Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR O G LÆKNISLIST OG FAG F R É T T I R M E N N S K A gefa börnunum ykkar. Einnig hvert af þessum hegðunarmynstrum eru alls ekki hjálpleg og væri virkilega gott að varpa frá borði hið snarasta. Þessi fræði hugsa um sjálfið á heildrænan hátt. Setja má þetta kerfi upp í nokkurs konar lífshring: Grundvallarreglan er að lífið er erfitt. Fyrirbyggingin og lækningin verður því að vera inni í daglega lífinu. Nokkurs konar stundaskrá yfir allar vikur lífsins þar sem öllum þessum þáttum er sinnt eins reglulega og hægt er. Meðferðarúrræðin eru í fjórum flokkum: Líkamlegum, vitsmunalegum, andlegum og tilfinningalegum. Líkamleg lækning er að passa upp á mataræðið, svefninn, fá mikla hreyfingu og útrás, fara til læknis, tannlæknis og ef með þarf, að taka lyf. Ekki nota dóp og drekka í miklu hófi. Sum ykkar eiga gjörsamlega að hætta að drekka. Afengisneysla í óhófi er besta leiðin til að verða kvíðinn og þunglyndur. Gott kynlíf er hins vegar mikil blessun fyrir líkama og sál. Vitsmunaleg lækning er svo allt nám, þó ef til vill ekki alveg eins og á fyrsta ári í læknadeild. Ég er að tala um að lesa bækur og greinar sem vekja mann til umhugsunar. Lenda í umræðum sem reyna á hugann. Horfa á fræðsluþætti sem fylla hugann og lífið af einhverju nýju, spennandi og krefjandi. Tilfinningaleg lækning er byggð á þeim miklu sannindum enskrar tungu að „a problem shared is a problem halved". Þetta gengur út á að rækta sambandið við makann, vini og fjölskyldu. Og í þessu er eitthvað sem er erfitt fyrir okkur sem erum þjálfuð í að hlusta á vandamál annarra. Reyna samt að muna að okkar veikleikar geta verið okkar mesti styrkur í að ná raunverulegum tengslum við aðrar góðar manneskjur. Síðast en ekki síst er svo andlega lækningin. Það vita allir sem eru trúaðir hversu mikilvægt er að biðja eða vera andlega snertur í bænum eða í guðshúsi. Manneskjan hefur þörf fyrir andlega hluti, fyrir eitthvað sem við skiljum alls ekki en bara skynjum. Fyrir þá sem eru ekki trúaðir er þörfin þarna engu að síður. Þama getur okkar andlega næring komið frá náttúrunni. Hinn græni litur gróandans, öldur hins úfna hafs eða náttbál á heiði. Tilkomumikið útsýni er geysilega andlegt. Öll list er líka mjög andleg og við vitum hvert og eitt hvaða listform snertir okkur djúpt, tekur þátt í að líkna sálinni og lækna meinin. Þessi ráð eru í hnotskum allt það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað. En ekki síður að líf okkar sé líka skemmtilegt. Þetta þýðir ekki að allir þessir hlutir geti alltaf verið til staðar. Hins vegar er ef til vill hjálplegt að þið hugleiðið þessa þætti til að passa upp á ykkur sjálf og passa upp á að sem mest sé af góðum hlutum í ykkar lífi. Með bestu kveðjum og von um velgengni. Hvatningarverölaun prófessors Jónasar Magnússonar Á síðasta Vísindaþingi Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands voru í þriðja sinn veitt verðlaun fyrir besta erindi unglæknis eða læknanema á þinginu. Þetta eru peningaverðlaun og kennd við upphafsmann þeirra og fyrrverandi prófessor í skurðlækningum, Jónas Magnússon. Sigur úr býtum bar Sólveig H. Helgadóttir, læknanemi á 5. ári, fyrir verkefnið „Bráður nýrnaskaði eftir kransæðahjáveituað- gerðir á íslandi". í 2.-4. sæti urðu Valentínus Þ. Valdimarsson, læknanemi á 6. ári, fyrir verkefnið „Góður árangur kælimeðferðar eftir hjartastopp", Njáll Vikar Smárason, læknanemi á 4. ári, fyrir verkefnið „Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á Islandi" og Ingi Hrafn Ólafsson, aðstoðarlæknir, fyrir verkefnið „Litningabreytingar og tengsl við klínískar breytur í brjóstakrabbameinum". Stefnt er að því að verðlaunin verði veitt árlega á vísindaþingi félaganna. Kári Hreinsson og Tónms Guðbjartssonformennfélaganna, Sólveig Helgadóttir, Njáll, Valentínus og Ingi Hrafn. Mynd Guðjón Birgisson. LÆKNAblaðið 2009/95 533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.