Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR______________ SJÚKRATILFELLI OG YFIRLIT sólarhringum á undan varanlegu sjóntapi.6 Helstu áhættuþættir fyrir risafrumuæðabólgu eru aldur, kvenkyn og norrænn uppruni.7 Meðalaldur íslenskra sjúklinga sem greindir hafa verið með risafrumuæðabólgu er 72 ár fyrir konur en karlar eru tveimur árum yngri eða 70 ára.2 Afar sjaldgæft er að fólk undir fimmtugu fái sjúkdóminn.8 í fyrmefndu íslensku rannsókninni kom fram að allt að helmingur (48%) sjúklinga með risafrumuæðabólgu hafði einnig einkenni um fjölvöðvagigt.2 Þetta er í samræmi við fjölmargar aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir og talið er að fjölvöðvagigt og risafrumuæðabólga séu náskyldir sjúkdómar. Einkenni fjölvöðvagigtar eru miðlægðir vöðvaverkir og morgunstirðleiki umhverfis axlir og mjaðmir. Önnur einkenni fjölvöðvagigtar eru almenn einkenni bólgu eins og lýst er í inngangi þessarar greinar.9 Varðandi rannsóknir, greiningu og meðferð á risafrumuæðabólgu er þrennt mikilvægt. í fyrsta lagi ber að geta þess að sökk er ekki alltaf hækkað hjá sjúklingum með risafrumuæðabólgu þrátt fyrir virkan sjúkdóm1011 og hjá 15% sjúklinga mælist það undir 50 mm/klst.12 Báðir okkar sjúklingar höfðu tiltölulega lág sökk og CRP gildi. f öðru lagi er greiningin ljós ef jákvætt vefjasýni liggur fyrir en þó er unnt að greina risafrumuæðabólgu án þess, samanber alþjóðleg greiningarskilmerki (tafla I).1 Þá er nauðsynlegt að þrír af fjórum eftirfarandi greiningarskilmerkjum séu til staðar: aldur yfir 50 ára; nýr höfuðverkur; sökk yfir 50 mm/klst; og afbrigðileg skoðun á gagnaugaslagæðinni (annaðhvort eymsli eða minnkaður sláttur).4 í þriðja lagi eru barksterar homsteinn meðferð- ar og þurfa sjúklingar í mörgum tilfellum að taka stera í tvö til þrjú ár.10 Því er mikilvægt að tryggja beinvemd hjá þessum sjúklingahópi.13 í þeim tilfellum þar sem grunur er um að sjóntruflanir séu vegna risafrumuæðabólgu á að hefja umsvifalaust barksterameðferð, jafnvel í þeim tilfellum þar sem ekki er unnt að framkvæma vefjasýnatöku. Ástæðan fyrir þessu er sú að finna má vefrænar breytingar á grundvelli risafmmuæðabólgu í vönduðum vefjasýnum sem tekin eru nokkmm dögum, jafnvel vikum, eftir að barksterameðferð er hafin.14'15 Varðandi eftirfylgd er seinna sjúkratilfellið athyglisvert að því leyti að sjúklingurinn hafði nýlokið tæplega tveggja ára barksterameðferð vegna fjölvöðvagigtar. Góðum meðferðarhefðum hvað varðar barksteraskammta og hægfæra skammtaminnkun hafði verið fylgt en þrátt fyrir það fær konan skyndiblindu vegna risafrumæðabólgu tveimur mánuðum eftir lok barksterameðferðar. Alþekkt er að sjúklingar á barksterameðferð, hvort sem er vegna fjölvöðvagigtar eða risafrumæðabólgu, geta fengið endurvakningu á sjúkdómseinkennum. Slíkt gerist þó aðallega fyrstu vikumar eftir sjúkdómsgreiningu eða þegar verið er að minnka ónæmisbælandi meðferð. Einnig fá einstaka sjúklingar endurvakningu á sínum sjúkdómi eftir að barksterameðferð er lokið, þá oftast tveimur eða þremur mánuðum síðar.1 Álykta má að það séu góðir klínískir starfshættir að fá sjúkling til eftirlits á þeim tímum þegar meðferð er minnkuð eða henni hætt. Þá er mikilvægt að mæla sökk og CRP ásamt því að biðja sjúklinginn að vera á varðbergi fyrir nýjum einkennum og leita þá án tafar til læknis. Einnig er vert að hafa í huga að sjúkdómurinn getur haft alvarlegar afleiðingar sem ekki gefa einkenni. Sjúklingar með risafrumæðabólgu eru í sautján sinnum aukinni áhættu á myndun slagæðagúls í brjóstholshluta ósæðar og er áhætt- an rúmlega tvöföld sé litið á þann hluta ósæðar sem er í kviðarholi.16 Því er réttlætanlegt að skima fyrir ósæðargúlum meðan á meðferð stendur, sérlega hjá þeim einstaklingum sem að auki hafa áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.17 Lokaorð Oft geta einkenni sjúklinga nánast gefið sjúkdómsgreininguna. Aðalatriði í sögutöku héma er sjónskerðing og hverskyns sjóntmflanir sem alltaf skyldi hringja bjöllum í huga lækna. Þeir sem verða fyrir sjónskerðingunni eru stundum án höfuðverks og þeir taka jafnvel ekki eftir sjónsviðsskerðingunni þar sem hún er aðeins á öðru auganu. Þannig getur hðið dágóður tími frá fyrstu sjúkdómseinkennum þar til sjúklingur leitar sér læknishjálpar. Því er nauðsynlegt að bregðast hratt við með tilliti til staðfestingar á sjúkdómsgreiningu og meðferðar.18 Ljóst er að sjónhimnan lifir ekki af nema í stutta stund án blóðflæðis og allt að helmingur sjúklinga sem fá blóðþurrð til sjóntaugaróssins eiga það á hættu að tapa sjóninni á báðum augum ef þeim er ekki tryggð rétt meðferð.5 Þessi tvö tilfelli sem hér eru til umræðu sýna að jafnvel þó að brugðist sé fljótt og rétt við einkennum sjúklings tekst ekki alltaf að endurvekja sjónina á skaðaða auganu. Mikilvægt er þó að tryggja eðlilega sjón á óskaðaða auganu en það tókst í báðum tilfellunum. Þakkir Höfundar vilja þakka Þórði Tryggvasyni, deildarlækni á meinafræðideild Landspítalans, innilega fyrir veitta aðstoð og liðleika. 188 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.