Læknablaðið - 15.03.2012, Page 40
S T R E I T A
Geðlæknarnir Högni Óskarsson og Ólafur Þór Ævarsson stýrðu málþingi á
Læknadögum í janúar þar sem fjallað var um kulnun í starfi og streitueinkenni
frá ýmsum hliðum. Báðir hafa þeir í sínum störfum öðlast margháttaða reynslu
af hinum ýmsu birtingarmyndum kulnunar og streitu í starfi og sinnt ráðgjöf
og forvörnum í þessum efnum fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir.
Rannsóknir á
streitu eru vaxandi svið
„Mín reynsla er að það séu hörkuduglegir og vel gefnir einstaklingar sem hlífa sér ekki og hlusta ekki á varnarmerki
líkama eða sálar þegar álagið er orðið of mikið, sem verða fórnarlömb streitu," segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir.
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Ólafur Þór Ævarsson hefur um 10 ára
skeið rekið fyrirtækið Forvarnir og segir
það hafa verið lærdómsríkt fyrir sig að
finna út hvernig best væri að nálgast þetta
viðfangsefni og komast í samband við þá
sem þyrftu á fræðslunni að halda.
„Þegar ég hóf þennan rekstur hafði ég
unnið mjög lengi á geðdeildum sjúkrahúsa
hér heima og áður í Svíþjóð að endur-
hæfingu geðsjúkra. Ég hafði mikinn áhuga
á forvörnum og velti talsvert vöngum yfir
því hvernig best væri að koma fræðslunni
á framfæri. Ég auglýsti fyrirlestra um
þunglyndi og kvíða. Það kom enginn og
þetta virtist ekki vekja neinn áhuga. Eða
kannski vakti þetta ótta. Ég breytti því
yfirskriftinni og nefndi þetta fyrirlestra
um streitu. Og þá kom fólkið. í kjölfarið
fannst mér mikilvægt að hafa jákvæðan
hljóm í þessu og gaf þessu nafnið Streitu-
skólinn. Þá fór þetta að ganga og hefur
þróast þannig að mörg fyrirtæki hafa
óskað eftir fræðslu sem hluta af því sem
kallast sálfélagsleg vinnuvernd. Ég upp-
götvaði að undir þessum formerkjum gat
ég talað mjög opinskátt um geðsjúkdóma,
um kvíða, þunglyndi og samskiptaerfið-
leika, auk streitu, og fólk tók mjög vel við
fræðslunni undir merkjum Streituskólans.
Til þessa dags hef ég komið í um 200 fyrir-
tæki og frætt um 6000 manns og þróað
kennsluaðferðir í Streituskólanum áfram.
Ég tengi saman fyrirlestra, fræðsluefni í
bæklingum og rafbókum og einstaklings-
ráðgjöf og handleiðslu. Hugsun mín er
fyrst og fremst sú að fólk geti nýtt sér
þessa sérhæfðu forvarnafræðslu sem for-
vörn til að verjast neikvæðri streitu og
heilsuspillandi áhrifum hennar og leiti
sér hjálpar ef það hefur þörf fyrir það.
Framfarirnar í geðlækningum hafa verið
svo miklar á undanförnum áratugum að
það er full ástæða til að leita sér hjálpar ef
eitthvað bjátar á."
Ólafur segir að áhugi á streitu hafi auk-
ist mjög á síðari árum innan heilbrigðis-
vísinda. í byrjun hafi ýmsir furðað sig
á því hvað læknir væri að fást við þetta.
„Þegar ég fór að kynna mér rannsóknir á
þessu sviði opnuðust augu mín fyrir því
hvað þetta er merkilegt og vaxandi svið
innan læknisfræðinnar og að læknar eiga
fullt erindi inn í þessa grein."
Ný hugsun að ryðja sér til rúms
Þetta snertir lækna í öllum sérgreinum.
Streita hefur bæði líkamleg og andleg
áhrif og innan læknisfræðinnar eru
vísindamenn sífellt að gera sér betur grein
fyrir hversu mikil tengsl eru á milli and-
legrar og líkamlegrar líðanar. Það er nú
úrelt að tala um sál og líkama sem að-
skilin fyrirbæri. Maður sér þetta í þeim
rannsóknum sem gerðar eru á streitu í
dag að ný hugsun er að ryðja sér til rúms.
Aukin þekking á tengslum andlegra og
líkamlegra þátta eru að breyta hugmynd-
um okkar innan læknisfræðinnar og ég
vil hvetja alla lækna til að kynna sér þær
rannsóknir á streitu sem verið er að birta
víða í heiminum í dag. í erfðafræðinni eru
til dæmis að koma fram nýjar kenningar
um hinar svokölluðu utangenaerfðir sem
skýra hvernig hegðunarmynstur erfast
milli ættliða þó engar breytingar sé að sjá
í erfðaefninu sjálfu. Þetta snertir streitu-
rannsóknir og er mjög áhugavert."
Streita, segir Ólafur Þór, hefur áhrif á
flesta þá sjúkdóma sem i dag kallast einu
nafni menningar- eða lífsstílssjúkdómar.
„Þar má nefna hjartasjúkdóma af ýmsum
toga og heilablóðfall, meltingartruflanir,
magasár, mígreni og einnig vefjagigt og
síþreytu. Af andlegum einkennum má
172 LÆKNAblaðið 2012/98