Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 38

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 38
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI O G Y F I R L I T Mynd 1 a og 1 b. Mynd Ja sýnir lokaða gagnaugaslagæð sjúklings (tilfelli 1) með dæmigert útlitfyrir risafrumuæðabólgu. Bandvefsaukning í intima og blóðsegi íæð veldur lokun á henni. Staðbundin bólguíferð, með hnattfrumum og kleyfkimdum hvítum blóðkomum, er til staðar (Haematoxylin og eosin litun (H&E); lítil stækkun). Mynd lb erfrá sama sýni en í hærri stækkun. Örin bendir á staðþar sem heil innri þanþynna (lat. lamina elastica interna) endar og við tekur svæði þar sem átfrumur hafa hreinsað hana upp. Margkirndar risafrumur sjást gjaman og frá þeim dregur sjúkdómurinn nafn sitt. Ekki sjást risafrumur með vissu á þessari mynd (H&E; mikil stækkun). æðahimnu og (hjá sumum) lítinn hluta sjónhimnu. Önnur orsök sjónskaða er lokun á miðslagæðinni til sjónhimnunnar (e. central retinal artery occlusion, CRAO). Einnig getur tvísýni komið fyrir vegna blóðþurrðar til augnvöðva, heilatauga eða heilastofns.4 Ef risafrumuæðabólga veldur blóðþurrð til annars sjóntaugaróssins eru 25-50% líkur á að sjúkdómurinn herji á hitt augað innan tveggja vikna sé ekki gripið til meðferðar.5 Hér lýsum við tveimur sjúkratilfellum sem bæði einkennast af því að sjóntruflanir og blinda voru fyrstu einkenni sjúklinganna um risafrumuæðabólgu. Tilfelli 1 68 ára gamall áður hraustur karlmaður leitaði til slysa- og bráðadeildar Landspítalans vegna skyndilegrar blindu á vinstra auga. Daginn fyrir komu hafði hann tekið eftir móðusýn á neðri hluta sjónsviðs og hafði þá reynt að fá tíma hjá augnlækni án árangurs. Dagana á undan hafði hann haft höfuðverk yfir enni og gagnauga vinstra megin. Hann hafði einnig fengið verki við að tyggja (kjálkaöng, e. jaw claudication) og tvísýni á tímabili. Almenn skoðun var eðlileg, púls fannst yfir Tafla I. Alþjóðleg sjúkdómsgreiningarskilmerki fyrír rísafrumuæðabólgu. Sjúklingurínn þarfað uppfylla að minnsta kosti þrjú affimm neðanskráðum skilyrðum. Aldur við upphaf einkenna a50 ára Nýr höfuðverkur Óeðlileg skoðun yfir gagnaugaslagæðum (þreifieymsli eða minnkaðir púlsar) Sökk a50 mm/klst Jákvætt vefjasýni fyrir risafrumuæðabólgu báðum gagnaugaslagæðum og engin eymsli voru við þreifingu yfir æðunum. Sjón var eðlileg á hægra auga en á því vinstra gat hann ekki talið fingur, hann nam einungis mun á ljósi og myrkri. Vinstra ljósopið brást ekki við ljósi (Marcus Gunn pupil). Vinstri sjóntaugarósinn var með bjúg, óljós mörk, æðar ógreinilegar og slagæðlingar óeðlilega grannir. Hægri augnbotn var eðlilegur. Augnskoðun samræmdist blóðþurrð í sjóntaugarós. Sökk mældist 48 mm/klst og C-reactive protein (CRP) 25 mg/L. Vefjasýni frá vinstri gagnaugaslagæð sýndi risafrumuæðabólgu (myndir la og lb). Strax á slysa- og bráðadeildinni fékk sjúklingur- inn háskammta-meðferð með barksterum í æð (lg af methylprednisoloni natriumsúkkínati, Solu Medrol, Pfizer) og var barksterameðferðinni haldið áfram með prednisólón töflum (Decortin-H, Merck), 30 mg tvisvar á dag. Tveimur vikum síðar mældist sökk 5 mm/klst og var skammturinn lækkaður niður í 20 mg tvisvar á dag. Sjónin hafði ekki batnað á vinstra auga en hann var áfram með fulla sjón á hægra auga. Tilfelli 2 69 ára gömul kona með tveggja ára sögu um fjölvöðvagigt fann fyrir svima einn morgun og í kjölfarið tók hún eftir því að sjónin á vinstra auga var í móðu. Síðar sama dag leitaði hún til læknis í sínu heimahéraði. Við komu daginn eftir á göngudeild augndeildar Landspítala var hún blind á vinstra auga. Hún hafði ekki haft höfuðverki eða verki við tyggingu og ekki hafði hún fundið fyrir almennum bólgueinkennum. Hún hafði lokið barksterakúr vegna fjölvöðvagigtar tveimur mánuðum áður. 186 LÆKNAblaöiö 2010/96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.