Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 45
UMRÆÐA 0 G FR ÉTTI R L Æ K N I R Á HAITI rz „E/valið stendur á milli þess að fara ígönguferð eða niður í kjallara og spila á hljóðfæri þá vel ég alltaf hljóðfæriðsegir Hlynur Þorsteinsson læknir og tónlistarmaður. „Aðstæður þama reyndust mjög erfiðar því gilið er svo djúpt að útilokað var að síga niður til konunnar og þar að auki sér maður ekki ofan í botninn ofan frá brúninni. Það varð því úr að ég og stýrimaðurinn ösluðum inn allt gilið og skiptumst á að bera 15 kílóa lækningatækjatöskuna. Við höfðum haft þá fyrirhyggju að klæðast gúmmí- göllunum sem við notum við sjóbjörgun og það kom sér vel því við þurftum að vaða Botnsána margsinnis á leiðinni inn gilið og stundum var það býsna djúpt, upp í háls þar sem dýpst var inn við fossinn. Aðstæður þarna eru þannig að stuttu áður en maður kemur inn að aðalfossinum kemur maður að öðrum fossi sem er miklu lægri reyndar, aðeins nokkrir metrar, en það var talsvert puð að klifra þar upp. Þyrlan varð síðan að hverfa af vettvangi þegar fór að dimma því þetta var áður en við fengum nætursjónaukana en þá var reyndar kominn til okkar fjöldi björgunarsveitarmanna. Við gerðum síðan að sárum stúlkunnar eftir föngum og bjuggum um hana á börum og svo hófst ferðin til baka út gilið. Stúlkan bar sig mjög vel og var einstaklega dugleg og jákvæð. Þetta situr í minningunni því kringumstæður voru svo sérstakar; það var komið niðamyrkur og tugir björgunarmanna með ljós á hausnum að bera stúlkuna eftir gilinu, koma henni niður litla fossinn og síðan yfir ána hvað eftir annað þar til komið var í sjúkrabílinn. f allt tók þessi aðgerð nokkra klukkutíma enda gilið langt og seinfarið." Þegar þetta er tekið saman; rallí, þyrlusveit og rústabjörgunarsveit, virðist einboðið að álykta að Hlynur Þorsteinsson sé aksjónmaður með afbrigðum. Hann segir það fjarri öllum sanni. „Nei, ég er það í rauninni ekki. Ég hef mikla ánægju af þessu öllu saman og þetta er sannarlega krydd í lífið en ég er ekki mikill útivistarmaður; ég geng ekki á fjöll eða fer í langar gönguferðir um hálendið, með tjald og svefnpoka á bakinu. Eiginlega veit ég fátt leiðinlegra en að fara í gönguferðir og ef valið stendur á milli þess að fara í gönguferð eða niður í kjallara og spila á hljóðfæri þá vel ég alltaf hljóðfærið." Áður ókönnuð leið Tónlistaráhugi Hlyns nær langt aftur en hann hefur gefið út fjölda geisladiska, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Nöfnin sem hann og félagar hafa valið sér eru skringileg og má nefna Pósthúsið í Tuva, Sigurbogann og Dúska. Þau eru hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar skiptin sem LÆKNAblaðið 2010/96 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.