Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 30

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 30
FRÆÐIGREIN Y F I R L I T A R hefur verið lýst fjölda tilfella, svo sem isoniazid, phenytoin, erythromycin, disulfiram, amoxicillin/ clavulansýru. Helstu lyfjaflokkar sem hafa tengst DILI eru sýklalyf og NSAID-lyf.5,6-18,20-22 DILI hefur oftast verið lýst hjá amoxicillin/ clavulansýru, erythromycin, nitrofurantoin, cloxacillin (flukloxacillin og dicloxacillin) og trimetoprim-sulfa, ásamt berklalyfjunum isoniazid og rifampicin. Hjá sjúklingum sem fóru í göngudeildareftirlit hjá meltingardeild Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg voru sýklalyf 30% orsaka fyrir DILI en díklófenac var samt það lyf sem var valdur að flestum tilfellum.5 Meðal sjúklinga með bráða lifrarbilun vegna lyfja (fyrir utan paracetamól) og lentu á lista fyrir lifrarskipti í Bandaríkjunm voru sýklalyf, NSAID- lyf, flogaveikilyf og náttúruefni algengustu orsakirnar.23 í framvirkri spænskri rannsókn voru náttúruefni einungis talin valda 2% af DILI tilfellunum14 og 5% af DILI tilfellum í áðumefndri rannsókn.5 Aftur á móti voru um það bil 11% af tilfellum með alvarlegan lifrarskaða í Katalóníu á Spáni á tilteknu árabili talið vera orsakað af náttúruefnum (og fæðubótarefnum),2412% af þeim sem lentu á lifrarskiptalistanum í Bandaríkjunum23 og 9% í nýlegri framvirkri rannsókn á DILI í sama landi.19 Lifrarskaði af völdum lyfja hefur lítið verið tilkynntur til heilbrigðisyfirvalda á íslandi.25 Af tilkynningum til Lyfjastofnunar árin 2005-2008 hafa verið 14 tilfelli þar sem lyf hafa verið talin valda lifrarskaða (tafla I). Af þessum 14 tilfellum voru fimm (36%) náttúruefni. Það er hugsanlegt að læknar hafi frekar tilkynnt aukaverkanir náttúmefna en venjulegra lyfja þótt það sé með öllu ósannað. í grein í Læknablaðinu um aukaverkanir og milliverkanir náttúruefna var Tafla 1. Lyf með lifrarskaða sem aukaverkun sem hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Islands á árabilinu 2005-2008. 2005 2006 2007 2008 tyf Atorvastatin, ximelagatran, oxýkódon, interferon-beta, Hydroxycut®(2) Isoniazid, amoxicillin/ Atorvastatin ciavulansýra, Herbalife®, íbandrónat, venofer, Green tea extract Green tea extract (Greenpharma®), capcitabine/ lapatinib Orsakasamband Oftast fremur stutt saga um töku lyfsins Oftast lagast prófin við stöðvun lyfjatöku Mikilvægt að útiloka aðrar orsakir fyrir hækkuðum lifrarprófum í völdum tilfellum æskileg vefjagreining getið um 18 tilfelli af aukaverkunum Herbalife® sem leiddu til innlagnar og þar af voru 11 tilfelli af „lifrarbólgu".26 Rannsókn þessi byggðist á spumingalistum sem sendur var út til lækna og þess getið af höfundum að ekki væri hægt að útiloka að fleiri en einn læknir hefði nefnt sama tilfellið.26 Áhættuþættir Að spá fyrir um áhættrma á DILI hjá ákveðnum sjúklingi er nánast ógjömingur. Áhættan er augljóslega mikil ef sjúklingur hefur þegar orðið fyrir DILI af einstöku lyfi og tekur sama lyf aftur. Fyrri saga um DILI eykur líkumar á DILI af öðrum lyfjum í framtíðinni.13'19 Erfðafræðilegur mismunur fólks hvað varðar umbrot lyfja í lifrinni er talinn vera mikilvægasti áhættuþátturinn fyrir DILI, en erfðafræðileg próf hafa til þessa verið lítið notuð í klínískum tilgangi. Lyf sem eru að mestu leyti brotin niður í lifrinni (extensive hepatic metabolism) valda miklu frekar lifrarskaða en þau sem hafa engin eða lítil eða frekar lítil umbrot í lifrinni.27 Hækkandi aldur virðist auka áhættuna almennt á DILI.2'19 Það er þó ekki ljóst hvort þetta endurspegli meiri notkun lyfja meðal eldra fólks. Hækkandi aldur virðist vera áhættuþáttur fyrir lifrarskaða af völdum halothan, isoniazid, nitrofurantoin og flucloxacillin.2 Sýnt hefur verið fram á það með sannfærandi hætti að hækkandi aldur er áhættuþáttur fyrir kólestatískum aukaverkunum og „hepatocellular" tegund af DILI virðist aukast í öfugu hlutfalli við aldur.28 DILI var algengari meðal kvenna í sumum rannsóknum5'6-13-18 en svipaður hjá konum og körlum í öðrum rannsóknum.12'14'28 f framvirkri rannsókn í Frakklandi var fjöldi af DILI svipaður á milli kynja fyrir 50 ára aldur en tvöfalt hærri meðal fólks 50 ára og eldri.6 Fyrir sum lyf hefur verið sýnt fram á að kvenkyn eykur líkur á DILI fyrir sum lyf, til dæmis halothan, isoniazid, nitrofurantoin, chlorpromazin og erythromycin2- 4'19 en karlar eru í meiri hættu að fá lifrarskaða af azathioprini.2 Nýleg framvirk rannsókn frá Spáni með meira en 600 tilfellum af DILI gat ekki staðfest að konur væru í meiri hættu fyrir DILI.28 Hins vegar virðast konur vera í aukinni hættu á að fá bráða lifrarbilun af völdum lyfja.7'23 Vannæring og langvarandi ofneysla alkóhóls virðist auka líkur á lifrarskaða af völdum parasetamóls.1, 19 Mikilvægi þessara þátta við tilurð ófyrirsjáanlegs DILI er hins vegar óljós. Langvarandi ofneysla alkóhóls virðist ekki auka líkur á lifrarskaða af völdum isoniazids eða annarra berklalyfja.29 í nýlegri bandarískri rannsókn var neysla áfengis 178 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.