Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2012, Page 19

Læknablaðið - 15.03.2012, Page 19
RANNSÓKN Mynd 1. Staðsetning sára hjá sjúklingum sem fengu sárasogsmeðferð á íslandi árið 2008,fjöldi meðferða (%). Mynd: Ittgibjörg Guðmundsdóttir. | o Dagar í töflu I er sýnd skipting milli sérgreina, bæði eftir fjölda sjúk- linga en einnig fjölda sárasogsmeðferða. Einnig er tiltekin tíma- lengd meðferðar. Flestar meðferðir voru veittar á æðaskurðadeild, eða 23 meðferðir, og 17 á brjóstholsskurðdeild þar sem meðferðar- dagar voru fæstir, en hver meðferð tók að meðaltali 14 daga. Abendingar fyrir sárasogsmeðferð voru aðallega þrenns konar. Algengust var örvun gróanda í 27 (42%) tilvikum, meðferð sýktra sára í 26 meðferðum (40%) og í 12 (19%) tilvikum til að halda holrúmum opnum, til dæmis eftir stórar kviðar- eða brjósthols- aðgerðir. I töflu II má sjá nánari útlistun á tegundum sára sem meðhöndluð voru, en sýkt skurðsár voru algengust (28%) og var helmingur þeirra í sýktum bringubeinsskurði, næst komu lang- vinn fótasár (20%) og síðan þrýstingssár (14%). A mynd 1 sést staðsetning sára sem meðhöndluð voru með sárasogsmeðferð. Flest sáranna voru staðsett á neðri útlimum (26%) og aðeins færri á brjóstkassa (25%). í öllum tilvikum nema einu var notast við svampumbúðir (98%). Oftast var notast við sárasugu frá KCI®, eða í 47 tilvika (72%), og veggsog án sérhæfðs sárasogstækis í 13 tilvikum (20%). Tafla IV. Samanburður á árangri sárasogsmeðferðar eftir gróanda sára. Gefinn er upp fjöldi (%),en meðaltal aldurs og likamsþyngdarstuðuls. Þættir Fullurgróandi (n=40) Ófullkominn gróandi (n=19) p-gildi Meðalaldur (ár) 58 68 0,04 Karlkyn 24 (60) 13(68) 0, 58 Llkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28 27 0,59 Saga um reykingar 8(20) 3(16) 0,71 Útæðasjúkdómur 17(43) 13(68) 0,10 Sykursýki 10(25) 11 (58) 0,02 Mænuskaði 5(13) 2(11) t Bláæðasjúkdómar 3(8) 4(21) t Sterameðferð 2(5) 0 t Geislameðferð 2(5) 1(5) t t = einstaklingar of fáir fyrir tölfræðilegan samanburð Sjúklingar gátu haft fleiri en einn undirliggjandi sjúkdóm, en í 16 tilvikum vantaði upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma eða þeir ekki skráðir. Hjá 10 sjúklingum var ekki hægt að reikna út líkamsþyngdarstuðul þar sem upplýsingar um hæð eða þyngd vantaði. Hjá fjórum sjúklingum vantaði upplýsingar um reykingasögu. Mynd 2. Kaplnn-Meier lifunnrkúrfa scm sýnir heildarlifun sjúklinga sem fengu sárasogsmeðferð. Við útreikninga voru teknir með þeir 6 sjúklingar sem létust á með- ferðartíma. Sárasuga frá KCI® og veggsog voru notuð samhliða í fjórum til- vikum (6%). Tæki frá öðrum framleiðenda var notað í einni með- ferð. Ekki reyndist vera marktækur munur á árangri meðferða eftir því hvaða umbúðir eða tæki voru notuð. Að meðaltali tók sárasogsmeðferð 25 daga (bil 1-203 dagar) og voru 54% sjúkling- anna skemur en 15 daga í meðferð. Oftast var skipt um umbúðir annan til þriðja hvern dag, eða í 80% meðferða, daglega hjá 6% og sjaldnar en þriðja hvern dag í 9% tilvika. Upplýsingar um fjölda sáraskiptinga vantaði í þremur meðferðum (5%). Af 59 meðferðum greru 40 sár að fullu, eða í 68% tilvika, en gró- andi reyndist ófullkominn í hinum 19 meðferðunum (32%). í töflu III má sjá árangur sárasogsmeðferðar eftir því hvaða ábendingar voru fyrir meðferðinni. Alls greru 69% sýktra sára, 59% sára þegar verið var að örva gróanda og öll sár þar sem sárasogsmeðferð var notuð til að halda holrýmum opnum. Munur á milli þessara hópa var þó ekki marktækur (p=0,15). í töflu IV er samanburður á sjúk- lingum sem höfðu sár sem greru með sárasogsmeðferð og þeirra þar sem gróandi var ófullnægjandi. Gróandi var sambærilegur fyrir bæði kyn en sjúklingar með fullkominn gróanda voru 10 árum yngri að meðaltali (p=0,04) og voru marktækt sjaldnar með sykursýki, eða í 25% tilfella borið saman við 58% (p=0,02). Ekki reyndist munur á milli hópa hvað varðar líkamsþyngdarstuðul, sögu um reykingar né útæðasjúkdóma. Sjúklingar með mænu- skaða, bláæðasjúkdóma eða sem fengið höfðu stera eða geisla- meðferð reyndust of fáir til að hægt væri að leggja mat á árangur meðferðar. Fylgikvillar sem raktir voru til sárasogsmeðferðar voru skráðir í 19 meðferðum og voru verkir algengastir, eða í 12% tilfella. Næst á eftir komu húðvandamál (11%) en blæðing greindist í einni meðferð og aðrir fylgikvillar í þremur meðferðum. Ekki reyndist fylgni milli árangurs sárasogsmeðferðar og tíðni fylgikvilla. Sex sjúklingar létust meðan á sárasogsmeðferð stóð, allir vegna undirliggjandi sjúkdóma, oftast fjölkerfabilunar eða blæðinga, en enginn vegna fylgikvilla meðferðarinnar. Af 50 sjúklingum sem útskrifuðust höfðu 6 til viðbótar látist þann 1. nóvember 2009. Á LÆKNAblaðið 2012/98 151

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.