Læknablaðið - 15.02.2013, Síða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR
við önnur viðfangsefni fær verkurinn ekki
jafn mikla athygli og áður. Þetta byggir
á hliðskenningunni (Gate Control Theory)
sem felst í því að skilja hvernig heilinn
skynjar verkinn og hvernig við getum haft
áhrif á það. Markmiðið er að geta notið
lífsins þrátt fyrir verkina. Það er mjög
streituvaldandi að vera í stöðugri afneitun
gagnvart þeim og verst er að gefast upp
fyrir þeim og láta þá stjórna lífi manns.
Einfalt dæmi um þetta er að hugsa sér
einstakling sem liggur heima hjá sér uppi
í rúmi og getur því einbeitt sér 100% að
verkjunum. Ef hann fer út að ganga með
vini sínum dreifist athyglin, þriðjungur
hennar fer í að gæta þess að hrasa ekki,
einn þriðji athyglinnar snýst um samtal við
vininn og þá fær verkurinn aðeins þann
þriðjung sem útaf stendur. Við biðjum
sjúklingana að halda skrá yfir virkni sína,
hversu mikla ánægju þeir höfðu af því
sem þeir aðhöfðust og hversu mikla verki
þeir upplifðu á meðan. Þetta er í rauninni
kynning á atferlisþætti meðferðarinnar,
hversu mikil áhrif atferli okkar hefur á
líðanina. Síðan tökum við hugræna þáttinn
inn í myndina þar sem við sýnum hvernig
afstaða okkar til verkjanna mótar líðan
okkar."
Að taka jákvæða afstöðu til aðstæðna
„I þriðja tíma biðjum við fólk að skrá
hugsanir sínar þegar það lendir í ýmiss
konar aðstæðum. Hvaða afstöðu tekur þú
til þeirra aðstæðna sem þú lendir í? í fjórða
tíma höldum við áfram með þetta og hvetj-
um sjúklingana til að endurmeta afstöðu
sína, túlka aðstæður á annan hátt, lesa
annað úr hegðun sinni og annarra. Oftast
er þetta spurning um að breyta neikvæðri
afstöðu í uppbyggilega afstöðu og átta sig
á því hvernig afstaða okkar til hlutanna
hefur áhrif á það hvernig okkur líður. Við
spyrjum því hvort afstaðan sé gagnleg eða
niðurbrjótandi. I fimmta tímanum köfum
við enn dýpra, skoðum þau gildi sem fólk
hefur tekið með sér út í lífið úr uppeldinu
og lífshlaupi sínu almennt. Það er til
dæmis algengt á Islandi að fólk skilgreini
„Hugrætt atferlismeðferð viðþrálátum
verkjum er að skila mjög góðum árangri,"
segir Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur á
Reykjalundi.
sig útfrá vinnu og vinnuframlagi. Margir
sem hafa orðið að hætta að vinna eða
draga úr vinnu, eiga erfitt með að endur-
meta stöðuna á jákvæðan hátt ef gildis-
matið liggur þarna. Það er reyndar bæði
flókið og einstaklingsbundið að vinna
með undirliggjandi kjarnaviðhorf eða gildi
og ekki svigrúm til að fylgja þessu eftir
í svona stuttri meðferð, svo við stígum
varlega til jarðar þarna. í síðasta tímanum
er síðan upprifjun á efninu og lögð áhersla
á bakslagsvarnir með því að greina helstu
hættumerki sem geta komið upp í framtíð-
inni. Hvaða aðstæður, hugsanir og hegðun
þarftu að varast og hvernig ætlarðu að
bregðast við ef slíkt kemur upp."
Rúnar lýsir þessu sem stuttum og hnit-
miðuðum pakka. „Við keyrum þetta í
gegn á þremur vikum og það hefur gefið
góða raun. Þessi meðferð er að skila mjög
góðum árangri sem hluti af þeirri heildar-
meðferð sem verkjasvið Reykjalundar
býður uppá. Vissulega er þetta meðferð af
því tagi sem kallar á þverfaglega nálgun
og virka þátttöku sjúklingsins. Sumir um-
breytast algerlega í endurhæfingunni og
segjast hafa öðlast nýtt líf. Það er mjög
hvetjandi. Hugræn atferlismeðferð er mjög
gagnleg meðferð en ég legg áherslu á að
hún er hluti af mjög heildrænni nálgun.
Samhliða er unnið með lífsstíl, hreyfingu,
áhugamál, mataræði og fleira. Tilgangur-
inn er að kenna sjúklingnum aðferðir til að
bera ábyrgð á sjálfum sér og stjórna eigin
líðan og hegðun."
LÆKNAblaðið 2013/99 95