Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 41
STARFSKULNUN
„Viðgöngum á tímann sem ætlaður er til samveru meðfjölskyldu og til hvíldar, en það er einmitt tíminn sem við
þurfum til að hlaða batteríin að nýju," segir Högni Óskarsson geðlæknir.
Starfskulnun er ekki
vandamál einstaklingsins
nefna þunglyndi, kvíða og einbeitingar-
skort samfara minnisleysi, en streitan
getur einnig espað upp alvarlegri geð-
sjúkdóma sem annars hefðu legið í dvala.
Breytingar á skapi eru einnig algengar,
pirringur og ýmiss konar samskiptaörð-
ugleikar, bæði á vinnustað og í einkalífi."
Fyrirbærið sjálft segir Ólafur Þór
að sé ekki beinlínis neikvætt frá nátt-
úrunnar hendi. „Streita er í grunninn
eðlilegt fyrirbæri og er viðbragð tauga- og
hormónakerfa líkamans við yfirvofandi
hættu og álagi. Eðli málsins samkvæmt
er streita því frá náttúrunnar hendi mjög
tímabundið viðbragð við álagi og hættu.
En þegar hún verður hins vegar að viðvar-
andi ástandi er hún neikvæð og einnig ef
hún er of snögg og djúpstæð í formi áfalla-
streitu. Annað sem hefur á seinni árum
ýtt undir rannsóknir á streitu er hinn
mikli kostnaður sem hlýst af henni. Meiri
veikindaforföll, aukin starfsmannavelta,
hærri slysatíðni og minnkað vinnuframlag
hefur veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja."
Duglegir og vel gefnir einstaklingar
Hvað læknastéttina varðar segir Ólafur
að það sé mjög mikilvægt að hver og einn
sé meðvitaður um orsakir og einkenni
streitu. „Læknar eru yfirleitt undir miklu
álagi og bera ríka ábyrgð og til þeirra
eru gerðar kröfur. Störf þeirra eru flókin,
tímapressan er stíf og miklar kröfur eru
gerðar til þeirra um þekkingu. Þar við
bætist að það einkennir lækna sem stétt
að þeir eru yfirleitt mjög kröfuharðir á
sjálfa sig, ofurnákvæmir og hlífa sér ekki.
Gamla kenningin var sú að þeir sem yrðu
helst streitu að bráð væru veikgeðja og
viðkvæmir einstaklingar sem ekki réðu
við álag. Mín reynsla er að í rauninni
sé þessu öfugt farið, því það eru frekar
hörkuduglegir og vel gefnir einstaklingar
sem hlífa sér ekki og hlusta ekki á varnar-
merki líkama eða sálar þegar álagið er
orðið of mikið, sem verða fórnarlömb
streitu. Sá kostnaður sem hlýst af kulnun í
starfi með tilheyrandi truflun á starfsgetu
eða jafnvel óvinnufærni hjá lækni sem
tekið hefur áratugi að mennta og þjálfa, er
mjög mikill fyrir einstaka vinnustaði og
samfélagið allt."
„Þeir sem gera miklar kröfur til sín í
starfi, hafa mikinn metnað og eru haldn-
ir fullkomnunaráráttu er frekast hætt við
kulnun í starfi," segir Högni Óskarsson
geðlæknir. Högni hefur sinnt ráðgjöf
og stjórnendaþjálfun undir merkjum
Humus ehf. við ýmis fyrirtæki og stofn-
anir undanfarin ár.
Högni segir að samkvæmt hollenskum
rannsóknum á ýmsu starfstéttum megi
að meðaltali greina starfskulnun hjá 2-4%
starfsmanna. Hann rifjar upp könnun sem
gerð var meðal bandarískra skurðlækna
sem leiddi í ljós að kulnunareinkenni
voru greinanleg hjá allt að 40% þeirra.
„Við fyrstu sýn kemur þetta kannski á
óvart því bandarískir skurðlæknar eru
jaxlar sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna,
þeir eru gríðarlega hæfir og hafa komist
í gegnum ótal síur á ferli sínum. Það
mætti því ætla að þeir væru sæmilega
fullnægðir í sínu starfi. En þegar farið
var að rýna í þessar sláandi niðurstöður
kemur ýmislegt athyglisvert í ljós sem við
getum dregið lærdóm af, sérstaklega núna
í skugga hruns og yfirstandandi kreppu.
Þjálfun lækna snýst um að gera þá hæfa
til að sinna læknisverkum af ýmsu tagi,
eins og skurðaðgerðum, rannsóknum,
viðtölum og greiningum. Þegar læknar
hefja störf er þetta það sem á hug þeirra
allan og metnaður þeirra stendur til. Hið
daglega starf læknisins snýst síðan að
miklu leyti um aðra hluti. Hann verður æ
uppteknari af alls kyns verkefnum sem
í rauninni má skilgreina sem aukaatriði
eða bakgrunnshljóð við hið eiginlega
læknisstarf. Þetta eru skýrslur sem þarf
að skrifa, meðferðarlýsingar, áætlanir,
vottorð, beiðnir, útskriftir og í Banda-
ríkjunum þurfa læknar að skila mjög ítar-
legum skýrslum til tryggingafélaga sem
allur rekstur sjúkrahúss eða stofu byggir
á. Við þetta bætast svo hin tímafreku
rafrænu samskiptakerfi nútímans, sími og
tölvupóstur sem eltir fólk hvert sem það
fer. Bandarísku skurðlæknarnir kvörtuðu
sáran yfir því að öll þessi umsýsla með
pappír og tölvur tæki sífellt meiri tíma og
æ minni tími færi í það sem þeir kynnu
best og vildu helst gera. Einn læknir
lýsti þessu mjög vel þegar hann sagði að
tíminn á skurðstofunni væri eins og að
komast í búddíska hugleiðslu; geta einbeitt
sér að einu verkefni og gleymt öllu öðru á
meðan. Skilaboð þessarar sögu eru að lík-
urnar á starfskulnun aukast stórum þegar
LÆKNAblaðið 2012/98 173