Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 51
L Æ UMRÆÐUR O G KNISLIST O G FAG F R É T T I R M E N N S K A „Coroners Court". Þar eru líka „internal" og „external enquiries" og jafnvel frægð af endemum í ensku pressunni. Ekki vil ég mæla þessu bót en þetta er heldur ekki alslæmt. Það eru hvergi betri aðstæður til að læra af hlutum en eftir skelfileg atvik. Sjá hverju þarf að reyna að breyta og hvar brotalamirnar í kerfinu eru. Ef við rýnum ekki í hörmuleg atvik og reynum að breyta meðferð á okkar kollegum gerum við okkur sjálfum mikinn grikk og þá heldur þetta bara áfram. Alvarlegir sjúkdómar eru algengir og alvarlegir geðsjúkdómar eru einnig mjög algengir. Það er hins vegar mjög auðvelt að skilja af hverju tregða er í jafnlitlu kerfi og okkar að skoða svona erfið mál. En ef við byrjum ekki á þessu þá gera það bara einhverjir aðrir. Breska læknafélagið leggur mikla áherslu á að allir læknar hafi heimilislækni. Einnig að læknar bregðist snemma við öllum viðvörunarmerkjum um að þeir sjálfir séu veikir, sérstaklega ef þessi einkenni gætu haft áhrif á störf þeirra með sjúklingum. Þeir eru hvattir til að ræða sín vandamál sem fyrst við heimilislækninn og óformlegar gangalækningar eigi ætíð að forðast. Öllum læknum ber skylda til að sjá til þess að þeirra eigin heilsa hafi ekki áhrif á vinnu þeirra með sjúklingum. Aðstæður geta skapast, sérstaklega við geðsjúkdóma og fíknisjúkdóma, sem minnkar innsæi þeirra. Hér kemur inn ábyrgð þeirra nánustu samstarfsmanna og þeir bera ábyrgð á að tekið sé á veikindunum. Þetta er bæði vegna heilsu læknisins og velferðar sjúklinga hans. Þessi ábyrgð er grundvallar siðferðileg skylda okkar en hún er einnig vinargreiði við kollega okkar. Að gangast ekki við þessari ábyrgð getur leitt til enn alvarlegri veikinda og enn hættulegri vinnubragða. Öllum læknum ber skylda til að vernda sjúklinga gegn hættu sem þeim getur stafað frá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Eins og í vinnu okkar með öllum sjúklingum eiga sjúkir læknar rétt á sömu gæðum í lækningu og sömu virðingu og allir aðrir sjúklingar. í þessu felst að meðhöndla á lækni sem einstakling en ekki sem lækni. Og þetta er annað af tveimur grundvallaratriðum þessa erindis. Læknum ber einnig skylda til að hlusta á vilja læknis-sjúklingsins hvað varðar meðferð eins og þeir eiga að hlusta á vilja annarra sjúklinga sinna. Þeir eiga líka rétt á „second opinion" eins og allir aðrir sjúklingar. Skoðunin og rannsóknirnar eiga að vera jafn ítarlegar eins og við alla aðra sjúklinga og eins og með aðra sjúklinga er mikilvægt að fá sögu frá nánustu aðstandendum. I sumum tilfellum getur verið óþægilegt fyrir lækninn að þurfa að meðhöndla aðra lækna sem sjúklinga. Því er enn mikilvægara, og hér komum við að síðara grundvallaratriði þessa erindis, að læknar geri sér grein fyrir að í sambandi sínu við sinn lækni eru þeir sjálfir sjúklingar og þeir hafa skyldur eins og aðrir sjúklingar í sínu sambandi við lækna. Færa má einnig að því rök að það að geta raunverulega brugðið sér í sjúklingshlutverkið geri viðkomandi lækni enn betri í sínu hlutverki sem lækni. Hér er ég að tala um að skilja sjúklingana sína, sýna þeim samkennd og ná enn betra sambandi sem skilar sér í betri lækningu og í besta falli aukinni ánægju fyrir báða aðila. Heilbrigðisstarfsmenn eiga rétt á sömu þagnar- skyldu og allir aðrir sjúklingar. Vegna áður talinna vandamála er reynt að meðhöndla lækna á öðrum svæðum en þeir vinna og er slíkt mjög algengt á Bretlandseyjum. í litlu samfélagi er þetta erfitt nema að allir fari til Akureyrar. Einnig eru möguleikar á að senda veika lækna sem þurfa innlögn úr landi. Þetta getur verið mjög mikilvægt ef um alvarlega geðsjúkdóma er að ræða. Einnig finnst mér sjálfum einkar mikilvægt að sjálfræðislögunum á íslandi sé breytt. Að mínu mati er það alltof mikil ábyrgð á íslenskar fjölskyldur að þær þurfi að gefa samþykki sitt fyrir að sjúklingar séu nauðungarvistaðir. Þetta er sérstaklega slæmt þegar um er að ræða fjölskyldur lækna. En svo út í lækningu fyrir ykkur, ykkar fjöl- skyldur, vini og sjúklinga. Þessi fræði eru úr fjölskyldumeðferð sem ég lærði í fjögur ár á The Prudence Skinner Family Therapy Clinic á Springfield-geðsjúkrahúsinu í Suður-Lundúnum. Mig langar aðeins að biðja ykkur hvert og eitt að hugleiða hvernig glímt var við erfiðleika í ykkar fjölskyldum þegar þið sjálf voruð börn og unglingar. Einnig hvernig ykkar nánustu litu eftir sjálfinu í lífsins ólgusjó. Mig langar að biðja ykkur að hugleiða hvort þið takið eftir einhverjum hegðunarmynstrum þegar þið rifjið þetta upp, einhver mynstur sem þið þekkið nú mörgum árum síðar úr ykkar eigin lífi. Fjölskyldumeðferð ráðleggur einnig að þið athugið og metið hver af þessum hegðunarmynstrum eru hjálpleg og þið viljið hafa meðferðis inn í framtíðina og LÆKNAblaðið 2009/95 531
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.