Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2010, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.03.2010, Qupperneq 43
Ú R _____UMRÆÐA O G PENNA STJÓRNARM F R É T T I R A N N A L í Ragnar Victor Gunnarsson heimilislæknir Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Hveragerði ragnarMhsu.is Stjóm LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Victor Gunnarsson Sigurður Böðvarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir [ pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sinar eigin skoðanir en ekki félagsins. Kjaramál lækna hér eftir sem hingað til Á tímamótum er öllum hollt að staldra við og líta yfir farinn veg. Því er svo háttað með undirritaðan eftir að hafa á síðastliðnum fimm árum tekið virkan þátt í kjarasamningamálum lækna. Tími þessi hefur verið eftirminnilegur og gefandi. Svo lengi lærir sem lifir og ýmislegt bætist við í reynslubankann þegar viðamikil verkefni eru fylgifiskur árum saman. Heilsugæslulæknar heyrðu lengi vel undir kjaranefnd, hvað laun og önnur starfskjör varðar, en sameinuðust sjúkrahúslæknum og embættislæknum í samningaviðræðum árið 2005 og skrifuðu í fyrsta sinn undir kjarasamning við fjármálaráðherra árið 2006. Samningaviðræður þá fóru fram í allt öðru árferði en ríkt hefur hin síðustu ár og endurspeglaðist það meðal annars í því að unnt var að fara lið fyrir lið yfir allan eldri samninginn og takast á við hin ýmsu mál, sem þar er að finna. Auðvitað tókst læknum ekki að ná fram öllum breytingum sem stefnt var að, en ýmislegt jákvætt leit dagsins ljós eins og samræming á lífeyrisiðgjöldum allra lækna í starfi hjá hinu opinbera á landsvísu. Heimilislæknar/ heilsugæslulæknar höfðu nefnilega nokkuð lengi fengið mun meira mótframlag ríkisins til lífeyrisiðgjalda en sjúkrahúslæknar, sem greiddu 5,6% sjálfir og fengu 8,4% mótframlag en það hækkaði verulega í 11,5% og eigið framlag lækkaði á sama tíma í 4%. Heildariðgjöld sjúkrahúslækna hækkuðu þar með úr 14 í 15,5%. Annað sem var talsvert samræmt var helgunin en langflestir heilsugæslulæknar höfðu fengið fulla helgun, 15%, frá árinu 2002, sem verður ekki sagt um sjúkrahúslækna. Þannig má til sanns vegar færa að heilsugæslulæknar hafi með þátttöku sinni í kjarsamningaviðræðum leitt til þess að kjör annarra lækna skánuðu umtalsvert. í kjarasamningaviðræðum árið 2008 (samninga- nefnd lækna hóf undirbúning árið 2007) var hins vegar allt annað andrúmsloft til staðar. Þá var forboði efnahagskreppu og bankahruns farinn að menga andrúmsloftið og ekki reyndist unnt að fá samninganefnd ríkisins til að taka fyrir fagleg atriði í samningnum, heldur tók við margra mánaða karp og þref aðallega um krónur og aura, sem lauk svo endanlega með undirskrift samnings 1. október, tveimur dögum eftir yfirtöku Glitnis. Segja má að hurð hafi skollið nærri hælum og sem betur fer tókst að landa samningi á elleftu stundu. Mörgum fannst niðurstaðan viðunandi enda um hærri prósentuhækkun að ræða en hjá ýmsum öðrum launþegasamtökum á því herrans ári. Eftir stendur hins vegar að taka þarf fyrir mörg hagsmunamál lækna í samningaviðræðum framtíðar. Ljóst er að ríkisvaldið verður ekki sveigjanlegt í viðræðum næstu ára. En öll él birtir upp um síðir og koma mun að því að unnt verður að sækjast eftir breytingum til hins betra. Nefna má sem eilíft umfjöllunarefni fjórða hluta kjarasamnings, það er vinnutíma (skilgreining vakta, vaktskylda, álagsmat, einföldun á útreikn- ingi yfirvinnu og margt fleira). Ýmislegt á auk þess eftir að fá á hreint varðandi hvíldartíma og frítökurétt, kjör eldri lækna, hlutfall grunnlauna og vaktlauna og svo framvegis. Listinn er langur. Eitt er mér persónulega kært að læknar varðveiti í sínum kjarasamningi. Það er sá hluti sem snýr að endurmenntun. Þessi réttindi hafa verið sumum viðsemjendum okkar þymir í augum og hefur því verið reynt að „kaupa" námsdaga gegn prósentuhækkun. Það er að segja að læknar samþykki fækkun daganna 15, sem þeim stendur til boða í endurmenntun á ári, gegn lavmahækkun. Ég hef ávallt hafnað þessum hugmyndum og tel þær óæskilegar. Allir vita hve hreyfanleg vísindin eru og gerð er krafa um að læknar séu ætíð vel upplýstir um nýjungar og framfarir í meðferðarúrræðum. Faglega er þessi hluti samningsins ábyrgur og allra hagur að læknar sæki vandaðar ráðstefnur. Læknum standa 15 almanaksdagar til boða sem gerir að verkum að menn geta sótt tvær ráðstefnur á ári, eins geta læknar farið í þrjár styttri ferðir ef þeim sýnist svo. Þá er, svo dæmi sé tekið, unnt að sækja um dagpeninga í fimm almanaksdaga í senn, til dæmis virku dagana, en ekki helgina á eftir. Um helgar eru læknar auðvitað á launum hjá sínum atvinnurekanda þó að þeir séu erlendis í endurmenntun. Með þessu móti kemur stundum fyrir að menn séu þrjár vikur á viðkomandi ári erlendis í endurmenntunarferðum. Hafa ber í huga að læknar eru ekki aðeins á grunnlaunum á meðan, heldur eiga þeir að halda fullum launum í námsferðum, þar með talið vaktgreiðslum. Samvinna fulltrúa lækna í samninganefndinni á þessum árum hefur verið með miklum ágætum. Formenn hafa verið Sigurður E. Sigurðsson, svæfingalæknir á FSA og Gunnar Ármannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍ, og er óhætt að segja að þeir hafi dregið vagninn með sóma. Við kyndlinum hefur tekið Sveinn Kjartansson, barnalæknir á Landspítala, og er það ánægjuefni fyrir lækna. Sveinn hefur mikla reynslu af samningamálum og treysti ég honum afar vel í hið erfiða verkefni sem bíður framtíðar. LÆKNAblaðið 2010/96 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.