Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2013, Page 41

Læknablaðið - 15.09.2013, Page 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR Um samhengi hlutanna Páll Torfi Önundarson pallt@landspitali.is Vestræn heilbrigðiskerfi hafa á undan- förnum árum átt í sívaxandi erfiðleikum við fjármögnun sína. Ekki er hið íslenska þar undanskilið en þar hafa léleg launa- kjör meðal annars valdið brottflutningi og fækkun lækna á landinu, auk upphlaupa sem orðið hafa innan sjúkrastofnana vegna kjaramála ýmissa sérhæfðra stétta. En á sama tíma og kreppt er að okkur eru læknar í þeirri stöðu að geta hleypt upp kostnaði heilbrigðisþjónustu án þess að nokkur fái við ráðið. Það er gert meðal annars með því að skrifa út dýr lyf í stað annarra ódýrra og gamalreyndra, sem gera þó sama gagn. Þar ræður ekki síst mikill þrýstingur lyfjafyrirtækja, sem skipuleggja jafnvel rannsóknir sínar með þeim hætti að nýju lyfin sýnast betri en þau gömlu. Fjárhagslegir hagsmunir þeirra eru gríðarlegir. Dæmi um þetta eru ný blóðþynningarlyf (beinir storkuhemlar) sem keppst er nú við að markaðssetja á Vesturlöndum. Þar er til mikils að vinna fyrir lyfjafyrirtækin því þau fá að minnsta kosti tífalt meira fyrir dagsskammt nýju lyfjanna (500 krónur) heldur en fæst fyrir dagsskammt warfaríns (Kóvars, 50 krón- ur). Um 1,5-2,0% fólks á Vesturlöndum er á stöðugri blóðþynningu og fjölgar hlutfalls- lega með ári hverju. Sé tekið tillit til kostnaðar við skömmt- un og eftirlit vegna warfaríns fæst dags- skammtsverð 170 krónur (dagsskammtur lyfs, blóðtaka, INR, skömmtunargjald, blóðhagur í þriðja hvert sinn). Verðið er um þriðjungur þess sem það kostar að meðhöndla með nýju lyfjunum. Líkar tölur eru til frá Bandaríkjunum (2 USD á móti 6 USD). Er þá miðað við að ekkert aukið eftirlit sé með sjúklingum sem taka nýju blóðþynningarlyfin, en það fær ekki stað- ist að áliti höfunda þessarar greinar. Engin rannsókn hefur sýnt að nýju beinu storkuhemlarnir séu betri en góð warfarín-meðferð eins og tíðkast til dæmis víða í Norðvesturálfum. Rannsóknirnar hafa allar notað illa meðhöndlaða warfar- ín-viðmiðunarsjúklinga með lágan tíma innan meðferðarmarka warfaríns, að meðaltali 58-64%. Sé varlega áætlað að í dag séu 1,5% ís- lendinga, eða 4500 manns, á stöðugri blóð- þynningu, má reikna út að gefnir séu um 1,6 milljón dagsskammtar. Sé meðhöndlað með warfaríni er kostnaðurinn 272 millj- ónir á ári. Sé hins vegar meðhöndlað með nýju lyfjunum verður kostnaðurinn 816 milljónir. Það er aukning um 200%, eða 544 milljónir, sem sjúkratryggingar íslend- inga munu bera að mestu. Þessi þreföldun kostnaðar tengist ekki sannanlega bættri meðferð þótt reynt sé að láta líta svo út. Eini ávinningurinn eru „meint þægindi" sjúklinga, það er að „þurfa ekki" að mæta í eftirlit vegna blóðþynningar. Okkur er spurn hvort markmiðið sé ekki fyrst og fremst virkni og öryggi meðferðarinnar? Hvað mega meint þægindi kosta? Þurfa sjúklingar á nýju blóðþynningarlyfjunum ekki líka eftirlit, til dæmis eftirfylgni með duldum blæðingum, nýrnastarfsemi og jafnvel mælingar, að minnsta kosti undir áhættukringumstæðum? Bæta má við að ekkert móteitur er til sem upphefur verkun nýju lyfjanna, öfugt við verkun warfaríns sem má stöðva á fáum mínútum með gjöf próþrombín complex þykknis ef mikið liggur við. Fyrir 544 milljónir króna er hægt að gera ýmislegt í íslensku heilbrigðiskerfi, til dæmis að reka blóðbankann í heilt ár, bæta kjör og aðstöðu, greiða 100 hjúkrun- arfræðingum full laun eða taka upp nýj- ungar sem skipta sköpum. Nýju blóðþynn- ingarlyfin eiga án efa sess í meðhöndlun sumra sjúklinga, en þegar læknar hlaupa eftir nýjungum sem ekki eru sannanlega betri en ódýrari eldri meðferð, hefur það afleiðingar. Páll Torfi önundarson er yfirlæknir blóð- meinafræði og prófessor í blóðsjúkdómum og Einar Stefán Björnsson er yfirlæknir meltingarlækninga og prófessor í meltingar- sjúkdómum, báðir á Landspítala og við læknadeild Háskóla íslands. Einar Stefán Björnsson Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engiatíigur 5 110S Re\kjavik ESS-J'IOO congresse'congress is istvis congress s REYKJAVIK LÆKNAblaðið 2013/99 413

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.