Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2010, Side 53

Læknablaðið - 15.03.2010, Side 53
U M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R A K R A N E S Þórir Bergmundsson, Bjöm Gunnarsson og Rún Halldórsdóttir. var sambærilegur á við það sem best gerist. Hvað fæðingaþjónustuna varðar er mjög mikil áhersla lögð á fyrirvaralausan aðgang að skurðþjónustu. Lægra þjónustustig er ekki ásættanlegt og ekki við hæfi að bjóða konum minna öryggi en best þekkist hér á landi. Sjúkraflutningur til kvennadeildar Landspítala tekur að minnsta kosti eina klukkustund frá ákvörðun um inngrip að komu á spítalann og sá tími er einfaldlega of langur. Fæðingar með aðstoð ljósmæðra eingöngu munu að líkindum verða færri en annars. Talið er að á kragasjúkrahúsunum svokölluðu verði áfram hægt að sinna svokölluðum lágáhættu fæðingum. Engin fæðing er hins vegar örugg fyrr en henni hefur lokið farsællega og vegna undantekninganna er ekki hægt að taka neina áhættu. Hér á Akranesi tókum við læknar mjög óstinnt upp ummæli Bjöms Zoéga forstjóra Landspítalans í Læknablaðinu í janúar er hann sagði: „...þrátt fyrir fæðingardeildir og skurðstofur með sólarhringsvakt allt í kringum Reykjavík þá dettur engum annað í hug en senda sjúklinginn hingað ef eitthvað bjátar á. Þessar sólarhringsvaktir veita falskt öryggi og var reyndar aldrei ætlað neitt öryggishlutverk heldur var þetta launauppbót til starfsmanna í formi stöðugra bakvakta.” Þessum ummælum Björns Zoéga mótmæltu læknar á Akranesi kröftuglega með birtingu greinar í Læknablaðinu, Morgunblaðinu og Skessuhorni og sögðu þeir fjórir læknar, Björn Gunnarsson, Edward Kiernan, Fritz H. Berndsen, Rún Halldórsdóttir og Sigríður Þ. Valtýsdóttir, er rituðu undir greinina að það væri „...ekki stórmannlegt að gera lítið úr vinnu annarra. Við trúum því að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk um allt land vinni jafnvel fyrir kaupinu sínu og starfsfólk Landspítala." „Staðreynd er að hlutfallslega fleiri sjúkdóms- tilvikum er sinnt hér en annars staðar í kraganum áður en til þess kemur að vísa sjúklingum til Landspítala. Það sýna meðal annars staðtölur frá slysa- og bráðasviði," segir Þórir. Eftirsótt fæðingadeild „Við viljum að sjálfsögðu eiga gott samstarf við Landspítala og í flestum tilfellum er það mjög gott," segir Rún Halldórsdóttir svæfingalæknir. „Manni finnst skynsamlegra að hugsa þessa starfsemi sem eina heild í stað þess að sé stríð á milli sjúkrahúsa, því hér er góð stofnun með góða aðstöðu." Þau segja ástæðulaust að rekja einstök mál eða svara yfirlýsingum einstakra yfirmanna deilda. Stundum verði þó ekki annað lesið úr þeim orðum en að helst vildu þeir sömu menn hvergi hafa sérfræðilæknisþjónustu nema á Landspítala. „Það gleymist stundum að hér eru starfandi sérfræðingar með nákvæmlega sömu menntun, kunnáttu og þjálfun og sérfræðingar Landspítala," segir Bjöm Gunnarsson svæfingalæknir. „Við eigum mjög góða samvinnu við ákveðnar deildir og svið spítalans og kunnum mjög vel að meta það. Samvinna við rannsóknasviðið er mjög góð. Rannsóknagögn okkar á sviði blóðrannsókna og myndgreiningar eru vistuð á LÆKNAblaðið 2010/96 201

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.