Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 56
UMRÆÐUR O G FRÉTTI SIÐFRÆÐIÁLITAMÁL R á heimilið þótt ólíklegt verði að teljast að það tiltekna dæmi hafi verið haft til hliðsjónar: „Það er meginregla, að lækni er frjálst að hlýða samvisku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðulaust eða óþarft. Lækni er skylt að veita sjúklingi nauðsynlega læknishjálp í viðlögum, nema hann hafi fullvissað sig um, að hún sé veitt af öðrum." Þá er að líta til laga sem gætu átt við. í læknalögum nr. 53/1988 segir um skyldur lækna meðal annars: 13. gr. Lækni ber, sé hann nærstaddur eða sé til hans leitað, að veita fyrstu nauðsynlega læknishjálp í skyndilegum sjúkdóms- eða slysatilfellum nema þeim mun alvarlegri forföll hamli. 14. gr. Lækni, sem stundar almennar lækningar, er skylt, þótt hann sé ekki opinber starfsmaður, að gegna aðkallandi sjúkravitjxmum í því heilsugæsluumdæmi þar sem hann starfar nema þeim mun alvarlegri forföll hamli. í 14. grein er lækni þannig lögð töluverð skylda á herðar því það er ekki undankomuleið að hann sé ekki opinber starfsmaður, það nægir að hann hafi lækningaleyfi og að hann starfi í heilsugæzluumdæminu. Undantekningin frá skyldunni felst aðeins í alvarlegum forföllum læknisins sjálfs samkvæmt orðarma hljóðan en ekki í eðli sjúkdómsins. Ákvæðið tekur ekki beinlínis til þeirrar skyldu að sinna sjúklingi sem er kominn á sjúkrahús en rökstyðja má að það sama gildi þar. Sóttvarnarlög nr. 19/1997 bæta engu við þetta. Þrjár greinar fjalla um skyldur lækna en engin þeirra um skyldu læknis til að sinna sjúklingi með sóttnæman sjúkdóm heldur fyrst og fremst um tilkynningaskyldurnar. Niðurstaðan af þessu er því sú að ef læknir neitar að sinna sjúklingi með svínaflenzu er honum ekki stætt á því lagalega nema harm hafi fullvissu um að annar læknir muni vilja og geta sinnt verkefninu, að hann hafi sjálfur alvarleg forföll eða ef hann er ekki starfandi í viðkomandi heilsugæzluumdæmi. Ennfremur er hætta á því að hann muni ekki njóta fulls trausts í framhaldinu ef hann synjar um læknisþjónustu undir þessum kringumstæðum. Nýjar starfsreglur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Kristján Sigurðsson yflrlæknir Leitarstöðvar Kl kristjan@krabb.is Starfsreglur Leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins hafa nú verið endurskoðaðar. Legháls- og brjóstakrabbameinsleit fer fram í Leitarstöðinni í Reykjavík og á ákveðnum heilsugæslustöðvum og sjúkrastofnunum. Starfsreglur leitarinnar eru settar af yfirlæknum Leitarstöðvar, frumurannsókna- stofu og röntgendeild Krabbameinsfélagsins að höfðu samráði við landlækni sem er eftirlitsaðili leitarstarfsins. Það eru tilmæli landlæknis að sjálf- stætt starfandi læknar fylgi ákvæðum þessara starfsreglna. Samningur við heilbrigðisráðuneyti um krabbameinsleit kveður á um að konur skoð- aðar utan skipulegrar leghálskrabbameinsleitar verði skráðar í komuskrá og færslur allra kvenna með afbrigðilegt frumustrok og vefjasýni verði skráðar á svonefnt eftirlitssvæði Leitarstöðvar. Frá síðustu starfsreglum eru helstu nýmæli þau að tekin hafa verið upp vökvasýni á Leitarstöð við skoðanir í leghálskrabbameinsleit, stafræn tækni við brjóstamyndatökur í brjóstakrabbameinsleit um land allt og rafrænar færslur á heilsusögu og niðurstöðum læknisskoðana. Af þjóðfélagslegum ástæðum hefur verið ákveðið að fresta tilmælum um HPV-áhættumæl- ingu í leghálskrabbameinsleit, upptöku vökva- sýna utan Leitarstöðvar, auk þess sem millibil leghálsskoðana hjá konum 40 ára og eldri með fyrri sögu um eðlileg frumustrok verður lengt úr tveimur árum í fjögur ár. Skoðanadögum á Leit- arstöð verður fækkað úr fimm í þrjá og skoðana- stöðvum á landsbyggðinni fækkað úr 42 í 30. Starfsreglur Leitarstöðvar tóku fyrst gildi í árs- byrjun 1983 (Læknablaðið 1983; 69: 328-33), voru endurskoðaðar 1991, 1997 og 2004 (Læknablaðið, Fréttabréf lækna 9/1991; Læknablaðið 1997; 83: 604-8; Læknablaðið 2004; 90:139-45). Þessi endur- skoðun tók gildi 1. apríl 2009 og er birt á vefsíðu Krabbameinsfélagsins: www. krabb. is/leit 536 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.