Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2012, Side 27

Læknablaðið - 15.03.2012, Side 27
Y F I R L I T Tafla V. Niðurstöður samanburðarrannsókna á atferlismeðferð (habit reversal, HR) fyrir hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu. Rannsóknarsnið Meðferð/þátttakendur Mat Niðurstaða Hárplokkunarárátta Azrin52 Samanburðarrannsókn 34 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort tvo HR-meðferðartíma eða tvo meðferðartíma af ofþjálfun (massed negative practice). Sjálfsmat Tíðni hárplokks lækkaði 90% í HR-hópnum, en 50% í ofþjálfunarhópnum. Ninan32 Samanburðarrannsókn 16 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 9 vikulega meðferðartíma (HR + hugræn meðferð), 9 vikna klómipramin-meðferð eða fengu 9 vikna lyfleysumeðferð. Hálfstaðlað viðtal HR + hugræn meðferð gerði marktækt meira gagn en klómipramin og lyfleysa. van Minnan27 Samanburðarrannsókn 40 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 6 HR-meðferðartíma aðra hverja viku, 12 vikna flúoxetinmeðferð eða voru 12 vikur á biðlista. Sjálfsmatskvarði HR gerði marktækt meira gagn (64% fengu verulegan bata) en flúoxetín (9% fengu verulegan bata) og biðlisti (20% fengu verulegan bata). Woods5' Samanburðarrannsókn 25 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 10 vikulega hópmeðferðartíma af HR + ACT eða voru 10 vikur á biðlista. Sjálfsmatskvarði HR + ACT gerði marktækt meira gagn en að vera á biðlista. Diefenbach53 Samanburðarrannsókn 24 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 8 vikulega HR-hópmeðferðatima eða 8 vikulega meðferðartíma sem samanstóðu af fræðslu og félagslegum stuðningi. Sjálfsmatskvarði og hálfstaðlað viðtal. HR gerði marktækt meira gagn en fræðsla/félagslegur stuðningur. Húðkroppunarárátta Teng55 Samanburðarrannsókn 19 húðkroppunarsjúklingar fengu annaðhvort þrjá HR-meðferðartíma eða voru fjórar vikur á biðlista. Sjálfsmatskvarði og óháð mat á myndum af áverkum á húð. HR gerði marktækt meira gagn en að vera á biðlista. Schuck56 Samanburðarrannsókn 34 húðkroppunarsjúklingar fengu annaðhvort HR + hugræna meðferð (fjórir meðferðartímar) eða voru 5 vikur á biðlista. Sjálfsmatskvarðar og óháð mat á myndum af áverkum á húð. HR gerði marktækt meira gagn en að vera á biðlista. sókn sem gerð hefur verið hingað til leiddi ekki í ljós neinn mun á lyfleysu (n=22) og cítalópram (n=23) þegar litið var til alvarleika húðkroppunaráráttu eftir fjögurra vikna meðferð.42 Einnig er lítið vitað um langtímaáhrif þessara lyfja í meðferð við húðkroppunar- áráttu. Þegar á heildina er litið benda rannsóknir til þess að líklegt sé að SSRI-lyf geri takmarkað gagn við húðkroppunaráráttu. Önnur lyfvið luíðkroppunnráráttu Grant, Odlaug og Kim greindu frá því að 16 af 24 (66,7%) húð- kroppunarsjúklingum sem gengust undir 12 vikna lamótrigín- meðferð (meðaldagskammtur = 200 mg) töldust hafa náð miklum eða mjög miklum bata eftir meðferð.43 Tvíblind samanburðarrann- sókn eftir sömu höfunda leiddi í ljós að lyfið gerði ekki marktækt meira gagn en lyfleysa þar sem 43,8% í lamótrigínhóp og 31,3% í lyfleysuhóp töldust hafa náð markverðum bata.44 Hins vegar kom í ljós að þátttakendur sem stóðu sig illa á taugasálfræðiprófi sem mælir sveigjanleika í hugsun (set shifting task) svöruðu meðferð- inni. Þannig er hugsanlegt að sumir húðkroppunarsjúklingar hafi gagn af lamótrigínmeðferð. Ymis önnur lyf hafa verið reynd gegn húðkroppunaráráttu en engar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á þeim. Hér má nefna N-acetylcystín,45 ólanzapín, pimozíd, doxepín, naltrexón og inosítól í bland við cítalópram.46 Sálfræðimeðferð Margs konar sálfræðimeðferð hefur verið beitt gegn hárplokk- unar- og húðkroppunaráráttu. Má til dæmis nefna dáleiðslu, sálgreiningu, hugræna meðferð og atferlismeðferð ýmiss konar. Aðeins ein tegund sálfræðimeðferðar hefur verið athuguð í samanburðarrannsóknum. Það er atferlismeðferð sem kallast á ensku habit reversal (HR). Þetta er einföld en árangursrík meðferð sem samanstendur af þremur meginþáttum.47 Fyrst er skjólstæð- ingi kennt að átta sig á því þegar hann er að fara að plokka eða kroppa (awareness training). Því næst er hann þjálfaður í tiltekinni hreyfingu eða athæfi í staðinn fyrir að kroppa/plokka (competing response training), til dæmis að kreppa hnefann eða kreista bolta í hvert skipti sem hann finnur fyrir löngun til að plokka hár. Þriðji þátturinn er stuðningur frá einhverjum nákomnum (social support). Þá er til dæmis foreldri kennt að hrósa barni ef það gerir hreyfinguna sem það á að gera í staðinn fyrir að plokka/kroppa. Venjulega er áreitisstjórnun (stimulus control) notuð samhliða HR en hún snýst um að útrýma eða stjórna áreitum í umhverfinu sem kalla fram hegðunina.48 Þá er til dæmis skjólstæðingi sem venju- lega kroppar húðina þegar hann er að skoða sig í spegli ráðlagt að breiða yfir spegla í íbúðinni. Loks ber að nefna að í ljósi rannsókna sem sýna að margir sjúklingar kroppa eða plokka til þess að takast á við neikvæðar tilfinningar hafa menn í auknum mæli blandað við HR sálfræðimeðferð sem beinist að neikvæðum tilfinningum. Hér má nefna hugræna meðferð (cognitive therapy)32, díalektíska at- ferlismeðferð (dialectical behavior therapy)49 og meðferð sem kallast á ensku acceptance and commitment therapy (ACT).50-51 Árangur HR við hárplokkunaráráttu Fimm rannsóknir hafa verið gerðar þar sem sálfræðimeðferð sem felur í sér HR (fjöldi í meðferðarhóp á bilinu 5-19) var borin saman við biðlista eða samanburðarmeðferð (svokallaða ofþjálfun (tnas- sed negative practice), fræðslu/félagslegan stuðning, klómipramín eða SSRI-lyf), sjá töflu V.27 3151-53 í tveimur þessara rannsókna var HR veitt með annarri meðferð, annars vegar hugrænni meðferð32 og hins vegar ACT.51 í öllum þessum 5 rannsóknum kom í ljós LÆKNAblaðið 2012/98 159

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.