Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 46

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 46
UMFJOLLUN O G GREINAR Sterk tengsl á milli rakaskemmda og öndunarfærasjúkdóma ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Ég hef einungis gert faraldsfræðilegar rannsóknir um þetta efni og stærsta rann- sóknin sem ég tók þátt í var gerð árið 2003 og niðurstöðurnar birtar 2006 í tímaritinu Thorax. í þeirri rannsókn var senc’-.'.r spurningalisti til slembiúrtaks og svöruðu 16.190 manns á Islandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Eistlandi," segir María I. Gunnbjörnsdóttir lungna- og ofnæmislæknir sem flutti erindi á málþingi um myglu í mannabústöðum á Læknadögum í janúar. „Spurningarnar beindust að sýni- legum rakaskemmdum eins og ójöfnum í gólfefnum, sýnilegri myglu sem og sögu um leka í húsnæðinu. Við spurðum einnig um öndunarfæraeinkenni. Það voru greinileg tengsl á milli öndunarfæraein- kenna og þess að búa í rakaskemmdu „Rannsóknir á íslandi hafa sýnt að um 1% fullorðinna og 0,5% barna hafa ofnæmi fyrir myglu," segir Michael Clausen sem flutti erindi um myglu og öndunarfæraein- kenni hjá börnum á Læknadögum 2012. „Sennilega fær einungis helmingur þeirra einkenni af því að komast í návígi við myglu. Raki og mygla í híbýlum eru klárlega tengd við öndunarfæraeinkenni eins og einkenni frá nefi og lungum, þar með talið asma. Islenskar og erlendar rannsóknir hafa staðfest þetta. Aðrir telja sig fá almenn einkenni af myglu- sveppum sem eru til staðar á heimili eða vinnustað þeirra en skiptar skoðanir eru um meinmyndandi þátt myglunnar í þeim einkennum. Erfiðlega hefur gengið að tengja þessi almennu einkenni beint við mygluna. Það er nokkuð víst að raki í híbýlum er heilsuspillandi. Raki í húsnæði á Islandi er algengur enda veðurfar vot- viðrasamt. I tveimur íslenskum rannsókn- um þar sem þetta var kannað var hægt að sjá rakaskemmdir í annarri rannsókninni í 178 LÆKNAblaðið 2012/98 húsnæði. Þeir sem bjuggu í rakaskemmdu húsnæði voru 30-50% oftar með einkenni frá öndunarfærum. Okkar niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna sem skoða sama samband á sambærilegan hátt. Við vitum ekki af hverju þetta stafar. Við sjáum fyrrgreint samband en hvað það er í þessu samspili nákvæmlega sem veldur auknum einkennum frá öndunar- færum er ekki vitað. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) gaf út mjög ítarlega skýrslu um þetta efni árið 2009 en í henni er farið er í gegnum allar hugsanlega orsakir fyrrgreindra tengsla. Niðurstaðan er sú sama, í þeirri skýrslu sem og í öðrum stórum samantektum um efnið síðastliðin 10-15 ár. Það er sem sagt ekki hægt að setja fingurinn á tiltekin efni í myglu eða 23% híbýlanna og sýnileg mygla í 6,6% og í hinni rannsókninni rakaskemmdir í 5% híbýla og sýnileg mygla til staðar í 1,8% tilfella. Á síðustu árum hafa rannsóknir manna beinst að áhrifum raka á losun efna úr nútímabyggingarefnum og heilsu- spillandi áhrifum þeirra. Hugsanlega koma þær rannsóknir til með að varpa einhverju ljósi á þetta vandamál." myglutegund, ekki á tiltekna bakteríu eða efni frá þeim, en í sumum tilfellum geta svokölluð lífræn rokgjörn efni (MVOC) verið hækkuð en yfirleitt eru þessi gild lág, jafnvel í rakaskemmdu húsnæði. Ekki er heldur hægt að mæla neitt í eða hjá fólkinu sjálfu þrátt fyrir að sambandið á milli raka og öndunarfæraeinkenna sé svona greinilegt faraldsfræðilega séð. Það er þó ekki hægt að fullyrða að um orsaka- samband sé að ræða." Hósti og hvæsiöndun í skýrslu WHO sem María vísar til er lögð áhersla á að raki í húsnæði sé forsenda þess að sveppir, mygla og bakteríur geti þrifist. Lagt er til að hugað sé sérstaklega að rakastýringu húsnæðis og loftræstingu, því raki myndast bæði af náttúrulegum orsökum og af mannavöldum. Þess ber þó að geta að rakastig innandyra á íslandi er heldur lægra ef eitthvað er, samanborið við nágrannalönd okkar. Við kyndum heimili okkar almennt vel og opnum glugga og það endurspeglast í rakastigi innanhúss en kemur þó ekki í veg fyrir leka eða rakaskemmdir. Val á byggingarefnum og byggingar- gæði eru mikilvægir þættir. Viðvarandi raki vegna lélegs frágangs getur sett í gang lífræna ferla sem geta stuðlað að niður- broti á byggingarefnum og ýtt undir raka- skemmdir með myglu og bakteríumyndun. „Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af heilsu sinni þó einn og einn rakablettur sjáist á baðherberginu eða smá mygla í glugga. Það getur átt sér mjög stað- og tímabundnar orsakir. En ef hálfur veggur er þakinn myglu eða viðvarandi myglulykt er í húsnæðinu, er ástæða til að athuga vandlega orsakirnar. En við vitum hrein- lega ekki hvar mörkin liggja. Það eru engin opinber heilbrigðismörk til um hvað má vaxa af myglu eða bakteríum innan- dyra þannig að mælingar á sveppa- eða bakteríumagni hjálpa lítið. Auðvitað geta aðstæður verið þannig að enginn er í vafa um að tiltekið húsnæði er óíbúðarhæft eða ónothæft sem vinnustaður. En það er ekki „Raki í híbýlum er heilsuspillandi" - segir Michael Clausen barna- og ofnæmislæknir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.