Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2013, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.09.2013, Qupperneq 53
UMFJÖLLUN O G GREINAR NÝJUNGAR í LÆKNISFRÆÐI Hópuriim samari eftir 5 daga meðferð á stóra heilaæxlinu. Frá vinstri, Bo Nordell (eðlisfræðingur), George Sinclair (krabbameinslæknir), Bjarne Lundholm (verkfræðingur), sjúklingur, Anders Nordell (verkfræðingur), Elfar Úlfarsson (heilaskurðlæknir), Hamza Ben Makhlouf (eðlisfræðingur), Petter Förander (heilaskurðlæknir)/ Thomas Kraepelien (verkfræðingur). um höfuð sjúklings veldur því að segul- sviðið truflast og þá er ekki hægt að fá svo nákvæmar myndir, auk þess sem hann kemst ekki inn í minnkandi höfuðspólur nýjustu segulómskoðunartækja. Þetta var mögulegt að leysa með því að sleppa rammanum en vandinn var að fá inn hnitakerfi í myndirnar án rammans. ... og báðir leystir Fyrsta vandamálið var í því fólgið að hægt var að mæla með mikilli nákvæmni þegar sjúklingur kom í fyrsta sinn í geislun. Þegar endurtaka þurfti geislunina dag eftir dag um nokkurt skeið vandaðist málið. Lenti ramminn á nákvæmlega sama stað í dag og í gær? Þetta leysti hópurinn með því að beita hnitakerfi til þess að fá nákvæmlega sömu staðsetningu ramm- ans. Það var gert með því að koma fyrir skrúfum í höfuðkúpunni. Þessar skrúfur hafa fasta staðsetningu sem hægt er að miða festingu rammans við og þar með afstöðu geislatækisins til æxlisins. Seinna vandamálið var leyst með því að hafa þessar skrúfur úr plasti. Við þær eru festir diskar með rörum fylltum af koparsúlfati. Síðan er tekin mynd af höfði sjúklingsins án ramma en koparsúlfat- hringirnir birtast sem hnit sem hægt er að miða við. Ramminn hefur þekkta stærð og afstöðu svo þá þurfti bara að hanna tölvu- forrit sem gat samræmt hnitakerfi ramm- ans og myndanna. Þar með var búið að leysa vandann, því skrúfurnar og diskarn- ir voru úr plasti og höfðu þess vegna engin áhrif á segulsviðið. Niðurstaðan var sú að nú var hægt að beita allri þeirri tækni sem segulómtækið réð yfir. Færri aukaverkanir Elfar segir í spjalli við Læknablaðið að nú standi yfir tilraunir með þessa tækni, svo- nefnd feasibility study, en hún felst í því að beita henni við meðhöndlun fjögurra sjúklinga. „Fyrsti sjúklingurinn var með- höndlaður í maí 2012 með allstórt æxli fast upp við sjónbraut. Hún hefur hvorki orðið fyrir sjóntruflunum né geislaviðbrögðum og æxlið hefur minnkað verulega, úr 38 mm í 14 mm í þvermál. Annar sjúklingur var meðhöndlaður í september 2012 og þriðji í apríl 2013. Við eigum eftir að meðhöndla fjórða sjúklinginn, en við höfum að sjálfsögðu fylgst mjög vel með því sem gert hefur ver- ið og mælt allt sem hægt er að mæla fyrir aðgerð, meðan hún fer fram og eftir hana. Útreikningum er ekki lokið endanlega en okkur sýnist að við getum reiknað með því að nákvæmni þessarar geislameðferðar sé um 0,5 mm," segir hann. Elfar bætir því við að auk þess að gera geislunina nákvæmari og virkari dragi þessi aðferð verulega úr óþægindum sem geislun fylgja fyrir sjúklinginn. Til dæmis hefur hnitmiðuð geislun engin áhrif á hársekkina svo sjúklingar missa ekki hárið eins og algengt er við hefðbundna geislun. Þarf að kaupa nýtt geislatæki Ekki vill hann nefna þann dag sem þessi tækni verður komin í almenna notkun. „Þetta er ekki það sem kalla má „main- stream" meðhöndlun, það er henni verður ekki beitt nema þegar um er að ræða vel afmörkuð stærri æxli og einkum ef þau liggja svo nærri mikilvægum svæðum í heilanum að menn treysta sér ekki til að fjarlægja þau með uppskurði. Hins vegar sjáum við fyrir okkur að hægt verði að beita þessari aðferð hvort sem er við geislun með gammahníf eða línuhraðli." Spjall okkar leiðist að lokum út í um- ræður um ástandið í geislun hér á landi. Hér er ekki til hnitmiðunargeislabúnaður fyrir heilaæxli sérstaklega heldur er notast við hefðbundna lágskammtageislun. Þurfi sjúklingur á því að halda að fara í gamma- hníf eða línuhraðal með hnitmiðunar- geislabúnaði, þarf að senda hann úr landi með ærnum tilkostnaði. Elfar segir að hugur íslenskra lækna standi til þess að keypt verði tæki sem hægt sé að nota til að geisla bæði heilann og líkamann og þá verði hægt að beita þeirri tækni sem hér hefur verið fjallað um. Elfar vildi að lokum að fram kæmi hverjir hafa verið með honum í þessu starfi. „Þetta hófst í samstarfi mín og feðganna Anders og Bo (faðirinn) Nordell en sá fyrrnefndi er verkfræðingur með segulómun sem sérsvið og sá síðarnefndi er eðlisfræðingur. Við vorum að glíma við þessar takmarkanir og fengum til liðs við okkur hóp af starfsfólki Karolinska en þar vil ég nefna fjóra sem lögðu mikið af mörkum: Petter Förander heilaskurðlækni, George Sinclair geislakrabbameinslækni, Anders Lilja heilaröntgenlækni og Hamza Ben Makhlouf geislaeðlisfræðing. Þetta var liðið," segir Elfar Úlfarsson. LÆKNAblaðið 2013/99 425

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.