Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 39

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 39
S J __________FRÆÐIGREINAR ÚKRATILFELLI OG YFIRLIT Mynd 2a og 2b. Augnbotnamynd, tekin við komu sjúklings (tilfelli 2), sýnir „cherry red spot" sem kemur til af blóðþurrðarbjúg í sjónhimnu allt í kringum miðgróf augans. Mynd 2b er sama mynd í meiri stækkun og sýnir rofí blóðsúlu slagæðlinganna á mörgum stöðum. Mynd 3a og 3b. Þessi augnbotnamynd (frá sjúklingi í tilfelli 2) var tekin þremur dögum síðar og sýnir folva í sjónhimnu áfram þrátt fyrir að blóðflæðið sénú órofið. Mynd 3b sýnir stækkaðan hluta úr mynd 3a. Almenn skoðun var eðlileg. Daufur púls var í gagnaugaslagæðum en engin eymsli við þreifingu. Sjón var eðlileg á hægra auga en á því vinstra gat hún ekki talið fingur. Hún nam aðeins mun á ljósi og myrkri. Vinstra Ijósopið brást ekki við ljósi. í augnbotnum sást rofin blóðsúla í slag- og bláæðum, bjúgur og fölvi allt í kringum miðgróf (e. fovea), sem var rauð ásýndum. Þetta útlit augnbotnsins er á ensku fræðimáli kallað „cherry- red spot". Augnskoðun samræmdist þannig lokun á meginslagæð til augans (myndir 2a og 2b). í héraði mældist sökk 45 mm/klst, en daginn eftir við komu á Landspítala mældist sökk 26 mm/klst og CRP 4 mg/L. Blóðhagur var eðlilegur. Þar sem ekki þótti fyllilega ljóst af hvaða orsökum æðin hafði lokast var gerð uppvinnsla bæði með tilliti til risafrumuæðabólgu og blóðsegareks (e. thromboembolism). Niðurstöður frá blóðsegareksrannsóknum voru eðlilegar (tölvusneiðmynd með skuggaefni af höfði og hálsi, hjartaómun og Holter hjartsláttar- rannsókn). Sermi var sent í prótein-rafdrátt sem sýndi merki um bólguviðbrögð en ekki merkjanleg paraprótein. Tekið var vefjasýni frá vinstri gagnaugaslagæðinni sem sýndi virka risafrumuæðabólgu. Strax við komu á dag- og göngudeild augn- lækninga fékk konan 55 mg af prednisólón með töflugjöf. Nokkrum dögum síðar útskrifaðist hún á 50 mg af prednisólón skipt niður í tvo dagskammta (kl. 08:00 og 12:00) og var þá lögð upp meðferðaráætlun um hægfara barkstera- niðurtröppun í samráði við lækni í heimahéraði. Sjónin hefur ekki batnað á vinstra auga (myndir 3a og 3b). Konan var hins vegar áfram með fulla sjón á hægra auga. Umræða Sjúklingamir í íslensku rannsókninni sem fyrr er vitnað til höfðu sögu um sjóntruflun í 14% tilfella samkvæmt sjúkraskrá en aðeins einn sjúklingur af 85 sat uppi með viðvarandi blindu á öðru auganu.2 Sjóntruflanir í tengslum við risafrumuæðabólgu eru afar mikilvægt einkenni, því tímabundið sjónsviðstap getur verið undanfari óafturkræfrar blindu. Meðal sjúklinga sem greinast með sjóntap vegna risafrumuæðabólgu hafa tveir þriðju hlutar orðið fyrir einhverjum sjóntruflunum í aðdraganda veikindanna. Þar af em þokusýn og sjónsviðstruflanir algengastar en tímabundið sjóntap kemur þar á eftir. Þetta er vegna ónógs blóðflæðis til sjóntaugar, sjónhimnu eða æðahimnu augans og kemur að meðaltali um átta LÆKNAblaðið 2010/96 187
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.