Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2013, Side 33

Læknablaðið - 15.02.2013, Side 33
f heimsendingar UWI ALLT LAND þar sá ég að hún hafði komið ótal sinnum á bráðadeild og farið í hverja aðgerðina á fætur annarri vegna bráðra kvið- verkja en aldrei hafði neitt fundist. Eg tók einnig eftir því að konan hafði ekki komið í 5 ár svo ég spurði hana hvort hún hefði flutt burt hvers vegna hún hefði ekki komið svo lengi vegna kviðverkjanna. Hún svaraði því til að hún hefði loksins komist að því að orsökin var sifjaspellin sem hún hafði orðið fyrir í æsku og þegar hún fékk viðeigandi meðferð á öðrum vettvangi leystist þetta vandamál. Þetta opnaði augu mín fyrir því hversu alvarlegt þetta getur verið." Fæðingarhræðsla og kynbundið ofbeldi Þóra segir að konum sem gengið hafa í gegnum erfiða fæðingarreynslu bjóðist að koma í viðtal á sérstakri móttöku (Ljáðu mér eyra á kvennadeild Landspítala) og þær koma helst þegar önnur fæðing er framundan. „Það er reynsla okkar og á sambærilegum stöðum í nágrannalöndunum að nær helmingur þeirra kvenna sem lýsa erfiðri fæðingarreynslu hafa samkvæmt okkar mati gengið í gegnum eðlilega fæðingu og án vandkvæða. Upp- lifunin er allt önnur en mat okkar læknanna og ljósmæðr- anna. Þessar konur eru mjög hræddar við að fæða aftur og eru mjög líklegar til að hafa verið hræddar við fyrstu fæðinguna líka og fara því með neikvæðu hugarfari inn í fyrstu fæðinguna. Það er einnig mjög vel staðfest að tengsl eru á milli fæðingarhræðslu og kynbundins ofbeldis sem konan hefur orðið fyrir. Sumum konum finnst lausnin vera að barnið fæðist með keisaraskurði en það er oftast slæmur valkostur í þessari stöðu, þar sem heilsufars- legar afleiðingar keisara eru mun verri (að minnsta kosti líkamlegar) en eftir eðlilega fæðingu, tii dæmis er meiri hætta á krónískum kviðverkjum. Eftir því sem keisara- skurðir verða fleiri hjá sömu konu margfaldast þessar líkur á fylgikvillum. En keisaraskurður er ekki alltaf og skilyrðislaust verri kostur en fæðing um leggöng, þegar fæðingarhræðslan er bugandi. Stundum eigum við ekki annars úrkosta, en slíkt val þarf að undirbúa vel." Þóra segir að tíminn sem sé til umráða til að vinna úr svona flóknum málum með konum sem ganga með barn og óttast fæðinguna vera ansi nauman. „Við höfum 6 mán- uði frá því konan kemur fyrst í skoðun og þar til hún á að fæða. En því fyrr sem hægt er að taka á vandanum, því betra auðvitað og við höfum ýmis úrræði til að aðstoða konur í þessum aðstæðum en við verðum að gera okkur grein fyrir því að það tekur meira en nokkra mánuði að vinna úr vanda sem á sér kannski áratugalanga forsögu." Lyfjaskömmtun Enn hagkvæmari kostur2013 í nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja á árinu 2013 verður lyfjaskömmtun Lyfjavers enn hagkvæmari kostur og þar njóta viðskipta- vinir bestu kjara. Fylgist vel með á Lyfjaver.is LYFJAVER APOTEK + LYFJASKOMMTUN SUÐURLANDSBRAUT 22 + SÍMI 533 6100 + LYFJAVER.IS LÆKNAblaðið 2013/99 93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.