Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 13
RANNSÓKN
Offita Sykursýki Kransjeðasjúkdómur HeilablóófaD Híþrýstingur
Mynd 1. Fjöldi einstaklinga meö ákveðnar sjúkdómsgreiningar.
Niðurstöður sólarhringsblóðþrýstingsmælinga leiddu til þess
að 14% fengu óbreytta meðferð, 19% voru settir á lyfjameðferð
vegna háþrýstings, 16% voru ekki settir á neina meðferð, í 6% til-
vika var meðferð minnkuð og í 13% var hún aukin, 6% var ráðlögð
meðferð án lyfja.
Tafla III sýnir til hvaða aðgerða var gripið eftir að niðurstöður
sólarhringsblóðþrýstingsmælinga lágu fyrir, flokkað eftir tilefni
rannsóknarinnar, það er hvort rannsóknin var gerð til að greina
háþrýsting eða hvort um eftirlit var að ræða.
Sjúkdómsgreiningar voru kannaðar sérstaklega og fjöldi ein-
staklinga með ákveðnar sjúkdómsgreiningar er sýndur á mynd 1.
Af rannsóknarhópnum voru 29 (14%) sem reyktu.
Alls voru 112 einstaklingar með sjúkdómsgreininguna há-
þrýstingur og af þeim voru 14 (13%) sem höfðu blóðþrýstings-
gildi á stofu undir 140/90 mmHg. Meðal þeirra sem fóru í sólar-
hringsblóðþrýstingsmælingu til að greina hvort þeir væru með
háþrýsting voru 12 (13%) með blóðþrýstingsgildi á stofu undir
140/90 mmHg.
Ein af þeim breytum sem sólarhringsmæling gefur fyrir hvern
einstakling er hlutfall mælinga sem eru yfir fyrirfram ákveðnum
mörkum og er það nefnt blóðþrýstingsálag (blood pressure load)}0
Að degi til er miðað við fjölda mælinga yfir 140 mmHg í slagbils-
þrýstingi og 90 mmHg í hlébilsþrýstingi. Samsvarandi viðmið
að nóttu eru yfir 120 og 80 mmHg. Af niðurstöðum mælinga að
degi til voru 39% yfir 140 mmHg í slagbilsþrýstingi og 26% yfir 90
mmHg í hlébilsþrýstingi. Af næturmælingum voru 57% mælinga
yfir viðmiðum í slagbilsþrýstingi og 32% yfir í hlébilsþrýstingi.
Tafla III. Afleiðingarsólarhringsblóðþrýstingsmælinga flokkaðareftirtilefni rann-
sóknarinnar, fjöldi (%).
Til greiningar Til eftirlits með háþrýstingi
Óþekkt 22 (24) 27 (24)
Óbreytt meðferð 4(4) 25 (22)
Meðferð hafin 30 (33) 9(8)
Engin meðferð 25 (27) 7(6)
Meðferð minnkuð 0(0) 13(12)
Meðferð aukin 0(0) 26 (23)
Meðferð án lyfja 8(9) 4(3)
Vill ekki lyfjameðferð 1 0) 0(0)
Frekari rannsóknir 2(2) 2(2)
Hiþrýttlnfslyf BlóóHtul«kkandl lyf lyf vlð (ykurtýki HjarUmagnyl
Mynd 2. Lyfjanotkun meöalþátttakenda.
Lyfjanotkun þátttakenda var könnuð og reyndust 27% ekki
taka nein lyf að staðaldri en um helmingur var á háþrýstings-
lyfjum, sjá mynd 2.
Umræða
Niðurstöður rannsóknar okkar sýna að á þessum þremur heilsu-
gæslustöðvum eru framkvæmdar um 100 sólarhringsblóðþrýst-
ingsmælingar á ári. Aldursdreifing er nokkuð víð og nær yfir 70
ár og rannsóknin framkvæmd jöfnum höndum til greiningar og
eftirlits með háþrýstingssjúklingum.
Mikilvægi háþrýstings sem áhættuþáttar fyrir hjarta- og æða-
sjúkdómum er vel þekkt og er alheimsvandamál.11 Ábendingar
fyrir notkun sólarhringsmælinga eru meðal annars grunur um
hvítsloppa-háþrýsting, léleg svörun við meðferð og einkenni
um blóðþrýstingsfall.5'12 Þrátt fyrir að alþjóðlegar leiðbeiningar
leggi áherslu á að stofumælingar séu það viðmið sem nota eigi
við greiningu og meðferð háþrýstingssjúklinga er viðurkennt að
sólarhringsblóðþrýstingsmælingar gefi gagnlegar upplýsingar
umfram stofumælingu.5-12-13 Ennfremur hefur verið sýnt fram á
að notkun sólarhringsblóðþrýstingsmælinga í heilsugæslu bæti
marktækt meðferð háþrýstingssjúklinga.14 Blóðþrýstingsmæling
sem framkvæmd er á stofu gefur ekki alltaf alveg rétta mynd af
blóðþrýstingi viðkomandi og oft er misræmi milli niðurstöðu
mælinga á stofu og mælinga sem gerðar eru heima. Ennfremur
fást margar mælingar bæði yfir dag og nótt með sólarhringsmæl-
ingu.15 Viðmiðunargildi sem teljast eðlileg/óeðlileg eru lægri við
sólarhringsblóðþrýstingsmælingu en við stofumælingu. Þannig
er miðað við að við sólarhringsmælingu eigi blóðþrýstingur að
meðaltali að vera <130/80 yfir sólarhringinn, að degi <135/85
en að nóttu <120/70 mmHg.16 Blóðþrýstingur er jafnan hærri í
vöku þegar viðkomandi er virkur, en lækkar í hvíld og svefni en
hækkar aftur undir morgun þegar viðkomandi fer að losa svefn.17
Að meðaltali er blóðþrýstingur að nóttu til um 10-20% lægri en að
degi til, bæði slagbils- og hlébilsþrýstingur. Hjá sjúklingum með
háþrýsting eru gildin hærri en þeir sýna sama munstur.18 Hjá sum-
um lækkaði blóðþrýstingur ekki yfir nóttina og eru þeir kallaðir
ekki-dýfarar. í okkar rannsókn voru 41% flokkaðir sem dýfarar. í
norskri rannsókn þar sem 59 heimilislæknar og þrír hjartalæknar
skoðuðu notkun sólarhringsmælinga hjá 1162 einstaklingum var
þetta hlutfall heldur hærra, eða 54%.19 í stórri spænskri rannsókn
á gagnsemi sólarhringsmælinga meðal 12.897 sjúklinga með há-
LÆKNAblaðið 2012/98 145