Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR Adrenalín Beta viðtaki G-prótein (a, P ogy einingar) Mynd 1. Módel af kristallamynd þrí- þættrar samstæöu (ternary complex) sem er mynduð af adrenalíni (gult), beta-við- taka (blár) og G-próteini (rautt). Byggir á kristallamyndatöku á því augnabliki þegar áverkunarefni binst viðtaka. Þessi binding leiðir til breyttrar afstöðu á innra borði við- takans sem leiðir til bindingar og örvunar á G-próteininu. viðtakans, 7 mismunandi vatnsfælnar a- helix einingar sem gætu teygt sig gegnum frumuhimnuna. Þessi sameindarbygging einkennir alla G-próteintengda viðtaka og leggur grunn að skilningi á þessari stóru viðtakafjölskyldu, meðal annars því hvernig viðtakinn miðlar boðum sínum. Eftir að Kobilka hóf sinn sjálfstæða vís- indaferil við Stanford-háskóla hefur hann lagt geysimikið af mörkum, sérstaklega hvað varðar skilning á þrívíddarbyggingu G-próteintengdra viðtaka. Sú vinna hefur dýpkað skilning á því hvernig binding áverkunarefnis við viðtaka leiðir til breyt- inga á þrívíddarbyggingu viðtakans og nær sá skilningur til hlutverks einstakra sameinda. Miklar framfarir í lyfjafræði hafa fylgt í kjölfarið, til dæmis aðferðir til að þróa áverkunarefni, viðtakahindra og jafnvel ný lyf sem geta örvað eða hindrað mismunandi boðferli í gegnum sama við- taka. Eitt nýjasta vísindaafrek Kobilka var einmitt að ná mynd í nákvæmri upplausn af þrívíddarbyggingu hinnar þríþættu samstæðu, sem Lefkowitz hafði spáð fyrir um rúmum 30 árum fyrr. Þetta var mikið afrek enda lifir slík samstæða ör- stutt auknablik en skilningur á nákvæmri uppbyggingu hennar er lykill að skilningi á því flókna ferli sem boðskipti gegnum frumuhimnuna er. Það er tímanna tákn að skilningur á nákvæmum efna- og frumusamskiptum mannslíkamans sé kominn á það stig að verðskulda Nóbelsverðlaun í efnafræði. Hraði framfaranna er slíkur að á ferli eins vísindamanns, Robert Lefkowitz, hefur þekkingin þróast úr óljósri mynd af boðskiptum sem vekja lífeðlisfræðilega svörun í mannslíkamanum yfir í þrívídd- arskilning á afstöðu einstakra sameinda í boðskiptum frumunnar. Heimildir 1. Fredriksson R, Lagerström MC, Lundin LG, Schiöth HB. The G-protein-coupled receptors in the human genome form five main families. Phylogenetic analysis, paralo- gon groups, and fingerprints. Mol Pharmacol 2003; 63: 1256-72. 2. Lefkowitz RJ, Roth J, Pastan I. Radioreceptor assay of adrenocorticotropic hormone: new approach to assay of polypeptide hormones in plasma. Science 1970; 170: 633- 5. 3. De Lean A, Stadel JM, Lefkowitz RJ. A temary complex model explains the agonist-specific binding properties of the adenylate cyclase-coupled beta-adrenergic receptor. J Biol Chem 1980; 255: 7108-17. 4. Dixon RA, Kobilka BK, Strader DJ, Benovic JL, Dohlman HG, Frielle T, et al. Cloning of the gene and cDNA for mammalian beta-adrenergic receptor and homology with rhodopsin. Nature 1986; 321: 75-9. 5. Rasmussen SG, DeVree BT, Zou Y, Kruse AC, Chung KY, Kobilka TS, et al. Crystal structure of the beta2 adrenergic receptor-Gs protein complex. Nature 2011; 477: 549-55. Vorið 2013 Fundirnir eru í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Kaffi að venju fyrir fund sem hefst kl. 16.00. 6. febrúar Júlíus Sólnes Náttúruvá á íslandi 6. mars Agnar Sturla Helgason Saga íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar. 3. apríl Jóhann Sigurjónsson Breytingar á lífríki hafsins 8. maí Gísli Már Gíslason Tjörnin í Reykjavík Aðalfundur, stjórnarskipti 16.-25. maí 2013 Ferðalag Öldungadeildar til TOSCANA á Ítalíu. 0ldungadeild Læl<nafélags fslands LÆKNAblaðið 2013/99 103

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.