Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Fjölónæmir berklar á íslandi
- tilfellaröð og yfirlit
Hilmir
Ásgeirsson
læknir'
Kai Blöndal
lungnalæknir2
Þorsteinn
Blöndal
lungnalæknir2-4
Magnús
Gottfreðsson
smitsjúkdómalæknir1-4
Lykilorð: fjölónæmir berklar,
meðferð, skimun.
’Smitsjúkdómadeild
Landspítala, 2göngudeild
sóttvarna heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins,
3lungnadeild Landspítala,
“læknadeild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Magnús Gottfreðsson,
smitsjúkdómadeild
Landspítala Fossvogi
108 Reykavík.
Sími: 5431000, fax: 543
6568.
magnusgo@landspitali. is
Ágrip
Inngangur: Fjölónæmir berklar eru vaxandi
vandamál í heiminum. Árangur meðferðar er
verri, sjúkrahúslegur lengri og kostnaður hærri en
við lyfnæma berkla. Hér er lýst þremur tilfellum
fjölónæmra berkla sem greinst hafa á íslandi
síðastliðin sex ár, 2003-2008.
Sjúkratilfelli: Fyrsta tilfellið var 23 ára innflytjandi
frá Asíu sem lokið hafði fyrirbyggjandi meðferð
vegna jákvæðs berklaprófs. Tveimur árum síðar
lagðist hann inn með berkla í kviðarholi sem
reyndust vera fjölónæmir. Hann lauk 18 mánaða
meðferð og læknaðist. Annað tilfellið var 23
ára maður sem lagðist inn vegna fjölónæmra
lungnaberkla. Hann hafði áður fengið meðferð í
heimalandi sínu í A-Evrópu en ekki lokið henni.
Hann lá inni í sjö mánuði og náði bata en gert
var ráð fyrir tveggja ára meðferð. Þriðja tilfellið
var 27 ára einkennalaus kona sem greindist með
fjölónæma lungnaberkla við rakningu smits vegna
fjölónæmra berkla bróður. Fyrirhuguð var 18
mánaða meðferð.
Alyktun: Á síðustu sex árum greindust þrjú
tilfelli fjölónæmra berkla hér á landi sem er
nálægt 5% allra berklatilfella á tímabilinu. Á 12
árum þar á undan greindist eitt tilfelli og gæti
þetta bent til yfirvofandi fjölgunar. Fjölónæmir
berklar eru alvarlegir, erfiðir og kostnaðarsamir
í meðhöndlun. Mikilvægt er að standa vel að
berklavörnum, sérstaklega skimun innflytjenda.
Inngangur
Talið er að þriðjungur jarðarbúa séu smitaðir af
berklabakteríunni, Mycobacterium tuberculosis}■ 2
Árið 2006 greindust 9,2 milljónir tilfella berkla
í heiminum samkvæmt skráningu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og sama ár
létust 1,7 milljónir manna af völdum sjúkdómsins.
Eru berklar sá smitsjúkdómur sem flesta dregur
til dauða á eftir alnæmi.3-4 Mikill munur er á tíðni
berkla milli landsvæða en almennt er talið að um
85% allra tilfella séu í Afríku og Asíu (mynd l).2'4
í Afríku hefur nýgengi sjúkdómsins aukist hratt
undanfarna tvo áratugi og mest þar sem HlV-smit
er útbreiddast, eða allt að 400 tilfelli /100.000 íbúa
á ári. Einnig hefur sést aukning í A-Evrópu og Mið-
Asíu en almennt hefur nýgengi verið stöðugt eða
farið minnkandi annars staðar.3-4 Nýgengi berkla á
íslandi hefur verið um fjögur tilfelli /100.000 íbúa
á ári síðastliðin sex ár sem telst lágt í samanburði
við aðrar þjóðir.4’6
Berklar sem eru ónæmir fyrir hefðbundnum
berklalyfjum eru vaxandi vandamál. Sé bakterían
ónæm samkvæmt næmisprófum fyrir bæði
ísóníazíði og rífampíni, sem eru tvö aðallyf
berklameðferðar, kallast berklarnir fjölónæmir
(multi drug resistant, MDR-TB).7 Sé einnig ónæmi
fyrir einhverju flúorókínólóni og að minnsta
kosti einu af þremur varalyfjum í stunguformi
(amikacíni, kanamýcíni eða capreomycíni) er
um að ræða ofurónæma berkla (extensively
drug resistant, XDR-TB).7-9 Áætlað er að tæplega
5% allra nýrra berklatilfella séu af völdum
fjölónæmra berkla, eða um 500.000 tilfelli á ári í
heiminum.4 Flestir greinast í SA-Asíu og leggja
Kína og Indland til um helming allra tilfella
fjölónæmra berkla.7 Hlutfallslega er tíðnin þó
hæst í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna í A-Evrópu
og Mið-Asíu, þar sem allt að fjórðungur nýrra
tilfella eru vegna fjölónæmra stofna (mynd 2).9
Tíðni fjölónæmra berkla eykst einnig hratt í Afríku
sunnan Sahara, nátengt alnæmisfaraldrinum í
álfunni.4-9 Ofurónæmum berklum var fyrst lýst
árið 2005lan en hefur nú verið lýst í 55 löndum.12
Tilfelli ofurónæmra berkla eru enn tiltölulega fá
en fjölgar hratt, sérstaklega á svæðum fyrrum
Sovétríkjamra þar sem þau eru nú 4-24% af öllum
tilfellum fjölónæmra berkla.9-13 Nýlega hefur verið
lýst tilfellum berkla þar sem ónæmi var til staðar
gegn öllum þekktum berklalyfjum sem prófað var
fyrir.14
Meðferðarárangur við berklum almennt í
heiminum öllum var um 85% árið 2005 samkvæmt
skýrslum WHO.4 Árangur af meðferð fjölónæmra
berkla er mun lakari og meðferðin bæði erfiðari,
lengri og kostnaðarsamari. Við góðar aðstæður
er árangurinn talinn vera um 75%, en í heiminum
öllum líklega um eða innan við 60%.15-16 Almennt
gengur enn verr að meðhöndla ofurónæma
berkla.14-17-21
Undanfarna áratugi hefur nýgengi berkla
á íslandi verið lágt í samanburði við önnur
LÆKNAblaðið 2009/95 499