Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR Samtengingar á milli grunna Aðgangur að lyfjagagnagrunni EL Nýi lyfjagagnagrunnurinn er rauntimagrunnur, læknar munu geta skoðað óafgreidda Með tengingu Heklukerfisins við liina ýmsu upplýsingagrunna segir Ingi Steinar að iyfseðla í lyfseðlagáttinni, séð stöðu á fjölnola lyfseðium og alla afgreidda lyfseðia. gamall draumur um heilbrigðisnet muni rætast. sundur. Þetta er ein af ástæðum þess að ég mæli ekki með því að sameina grunnanna meira en orðið er. Ég vil samtengja þá sem er allt annað en sameining. Þegar skoðað er hvernig heilbrigðiskerfi landsins hefur þróast blasir við að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þurfa að vera í sambandi við Landspítala og öfugt. Vissulega er þörf fyrir tengingar á milli Norður- og Austur- lands eða Suðurlands og Vesturlands svo dæmi séu tekin en hún er miklu minni en hitt. Mest flæði sjúklinga út fyrir heil- brigðisumdæmi er beint á Landspítala og það er einfaldlega mjög sjaldgæft að sjúklingur sem er of veikur til að vera á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum sé sendur á Selfoss. Hann er sendur beint á Land- spítala." Ingi Steinar segir að nú sé stefnan sem sagt sú að tengja rafrænar sjúkraskrár á landsvísu saman þannig að þeir sem sinna sjúklingum hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum þegar á þarf að halda. Þetta er gert með kerfi sem nefnist Hekla og er eins konar rafræn samskiptagátt þar sem allar sjúkrastofnanir landsins geta átt sam- skipti sín á milli á öruggan hátt. „Þetta kerfi hefur verið notað með góðum árangri síðustu árin sem burðarlag fyrir rafræna lyfseðla og ýmsar aðrar gagnasendingar í heilbrigðiskerfinu en Heklan er nú í eigu Embættis landlæknis." Með þessu segist Ingi Steinar loksins vera farinn að sjá að gamall draumur manna um heilbrigðisnet sé að fara að rætast. Rafræn sjúkraskrá á landsvísu Embætti landlæknis tók við þróun raf- rænnar sjúkraskrár í mars 2012 og vinnur samkvæmt þeirri stefnu velferðarráðu- neytisins að hverjum einstaklingi fylgi ein sjúkraskrá frá vöggu til grafar, og að sjúkraskrá sé heildstæð og samtengd fyrir allt landið. Ingi Steinar segir að tvær leiðir sé hægt að fara varðandi rafræna sjúkraskrá. „Annars vegar er hægt að taka upp alger- lega nýtt kerfi, en hins vegar að byggja á kerfum sem til eru. Fyrri leiðin kallar á útboð fyrir allt landið, kostnaður er talinn vera á bilinu 6-12 milljarðar króna og það tekur 5-7 ár að koma slíku kerfi í gagnið og 2-3 ár frá því að ákvörðun er tekin til fyrstu innleiðingar. Þetta er risastórt verk- efni, og bæði kostnaðar- og áhættusamt. Síðari leiðin er að byggja á þeim kerfum sem til eru, og vinna að sam- tengdri sjúkraskrá í smærri skrefum og þá er kostnaðurinn er 0,6-1,2 milljarðar til að komast á ásættanlegan stað. Embætti landlæknis vinnur núna eftir þessari leið og hún nýtist í að minnsta kosti þrjú ár þó farið verði í útboð á nýju kerfi. Út- boðsleiðin verður samt sem áður áfram til frekari skoðunar og umræðu. I þeirri leið sem nú er unnið eftir erum við að tala um að púsla betur saman því sem til er og bæta við eftir þörfum. Til viðbótar við áðurnefndar sameiningar grunna og sam- tengingar á milli þeirra er lausnamengið miðlægir landsgrunnar og rafrænar send- ingar upplýsinga á milli aðila í gegnum Heklu. Dæmi um miðlæga landsgrunna eru bólusetningarskrá, sem rekin hefur verið miðlæg í nokkur ár, og lyfjagagna- grunnur þar sem rafrænn aðgangur er nú að komast í gagnið fyrir lækna." Með samtengingum í gegnum Heklu er hægt að sækja upplýsingar á milli gagna- grunna, svo sem um persónuupplýsingar, ofnæmi, virk lyf, greiningar, meðferð, mælingar, komur og innlagnir, og textasýn fyrir komur og innlagnir eða önnur skrán- Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavik | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is congress RE YKJ AVÍK 90 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.