Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2010, Side 51

Læknablaðið - 15.03.2010, Side 51
UMRÆÐA 0 G TÓBAKSFRAM F R É T T I R L E I Ð S L A tóbaksfyrirtækin eru í markaðssetningu." Hér má skjóta inn tilvitnun í tímamótaskýrslu sérfræðinganefndar alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar WHO frá árinu 2000 sem orðaði þetta svo: „Þessi rannsókn staðfestir að notkun tóbaks er ólík öllu öðru sem ógnar heilsu heimsbyggðarinnar. Smitandi sjúkdómar ráða ekki í þjónustu sína alþjóðleg almannatengslafyrirtæki. Það eru engir þrýstihópar sem mæla með útbreiðslu kóleru. Moskítóflugur eiga sér enga talsmenn. Sannanirnar sem hér eru lagðar fram benda til þess að tóbak sé algerlega einstakt fyrirbæri og baráttan gegn því á heimsvísu mun ekki eingöngu snúast um að skilja fíkn og lækna sjúkdótna, heldur, og það er alveg jafn mikilvægt, að sigrast á harðsnúnum og valdamiklum iðnaði." (World Health Organization Tobacco company strategies to undermine tobacco control activities at the World Health Organization: report of the committee of experts on tobacco industry documents: July 2000. www.who.int/tobacco/media/ en/who_inquiry.pdf.) Það þótti einnig sérlega ósvífið af lögfræð- ingum tóbaksfyrirtækjanna að óska eftir því að tekið yrði tillit til framlags fyrirtækjanna til heilbrigðiskostnaðar með því að ekkert benti til þess að reykingafólk kostaði heilbrigðiskerfið meira en þeir sem ekki reyktu. Þessi málatilbúnað- ur gekk undir nafninu „Death credit argument" og byggði rök sín á því að reykingafólk kosti heilbrigðiskerfið minna vegna þess að það deyi fyrr en þeir sem reykja ekki. Dómarinn hafnaði þessum rökum og sagði þau hroðaleg og ósiðleg. Einn af verjendum tóbaksfyrirtækjanna tók þessu ekki þegjandi og lét hafa eftir sér við réttarhöldin: „Það er engin spurning að sígarettureykingafólk kostar heilbrigðisþjónustuna ekki meira en þeir sem ekki reykja. Nettókostnaðurinn er tninni, en okkur leyfist ekki að leggja fratn sannanir þess efnis, vegna þess að þá erutn við að færa okkur í nyt þá staðreynd að vara okkar drepurfólk." „í mínum huga eru stjórnendur tóbaks- fyrirtækjanna verri en eiturlyfjabarónar Suður- Ameríku, þar sem þeir síðamefndu viðurkenna að þeir eru glæpamenn og haga sér sem slíkir; hinir fyrmefndu telja sig löghlýðna borgara sem standi í viðurkenndum viðskiptum. Það er staðreynd að varan þeirra, tóbakið, drepur 60% af viðskiptavinum þeirra. Þetta vita þeir og beina því spjótum sínum markvisst að ungu fólki á aldrinum 14-24 ára, því þannig tryggja þeir sér viðskiptavini í 20 ár hið minnsta," segir Hurt og bætir því við að tóbaksframleiðendur eigi sér enga líka þegar kemur að blekkingum og svikum varðandi heilsuspillandi áhrif tóbaksreykinga. Fíklar á sem skemmstum tíma Hurt segir að tóbaksfyrirtækin hafi beint rannsóknum sínum markvisst að því að gera upptöku nikótíns úr sígarettureyk sem hraðasta og þar með auka fíknáhrifin til muna. „Þetta snýst á mannamáli um að gera einstaklinginn háðan nikótíni á sem stystum tíma. Þetta er gert með því að hafa sem hæst hlutfall nikótíns í reyknum í lausu formi (freebase) og tóbaksframleiðendur urðu fyrstir til að finna aðferðina til þess ama en seinna náðu eiturlyfjasalar tökum á þessu í kókaínframleiðslu sinni. Þetta var fyrst gert í Marlboro-sígarettum en aðrir tóbaks- framleiðendur fylgdu í kjölfarið." I fyrirlestri sínum á Læknadögum rakti Hurt með beinum tilvitnunum í skjöl tóbaks- framleiðenda hvernig rannsóknir þeirra gengu út á að auka nikótínmagn í tóbaksreyk og með því að bæta alls kyns aukaefnasamböndum í tóbakið, eins og ammóníaki, hafi þeim tekist ætlunarverk sitt ágætlega. Hafa má í huga að allt er þetta til staðar ennþá svo „gæðin" eru þau sömu í dag og áður. Hann segir að á Vesturlöndum hafi verulegur árangur náðst í baráttunni gegn tóbaki en þó sé lokamarkmiðið ennþá langt undan, að banna alfarið sölu á tóbaki. „Á meðan verja tóbaksfyrirtækin óhemju fjármunum í að halda tóbaki að almenningi með öllum tiltækum ráðum og beina einnig áherslunni að samfélögum í öðrum heimshlutum þar sem reglugerðir og lagasetningar eru ekki eins skýr. Markaðssetning tóbaks í löndum eins og Indónesíu er allt að því glæpsamleg en þar hafa tóbaksfyrirtækin nánast frjálsar hendur. Reykingar eru vaxandi vandamál í nær öllum heimshlutum öðrum en Vesturlöndum. Það er því langur vegur frá því að vinna sigur í stríðinu gegn tóbaksframleiðendum, Minnesota-réttarhöldin voru mikilvægur áfangi í þeirri baráttu en hvergi nærri sigur." Fyrir áhugasama er bent á greinina Open Doorway to Truth: Legacy of the Minnesota Tobacco Trial eftir Richard D. Hurt, MD, Jon O. Ebbert, MD, Monique E. Muggli, MPH, Nikki J. Lockhart, JD, og Channing R. Robertson, PhD sem birtist í maí 2009 í Mayo Clinic Proceedings. www. ncbi.nlm.nih.gov/pmc/ articles/PMC2676127/ LÆKNAblaðið 2010/96 199

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.