þrengist vegna
þess að fita safnast inn á öndunarveginn, tungan
stækkar og aukin kviðfita dregur úr öndunargetu.
Það hefur verið sýnt fram á að allt að 97% þeirra
sem eru með alvarlega offitu eru með kæfisvefn.
Tengslin þarna á milli eru augljós en þó eru
allar offiturannsóknir litaðar af því að kæfisvefn
er yfirleitt ekki rannsakaður. Faraldsfræðilegar
rannsóknir staðfesta að kæfisvefn veldur há-
þrýstingi og einnig hefur verið staðfest að hjá
þeim sem eru með ómeðhöndlaðan kæfisvefn er
mikil aukning dauðsfalla af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma. Einnig er talið að kæfisvefn valdi
Erna Sif Arnardóttir
semfékk verðlaun á
Vísindadögum Landspítala
er glaðvakandi og einbeitt
yfir svefnrannsóknum
sínum.
LÆKNAblaðið 2009/95 525
.