Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 12

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 1. Fjöldi og dreifing sjúklinga með brátt ST- hækkunar hjartadrep sem voru fluttir í sjúkraflugvél af norðursvæði (sá hluti sem ekki er skyggður) á Landspítala á tímabilinu 2007-2008. rannsóknar var að kanna hver raunverulegur flutningstími sjúklinga með brátt hjartadrep er á Norðursvæði og hvort læknismeðferð hafi verið í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Markmiðið er að firtna þætti þar sem bæta má meðferð sjúklinga með brátt hjartadrep, frá því að sjúklingur fær einkenni og þar til hann er kominn inn á Landspítala. Sjúklingar og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi þar sem skoðuð voru afrit sjúkraskýrslna úr sjúkraflugi frá árunum 2007 og 2008. Á þessu tímabili voru 1061 sjúklingur fluttur í 988 flugferðum. 33 sjúklingar voru greindir með ST-hækkunar hjartadrep út frá einkertnum og breytingum á hjartalínuriti (>2mm hækkun á ST-bili í að mirtnsta kosti tveimur aðliggjandi framveggsleiðslum, >lmm hækkun í tveimur aðliggjandi leiðslum utan framveggs, Tafla I. Mismunandi tímaútreikningar fyrir sjúklinga með ST-hækkunar hjartadrep eftirþvi hvort þeir voru fluttir frá Akureyri (með viðkomu á FSA) eða utan Akureyrar. Sjúklingar fluttir frá Akureyri (n=17) Sjúklingar utan Akureyrar (n=16) p-giidi Tími frá upphafi einkenna að FSL 1:35 klst. (0:05-7:24) 2:35 klst. (0:10-8:00) P=0,28 Timi frá FSL að segaleysandi meðferð 0:38 klst. (0:28-1:00) n= 9 0:30 klst. (0:17-1:18) n= 7 P=0,89 Tími frá FSL að beiðni um sjúkraflug 0:40 klst. (0:16-7:39) 0:33 klst. (0:04-8:50) P=0,48 Flutningstimi frá útkalli að komu á Landspítala 1:59 klst. (1:36-3:09) 2:23 klst. (1:40-4:02) P<0,05 Heildartími frá FSL að komu á Landspítala 2:59 klst. (2:06-30:14) 3:19 klst. (1:45-11:11) P=0,46 P<0,05 = marktækur munur á milli hópa. Uppgefnir tímar eru miðgildi. FSL: Fyrstu samskipti við lækni nýtt vinstra greinrof eða lækkun á ST-bili í hægri brjóstleiðslum'.16 Öll gögn sjúklinga með ST- hækkunar hjartadrep voru skoðuð, frá því að sjúklingur hitti lækni fyrst þangað til viðkomandi útskrifaðist af Landspítala. Útbúið var sérstakt eyðublað þar sem upplýsingar um upphaf og eðli einkenna voru skráðar. Tímasetningar sam- skipta við heilbrigðisstarfsmenn voru skráðar; hvenær viðkomandi kom á heilsugæslustöð/ heilbrigðisstofnun eða var vitjað af lækni (með möguleika á greiningu með 12-leiðslu hjartarafriti), hvaða meðferð var veitt og hvenær. Úr flugskýrslu var skráð hvenær beiðni um sjúkraflug barst, hvenær sjúkralið var komið á áætlunarstað, brottfarartími með sjúkling og lendingartími á Reykjavíkurflugvelli. Upplýsingar um meðferð utan spítala voru skráðar og einnig atvik og fylgikvillar. Upplýsingar um innritunartíma á Landspítala fengust úr sjúkra- skrá, ásamt ástandi og meðferð sjúklings. Kannað var hvort ST-hækkanir voru gengnar niður við komu á sjúkrahúsið, hvort og hvenær sjúklingur undirgekkst hjartaþræðingu með kransæðavíkkun, hvenær sjúklingur útskrifaðist og hvort fylgikvillar komu upp í legu. Tveir læknar sáu um alla upplýsingaöflun og skráningu. Úrvinnsla gagna var unnin í SPSS fyrir Windows. Viðurkenndar tölfræðiaðferðir voru notaðar; t-test til að athuga mun á samfelldum (continuous) breytum og 2 próf á mismunandi hópum (categorial). Líkindastuðull (p-gildi) <0,05 var talinn gefa til kynna marktækan mun milli hópa. Rannsóknin hefur verið tilkynnt Persónuvernd og var framkvæmd með leyfi vísindasiðanefndar og yfirlækna viðkomandi heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana. Niðurstöður 33 sjúklingar með ST-hækkunar hjartadrep voru fluttir í sjúkraflugvél á Landspítala. 17 (51,5%) voru fluttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og 16 (48,5%) utan Akureyrar (sjá mynd 1). Meðalaldur sjúklinga var 60,6 ár (dreifing 45-89 ár), karlar voru 26 (78,8%) og konur sjö (21,2%). Tæplega helmingur sjúklinga (48,5%) var með drep í undirvegg hjarta, 12 (36,5%) í framvegg, tveir (6,1%) í hliðarvegg, tveir í bakvegg og einn (3,0%) í fram- og hliðarvegg hjarta. Ekki var marktækur munur á aldri, kyni eða staðsetningu dreps eftir því hvort sjúklingar voru fluttir frá Akureyri eða öðrum stöðum á Norðursvæði. Heildarflutningstími sjúklinga með ST- *ST-lækkanir í hægri brjóstveggsleiðslum (V1-V3) með jákvæðri T-bylgju eru talin ígildi ST-hækkana í bakvegg hjarta sem sannreyna má með >lmm hækkun á ST-bili í leiðslum V7-V9. 160 LÆKNAblaðið 2010/96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.