Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 46

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR því frekar að starfa við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri. Niðurlag Ljóst er af svörum lækna í þessari könnun að betur má gera í þjálfun og endurmennt- un lækna í heilsugæslu til að sinna bráða- vandamálum. Umtalsverður hluti heilsu- gæslulækna telur að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi þjálfun til að sinna þessum mikilvæga hluta starfs síns. Þar sem hér er um að ræða vandamál sem óneitanlega eru hluti verksviðs landsbyggðarlækna og þeir geta hvenær sem er þurft að sinna, er skiljanlegt að læknum geti þótt óþægilegt að taka á sig þessa ábyrgð ef þeir telja sig ekki hafa fengið til þess fullnægjandi þjálfun. Skortur á þjálfun til að bregðast við slysum og bráðum veikindum á að minnsta kosti þátt í þeim læknaskorti í heilsugæslu á landsbyggðinni sem glímt er við í dag. Ennfremur má ekki gleyma að hvaða læknir sem er getur hvenær sem er lent í því að þurfa að sinna bráðatilvikum, bæði í og utan vinnutíma, en þá er yfir- leitt ætlast til þess að viðstaddur Iæknir taki frumkvæði í greiningu og meðferð ástandsins. Er því æskilegt að áfram sé haldið í þróun og auknu framboði sérhæfðra námskeiða til að sinna þessari þjálfun. Að mati höfunda er æskilegast að slíkt sé gert í samvinnu heilsugæslulækna og annarra sérfræðinga með afmarkaðri sérsvið. Mikilvægt er einnig að standa vörð um og efla réttindi lækna til þess að sækja sér endurmenntun og halda sér þannig við í starfi. Þakkir fá Alma Eir Svavarsdóttir og Lúðvík Ólafsson fyrir veitta aðstoð. 1. lis.is, apríi 2011 2. Ólafsson G, Sigurðsson JA. Out-of-hours service in rural areas. An observational study of accessibility, attitudes and quality standards among general practitioners in lceland. Scand J Prim Health Care 2000; 18: 75-9. Heiti lyfsins: STRATTERA 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg, 80 mg eða 100 mg hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur atomoxetin hýdróklóríð sem jafngildir 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg, 80 mg eða 100 mg af atomoxetini. Abendingar: Strattera er ætlað til meðhöndlunar á athyglisröskun með ofvirkni (Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder (ADHD)) hjá bömum, t ára eða eldri, hjá unglingum og hjá fullorðnum sem hluti af heildarmeðferð. Meðferð verður að hefja af lækni með sérþekkingu á meðhöndlun ADHD, svo sem bamalækni, bama- og unglingageðlækni eða geðlækni. Sjúkdómsgreining skal gerð samkvæmt gildandi DSM viðmiðum eða leiðbeiningum í ICD. Hjá fullorðnum þarf að staðfesta að einkenni ADHD, sem voru til staðar í æsku, séu enn til staðar. Mat þriðja aðila er ákjósanlegt og ekki ætti að hefja Strattera meðferð ef staðfesling á einkennum ADHD í æsku liggur ekki fyrir. Ekki er hægt að greina ADHD eingöngu á tilvist eins eða fleiri einkenna. Sjúklingar þurfa að vera með ADHD sem er a.m.k. miðlungi alvarlegt eins og sést af a.m.k. miðlungi mikilli röskun á virkni við a.m.k. tvenns konar aðstæður (t.d. félagslegri, menntunarlegri og starfrænni virkni), sem hefur áhrif á marga þætti daglegs lífs, samkvæmt klinísku mati. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Strattera má taka í einum skammti að morgni, án tillits til máltíða. Sjúklingar sem fá ekki viðunandi klíníska svörun þegar tekinn er einn Strattera skammtur á dag gætu haft gagn af því að taka lyfið tvisvar á dag í jöfnum skömmtum að morgni og síðdegis eða snemma kvölds. Skammtar fyrir böm/unglinga upp að 70 kg: Upphafs- skammtur Strattera ætti að vera um *,° mg/kg á sólarhring. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í v daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klínískri svörun og þoli. Ráðlagður viðhaldsskammtur er um 1,2 mg/kg/dag (háð þyngd sjúklings og hvaða styrkleikar atomoxetins eru fáanlegir). I sumum tilfellum getur verið viðeigandi að halda meðferð áfram eftir að sjúklingur er orðinn fullorðinn. Skammtar fyrir böm/unglinga yfir 70 kg: Upphafsskammtur Strattera ætti að vera í • mg á dag. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í v daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klíniskri svörun og þoli. Ráðlagður viðhaldsskammtur er 80 mg. Ráðlagður hámarksskammtur er 100 mg á dag. Skammtar fyrir fullorðna: Upphafsskammtur Strattera ætti að vera í • mg á dag. Upphafsskammti ætti að viðhalda að lágmarki í v daga áður en skammtur er hækkaður samkvæmt klinískri svörun og þoli. Ráðlagður viðhalds- skammtur er 80 mg til 100 mg á dag. Ráðlagður hámarksskammtur er 100 mg á dag. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Ekki skal nota atomoxetin með mónóamín oxidasa hemli (MAO hemill). Ekki skal nota atomoxetin innan minnst tveggja vikna eftir að meðferð með MAO hemli er lokið. Meðferð með MAO hemli skal ekki hafin innan tveggja vikna eftir að meðferð með atomoxetini er lokið. Ekki skal nota atomoxetin hjá sjúk- lingum með þrönghornsgláku þar sem notkun atomoxetins var tengd við aukna tíðni ljósopsstækkunar í klínískum rannsóknum. Ekki má nota atomoxetín hjá sjúklingum með alvarlega hjarta og æðasjúkdóma eða sjúkdómum sem tengjast blóðæðum eða blóðnæringu til heila. Ekki skal nota atomoxetin hjá sjúklingum með krómfíklaæxli (pheochromocytoma) eða sögu um krómfíklaæxli. Lpplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Pakkningastærðir og leyfilegt hámarksverð í smásölu (ágúst 2013): Strattera 10 mg 28 stk: 19.173 kr, Strattera 18 mg 28 stk: 19.173 kr, Strattera 25 mg 28 stk: 19.173 kr, Strattera 40 mg 28 stk: 19.173 kr, Strattera 60 mg 28 stk: 19.173 kr, Strattera 80 mg 28 stk: 25.594 kr, Strattera 100 mg 28 stk: 28.910 kr. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0. Heiti markaðsleyfis- hafa: Eli Lilly Danmark A/S. Athugið að þetta er stytt samantekt á ciginleikum lyfs. Nánari upplýsingar má finna í sérlyfjaskrá - www.serlyijaskra.is. Dags. SmPC: 15. maí 2013. Ef frekari upplýsinga um lyfið er óskað skal hafa samband við umboðsaðila Eli Lilly á Islandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Sími: 540 8000. Mikilvægt er að læknir hali kynnt sér leiðbeiningar til lækna um mat og eftirlit á áhættu vegna hjarta- og æðasjúkdóma við ávísun Strattera fyrir ávísun lyfsins. Z&By vhstrattera % r atomoxetine HCI 418 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.