Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Upplýsingafundur um skýrslu vinnuhóps Læknafélags íslands um Almenna lífeyrissjóðinn var vel sóttur oggreinilegt að margir höfðu áhuga á að heyra nánar um málefni sjóðsins
í kjölfar skýrslunnar.
Enginn sá hrunið fyrir
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Læknafélag íslands efndi til upplýsinga-
fundar um skýrslu vinnuhóps LI um
Almenna lífeyrissjóðinn þann 10. janúar
síðastliðinn. Stjórn LI skipaði vinnuhópinn
á síðasta ári í kjölfar stórrar skýrslu um
málefni lífeyrissjóðanna í landinu er
fjallaði um fjárfestingastefnu, ákvarðanir
og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í
aðdraganda hrunsins. Sú skýrsla kom út
í febrúar 2012, var 700 blaðsíður og vakti
talsverða athygli. Komst Þorbjörn Jónsson
formaður LÍ svo að orði er hann setti fund-
inn að hann hefði orðið undrandi hversu
ákveðið og harkalegt orðalag skýrsluhöf-
unda hefði verið.
Ekki þarf að fjölyrða um tilefni fundar-
ins að öðru leyti en því að Almenni líf-
eyrissjóðurinn tapaði nær 30 milljörðum í
hruninu og í kjölfarið hafa lífeyrisréttindi
lækna verið skert um tæp 25%.
Vinnuhópurinn sem stjórn LI skipaði
skilaði skýrslu sinni í haust og byggði
hana að mestu á þeim kafla stóru skýrsl-
unnar sem fjallaði um málefni Almenna
lífeyrissjóðsins. Vinnuhópinn skipuðu
Andrés Magnússon, Orri Þór Ormarsson
og Sverrir Jónsson. Ekki er ætlunin að
rekja efni þeirrar skýrslu hér enda má
lesa hana í heild á heimasíðu Lækna-
félagsins www.lis.is ásamt svörum stjórnar
Almenna lífeyrissjóðsins við þeirri
gagnrýni sem sett er fram í skýrslunni.
Fundinum var fyrst og fremst ætlað að
upplýsa félagsmenn um stöðu mála, fara
yfir söguna og hugsanlega lægja þær öldur
reiði og gremju sem fylgdu í kjölfar fregna
af hinu mikla tapi sjóðsins og skerðinga á
réttindum sjóðfélaga.
Andrés Magnússon hafði framsögu
fyrir nefndina og rakti skýrslu hennar
efnislega og sagði að erfitt væri að fjalla
um þetta mál án þess að umræðan yrði
persónuleg og beindist að stjórnendum
Almenna lífeyrissjóðsins en þó væri mikil-
vægt að ræða málið opinskátt án persónu-
legra ávirðinga. Gunnar Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og
Sigurbjörn Sveinsson formaður stjórnar
sjóðsins höfðu framsögu fyrir hönd sjóðs-
ins og sögðu skýrsluna bæði fulla af rang-
færslum og að ýmis ummæli í henni væru
persónulega meiðandi fyrir stjórnendur
sjóðsins. Er bent á svar stjórnar Almenna
lífeyrissjóðsins sem liggur á heimasíðu
Læknafélags íslands og greinargerð Gunn-
ars Baldvinssonar til frekari glöggvunar
á skýringum sjóðstjórnenda. Má segja að
kjarni skýringa þeirra felist í því að enginn
hafi séð efnahagshrunið fyrir og allir unn-
ið eftir bestu sannfæringu og samvisku og
ávallt með hagsmuni sjóðfélaga að leiðar-
ljósi. Sigurbjörn kynnti þá ályktun stjórnar
sjóðsins að kalla til lögfræðing er rannsaka
skyldi trúverðugleika þeirra ásakana er
fram kæmu í báðum skýrslunum.
Fundurinn var vel sóttur og höfðu
menn á orði að líklega yrðu umræður bæði
heitar og langar. Svo reyndist þó ekki vera
og var sáttatónn í fundarmönnum er tjáðu
sig í pontu. Tryggvi Asmundsson sem tals-
vert hefur gagnrýnt stjórnendur Almenna
lífeyrissjóðsins sagði að þeir yrðu að geta
tekið því að vera skammaðir en líklega
væri best að horfa fram á veginn og hann
kvaðst sjá lítinn tilgang í því að fenginn
yrði lögfræðingur með tilheyrandi kostn-
aði til að rannsaka málið enn frekar. Undir
þetta tóku aðrir er tjáðu sig en annað mál
er hvort stjórn Almenna lífeyrissjóðsins
ályktar á annan hátt í kjölfar fundarins.
100 LÆKNAblaðiö 2013/99
J