Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2012, Side 39

Læknablaðið - 15.03.2012, Side 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Ástæðan fyrir því að Jens notaði þá nánast einn var einfaldlega sú að hann flutti þá inn fyrir sína lækningastarfsemi og hafði orðið sér úti um umboðið mörgum árum fyrr. Vegna þess að margt hefur verið sagt um innflutning hans á púðunum finnst mér mikilvægt að það komi fram að á þeim tíma sem Jens byrjar að starfa hérlendis sem lýta- og fegrunarlæknir var ekki mikið um svona aðgerðir og lítið um innflutning á púðum. Þetta var álitið gott fyrirtæki og í mörg ár voru þetta einna mest notuðu brjóstapúðar í Evrópu og jafnvel á heimsvísu. Það voru fleiri lýtalæknar sem fluttu inn púða frá öðrum framleiðendum á sama hátt til eigin nota en langflestir keyptu þá í gegnum sjálf- stæða innflytjendur á lækningavörum. Það má eflaust segja að í dag sé það óheppilegt að læknirinn sé einnig innflytjandinn en þetta á sér réttmætar skýringar í ljósi sögunnar." Landlæknisembættið hefur óskað eftir upplýsingum frá öllum lýtalæknum á landinu um brjóstapúðaaðgerðir á þeirra vegum en Læknafélag íslands vísaði þeirri beiðni til úrskurðar Persónuverndar. Er tekist á um hvort landlæknisembættið hafi leyfi til að persónugreina upplýsingarnar og hvort læknarnir séu með því að brjóta trúnað gagnvart sjúklingum sínum. Ur- skurðar Persónuverndar er að vænta nú í mars. „Með þessu erum við ekki standa upp í hárinu á landlækni heldur viljum við hafa það algjörlega á hreinu að við séum ekki að brjóta trúnað við sjúklinga okkar. Við skráum allar okkar aðgerðir og þessar upplýsingar eru til en þær verða ekki afhentar nema það sé alveg skýrt að við höfum leyfi til þess. Mér skilst að Jens hafi skrá yfir allar konur sem fengið hafa PIP- púðana hjá honum. Þetta snýst ekki um að upplýsingarnar séu ekki ti 1, heldur hvort við höfum leyfi til að láta þær frá okkur. Eftir að þetta mál kom upp hefur fjöldi kvenna haft samband við okkur lýtalækna og lagt blátt bann við að upplýsingar um aðgerðir fari frá okkur. Fegrunaraðgerðir eru nánast alltaf einkamál hvers og eins og trúnaður milli læknis og sjúklings er undirstaða okkar starfs. Það er því eins gott að hafa það á hreinu hvort okkur er lagalega heimilt að veita þessar upp- lýsingar eða ekki." Tveir lýtalæknar skiluðu strax umbeðn- um upplýsingum til landlæknis en Ottó segir það hafa verið þeirra ákvörðun og endurspegli á engan hátt að þeirra stofu- rekstur sé annars konar en hinna. „Land- læknisembættið hefur á undanförnum árum óskað eftir alls kyns upplýsingum sem okkur finnst flestum ekki réttmætt að biðja um." Dylgjur og aðdróttanir Viðbrögð fjölmiðla, almennings og stjórn- valda hér á landi hafa að sögn Ottós verið persónulegri og óvægnari en í flestum „Eftir aðþetta mál kom upp hefurfjöldi kvemta haft samband við okkur lýlaiækna og lagt blátt batm við að upplýsingar um aðgerðir fari frá okkur. Fegrunaraðgerð- ir eru nánast alltaf einkamál hvers og eins og trúnaður milli læknis og sjúklings er undirstaða okkar starfs," segir Ottó Guðjónsson formaður Félags lýtalækna. nágrannalanda okkar. „Ég veit til þess að í Danmörku hefur lítil umræða verið um þetta og alls ekki á þeim nótum að við læknana sé að sakast. í Svíþjóð gáfu heil- brigðisyfirvöld út einfalda tilkynningu þar sem þeim konum sem fengið höfðu PlP-púða var ráðlagt að láta skoða sig og skipta um púða ef grunur væri um leka. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt um að eftirlitskerfið hafi brugðist og lítið sé að marka CE-gæðavottorðin. Hið sama á við um Frakkland þó þar sé málið vitaskuld einnig meðhöndlað sem glæpa- mál. I Argentínu eru 40.000 konur með PlP-púða og þar ætla heilbrigðisyfirvöld að láta fjarlægja púðana konunum að kostnaðarlausu. Hvergi hefur læknunum verið legið á hálsi fyrir að hafa notað þessa púða enda engin leið fyrir þá að vita að þeir væru gallaðir. Hér hefur þetta nánast snúist upp í ofsóknir á hendur einum virtasta og reyndasta lýtalækni okkar. Mér finnst fjöl- miðlaumfjöllunin hafa keyrt algjörlega um þverbak og einkennst af dylgjum og rógburði mestan partinn og gert Jens Kristjánsson að sökudólgi í þessu máli þar sem hann var alveg jafn grandalaus um þetta og allir aðrir, bæði hérlendis og erlendis. Þar hefur jafnvel forstjóri Landspítala lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að segja að lýtalæknar vilji heldur starfa í gullnámunni úti í bæ. Hvað kemur það eiginlega málinu við? Umræðan hefur varpað rýrð á störf allra lýtalækna, full- komlega að ósekju og satt að segja mjög ófaglegt að læknir og forstjóri Landspítala skuli hafa þessi orð um kollega sína. Það er nú einu sinni svo að samtímis því sem mikil eftirspurn er eftir fegrunaraðgerðum tekur ríkið engan þátt í kostnaði sjúklinga af þeim og slíkar aðgerðir eru ekki fram- kvæmdar inni á spítölunum. Það má hins vegar segja að allir njóti góðs af þessu því kunnátta okkar í fegrunarlækningum kemur spítalanum til góða þegar um ræðir lýtalækningar eftir slys eða bruna," segir Ottó Guðjónsson formaður Félags ís- lenskra lýtalækna að lokum. LÆKNAblaðið 2012/98 171

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.