Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 3

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL Ný heimasíða blaðsins Stýrikerfi heimasíðu blaðsins var orðið úr sér gengið, leitin á síðunni mjög gölluð og engin leið að bæta hana nema með nýju kerfi. Samhliða stýrikerfisuppfærslu var ákveðið að fríska uppá útlitið svo það héld- ist í hendur við nýmæli í innræti. Gagarín sem unnið hefur lengi að tæknilausnum, margmiðlun og forritun á sérlausnum eins og fyrir Læknablaðið hannaði heimasíðuna upphaflega og útbjó nú nýja síðu sem að þeirra áliti heldur í við nútímann. Stýrikerfið er Eplica2 frá Hugsmiðjunni. - Það er bjart- ara yfir nýju síðunni og þar inni er nú allt efni blaðsins ásamt fylgiritum frá árinu 2000. www. laeknabladid. Is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogí 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Þjóðfundur lækna Læknar þurfa að koma að umræðu um niðurskurð og því boða Læknafélag Reykjavíkur og íslands til fundar miðvikudaginn 10. mars að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Á fundinum gefst læknum kostur á að ræða forgangsröðun og framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Stjórnir LÍ og LR munu kynna niðurstöður fundarins fyrir heilbrigðisyfirvöldum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. Það er ósk læknafélaganna að niðurstöðurnar verði mikilvægt innlegg í ákvarðanatöku yfirvalda. Einnig er óskandi að þær kalli fram áframhaldandi umræðu meðal lækna, sem miði að því að þróa heilbrigðisþjónustu á íslandi áfram til heilla fyrir land og þjóð. 250 læknum, völdum af handahófi úr félagatali LÍ, hefur verið sent boð um að taka þátt í fundinum. Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Á veraldarvefnum eru ótal Ijósmyndir í umferö af hinni ungu leikkonu, Oliviu Wilde. Fyrst og fremst er um að ræða kynningarefni í tengslum við þær kvikmyndir sem hún hefur leikið í auk uppstilltra mynda fyrir blöð og tímarit. Listamaðurinn Kristleifur Björnsson (f. 1973) hnaut um eina þeirra og notar nú sem grunn að þeirri seríu verka sem hér um ræðir, Olivia, 2010. Myndin er eins dæmigerð og hugsast getur. Leikkonan er með nánast samhverft andlit sem uppfyllir almenn gildi um fegurð og horfir beint í myndavélina. Hliðarbirta, nærbolur og tælandi augnaráð eru síðan sígildar stílfæringar til að ná fram blekkingu um nánd svefnherbergisins. Ljósmyndarinn er ónefndur eins og títt er um myndefni á netinu, myndin dúkkar þar upp og Kristleifur nælir sér í hana. Hann leggur gagnsæjan pappír yfir útprentaða Ijósmyndina, tyllir með límbandi og tekurtil við að renna lauslega með blýanti yfir andlit og hörund leikkonunnar. Honum er í mun að teikna hvorki né apa eftir, heldur draga myndina í gegn án persónulegs handbrags. Hann lætur sér ekki nægja að gera þetta einu sinni heldur endurtekur ferlið hundrað sinnum, prentar út sömu myndina og dregur hana í gegn um þunnan pappír. Þannig kemur til kasta hinna mótsagnakenndu eiginleika endurtekningarinnar. Verkið er sett fram sem röð sambærilegra mynda og fer fjöldi þeirra eftir aðstæðum en þá gefst kostur á að bera saman líkindi og frávik frá einni til annarrar. Aðdráttarafl Ijósmyndarinnar er undirstrikað en jafnframt drepið á dreif um leið og listamaðurinn fer höndum um hana í einrúmi aftur og aftur, tímunum saman, þar sem hann ýmist dregur fyrirmyndina fram eða bregður á hana hulu. Kristleifur hefur ítrekað unnið með Ijósmyndir af laglegum leikkonum sem hann hefur fundið á netinu. (nokkrum tilfellum prentar hann myndirnar út í smá bútum á fjölda A4 blaða sem hann límir saman og mótar flennistórar myndir sem ná frá gólfi og upp í loft. Hann velur sérstaklega myndir sem bera með sér sömu stílfæringu, þar sem fyrirsætan bregður sér í hlutverk ætlað áhorfandanum einum - eins og hann hafi jafnvel sjálfur smellt af mynd á góðri samverustund. Kristleifur leikur sér að því að auðkenna þessar myndir með heitinu My Girls, eða stelpurnar mínar, og tekur þær þannig á orðinu, ef svo má segja. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi Umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðíð áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 151
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.