Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 52

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 52
UMFJÖLLUN O G GREINAR Bo Nordell eðlis- fræðingur, Axel verkfræðingur og Anders Lilja röntgenlæknir (starfsmenn á Karolinska sjúkrahúsinu) fylgjast með þegar Elfar setur á tiýja hnit- miðunarram- mann. Anders Lilja, Axel, Bjarne Lundholm verkfræðingur ásamt Elfari að fylgjast með segul- ómskoðunarmynda- tökunni. Framfarir í geislun heilaæxla Elfar Úlfarsson taugaskurðlæknir vinnur að því að auka nákvæmni og virkni geislunartækja ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Geislalækningar við meinvörpum í heila eru skiljanlega mikil nákvæmnisvinna og nú leiðir Elfar Úlfarsson taugaskurð- læknir á Landspítala rannsóknar- og þróunarstarf sem hefur það markmið að auka á nákvæmni og öryggi geislunar. Skili starfið árangri gæti það auðveldað baráttuna við stærri æxli í heila og dregið úr hvimleiðum aukaverkunum sem hefð- bundin geislun hefur á sjúklinga. Ýmsar aðferðir eru til við geislun heila- æxla. Hér á landi er algengust lág- skammtageislun þar sem stór hluti heilans er geislaður í langan tíma, allt upp í 30 skipti á 6 vikum. Önnur aðferð er nefnd hnitmiðunargeislun en þá eru gefnir stórir skammtar á afmarkað svæði í færri skipti og reynt að takmarka geislann við sjálft æxlið. Sú aðferð er mun nákvæmari en hún hefur sínar takmarkanir sem Elfar og fé- lagar hans á Karolinska Sjukhuset í Stokk- hólmi hafa tekist á hendur að leysa. Tvenns konar vandi Elfar var við störf á Karolinska 1993-2008, þar sem notaður var svonefndur gamma- hnífur við geislun heilaæxla. Sú tækni byggist á að festur er rammi á höfuð Elfar að sýna fyrsta sjúklingnum skífur sem settar eru á plastskrúfurnar sem eru fastar í höfuð- kúpu sjúklings. í skífunum eru hringirfylltir með koparsúlfati sem virka sem hnitmiðunarmerki á seg- ulómskoðunarmyndunum. Hnitmiðunarskifurnar og koma hnitmiðunarmerkja sem eru festar á ramman og gera mönnum kleift að taka hnitmiðunarsegulómskoð- unarmyndir án rammans. sjúklingi sem nýtist bæði sem hnitakerfi og festing meðan geislað er. Tækið hefur þá kosti umfram hefðbundin geislatæki eins og línuhraðal að geislinn berst til æxlisins með 0,5 mm nákvæmni miðað við 2-4 mm nákvæmni línuhraðals. Þetta er sérstaklega hentugt ef æxlið liggur nærri mikilvægum heilabrautum eða öðrum við- kvæmum stöðvum heilans þar sem geislun getur valdið óafturkræfum skemmdum og geislabólgum. Gammahnífinn er þó ekki hægt að nota við öll heilaæxli. Megin- takmarkanirnar er tvennskonar. í fyrsta lagi takmarkast geislunin við æxli sem eru minni en 3 cm. Þar sem allur geislaskammturinn er gefinn í einum skammti eykst hætta á aukaverkunum jafnt og þétt því stærra sem æxlið er. Þetta var mögulegt að leysa með því að dreifa geislaskammtinum á nokkra daga í stað þess að gefa hann allan í einum skammti. Þannig eru áhrif geislunarinnar á heilann milduð. Vandamálið var að halda sömu nákvæmninni allan tímann. í öðru lagi er ramminn sem notaður er til að skorða höfuð sjúklings við segulóm- skoðun til trafala. Það hafa orðið miklar framfarir í tölvutækni sem meðal annars hafa leitt til mun betri myndatöku við segulómskoðun. Nú sjá læknar ekki bara landslagið í heilanum heldur geta einnig fylgst með starfsemi einstakra hluta hans og greint efnasamsetningu ákveðinna svæða. Málmrammi sem settur er utan 424 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.