Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 4
139
Rafn Benediktsson
Greining, meðferð og
eftirlit háþrýstings
í nýjum breskum leiðbeiningum
um greiningu og meðferð há-
þrýstings er mælt með því að allir
sem greinast með háþrýsting á
stofu læknis fái það staðfest með
ferliþrýstingsmælingu. Helstu
rökin eru þau að aukin nákvæmni
í greiningu minnkar lyfjakostnað.
141
Tómas Guðbjartsson
Rekjanleiki ígræða
í skurðlækningum
Sjúkratryggingar taka sjaldan þátt
í kostnaði við brjóstastækkanir og
skráning á notkun brjóstafyllinga
hefur verið á ábyrgð lýtalækna.
Það er óviðunandi að mínu mati.
Hin síðari ár hefur verið lögð
æ meiri áhersla á skráningu
fylgikvilla í skurðiækningum og
tengingu þeirra við ígræði.
136 LÆKNAblaðið 2012/98
FRÆÐIGREINAR
143
Ina K. Ögmundsdóttir, Egill Rafn Sigurgeirsson, Sigurður V. Guðjónsson,
Emil L. Sigurðsson
Notkun sólarhringsblóðþrýstingsmælinga í heilsu-
gæslu
Misræmi er í mælingum á blóðþrýstingi þareð hann mælist oft hár við skoð-
un hjá lækni en lægri þegar hann er mældur heima, svokallaður hvítsloppa-
háþrýstingur. Til þess að fá betri upplýsingar um blóðþrýsting hafa leiðir eins
og sjálfsmælingar heima fyrir og sólarhringsblóðþrýstingsmælingar verið
þróaðar.
149
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Steinn Steingrímsson, Tómas Guðbjartsson
Sárasogsmeðferð á íslandi - notkun og árangur
Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy) byggist á undirþrýst-
ingi í sárbeði með umbúðum og sárasugu. Þessu var fyrst lýst árið 1997
og hefur náð mikilli útbreiðslu, meðal annars hér á landi. Vessa er þrýst úr
sárinu og tog á frumum í sárbeðnum örvar vaxtarþætti til nýmyndunar æða
og frumuskiptingu í sárinu sem fiýtir fyrir því að sárið grær.
155
Ivar Snorrason, Þröstur Björgvinsson
Greining og meðferð hárplokkunar- og
húðkroppunaráráttu
Þessar áráttur eru hvorki vel þekkt vandamál né mikið rannsökuð. Miðað
við þær rannsóknir sem liggja fyrir má mæla með atferlismeðferð sem fyrsta
kosti í meðferð. Því miður eru afar fáir aðilar sem kunna að beita meðferðinni
en hún er tiltölulega einföld í framkvæmd, sérstaklega fyrir þá sem þekkja
atferlissálfræði.
165
Arndís Auður Sigmarsdóttir, Anna Gunnarsdóttir
Tilfelli mánaðarins: Nýburi með uppköst
Eðlileg meðganga og fæðing, þyngd 3440 gr, barnabik skilaði sér og hægðir
voru eðlilegar. Við 5 daga skoðun nefndu foreldrarnir kröftug skærgræn upp-
köst og leti við brjóstagjöf og nýburinn hafði lést um 300 gr, 9% af líkams-
þyngd, ekki bráðveikindalegur, kviður mjúkur, ekki þaninn og garnahljóð
lágvær.
Hver er sjúkdómsgreiningin?
j