Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 58
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur Frá íslenska bæklunarlæknafélaginu Hallar undan fæti íslenskra bæklunarlækninga? RagnarJónsson formaður Islenska bæklunarlæknafélagsins rj@ragnarj.is Bæklunarlækningar hér á landi fara fram á sjúkrahúsum og stofum lækna utan sjúkra- húsa. Hefur það síðarnefnda farið vaxandi síðustu ár. Að undanförnu hefur verið saumað all- hart að bæklunarlækningum sem og ann- arri starfsemi á sjúkrahúsunum. Sparn- aðaraðgerðir hafa leitt til niðurskurðar og starfsemi hefur dregist að nokkru saman, en starfsmenn hafa brugðist við með þvf að auka við sig og vinna meðal annars yfirvinnu sem ekki er greidd. Hefur því álagið aukist en starfsánægja eins og hún er mæld í könnunum minnkað. Almennt hefur samdráttur í bæklunar- lækningum á sjúkrahúsunum leitt til þess, að minnsta kosti á Reykjavíkursvæðinu, að aukin eftirspurn hefur orðið eftir stofum bæklunarlækna utan sjúkrahúsa og að bið eftir skoðun og aðgerð er farin að lengjast. Bæklunarlæknar utan sjúkrahúsa hafa starfað án samnings við Sjúkratryggingar íslands (SÍ) undanfarin tvö ár. SÍ hefur þó endurgreitt sjúklingum skv. reglugerð sem tekur mið af fyrri gjaldskrá. Reglugerðin hefur verið framlengd nokkrum sinnum án breytinga á gjaldskrá til viðmiðunar við endurgreiðslu. Þetta hefur leitt til þess að greiðsluhlutfall sjúklinga hefur hækkað vegna óhjákvæmilegrar hækkunar á gjald- skrá bæklunarlækna eins og hjá öðrum sérfræðingum. Vonandi verður SÍ gert kleift að leiðrétta þetta. Bæklunarlæknar sem hér hafa starfað um margra ára skeið telja sig einnig greina að kunnáttu og reynslu almennra lækna og margra sem koma að greiningu og meðferð ýmissa stoðkerfisvandamála hafi hrakað og sé oftar en áður gripið til þess ráðs að senda sjúklinginn frá sér. Bækl- unarlæknar koma nú í minna mæli en áður var að greiningu og fyrstu meðferð á bráðamóttöku. Virðist sem minni tíma sé varið til kennslu eða minni áhersla sé lögð á kennslu í stoðkerfisfræðum en áður var. Ef svo er, er það miður og þarf að leiðrétta því vægi stoðkerfisvandamála er þungt í heilbrigðiskerfinu. Þrjár bæklunardeildir starfa hér á landi, sú stærsta er á Landspítala, önnur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og einn bækl- unarlæknir starfar á Akranesi. Um 900- 1000 liðskiptaaðgerðir eru árlega gerðar vegna slits í liðum eða áverka. Einnig eru um 5000-6000 bæklunaraðgerðir á ári gerðar á stofum sérfræðinga og tæplega 30.000 viðtöl og skoðanir fara þar fram. Bið eftir aðgerð eða skoðun er þjóðhags- lega óhagkvæm en bitnar að sjálfsögðu harðast á sjúklingunum sjálfum. Nú mun bið eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm vera um eitt ár og lengri fyrir gervilið í hné. Það er óásættanlegt og verður að bæta þjónustuna, til dæmis með því að setja á tímasett þjónustumarkmið eða ábyrgð (sbr. várdgaranti í Svíþjóð). Brot og aðrir áverkar á stoðkerfi eru algengir, en bæklunarlæknar sjá um meðferðina. Verulegur hluti af starfsemi bæklunardeilda er því vegna slysa og afleiðinga þeirra. Sé mikið um slys, fækkar biðlistaaðgerðum vegna takmarkaðs aðgengis að skurðstofum. Beinþynning, sem verður æ algengari, leiðir oft til brota á útlimum og er meðferð þeirra oft erfið. Slík brot valda nú þegar verulegu álagi á bæklunardeildum vegna fjölda aðgerða og er legutími oft langur, meðal annars vegna fylgikvilla og umönnunar. Miklar líkur eru á að þessi vandamál verði enn meiri vegna fjölgunar aldraðra. Það er því nauð- synlegt að setja upp sjálfstæða einingu sem eingöngu sér um gerviliðaaðgerðir og getur starfað án þess að verða fyrir truflun vegna óvæntra slysaatburða. Þessi eining getur starfað utan sem innan sjúkrahúsa. Það er kunnara en frá þurfi að segja að sérfræðinga vantar í ýmsar sérgreinar, þar með talið í bæklunarlækningar. Meðal- aldur starfandi bæklunarlækna er hár og of fáir eru til að sinna vöktum. Sérstaklega er aðkallandi að fjölga sérfræðingum á bæklunardeild Landspítala. Þar vantar um fimm sérfræðinga svo hægt sé að sinna vaktskyldu á eðlilegan hátt. Til að nálgast lausn á þessum vanda þarf meðal annars að koma á skipulögðu sérnámi í bæklunarlækningum hér á landi þar sem almenni hluti námsins væri hér- lendis en seinni hluti erlendis. Fjármagna þarf slíkt nám sérstaklega og semja við erlenda aðila um sérnámsstöður fyrir ís- lenska lækna sem vilja leggja fyrir sig bæklunarlækningar. Til að stuðla að skipulögðu framhalds- námi í bæklunarlækningum á íslandi var komið á viðræðum milli íslenska bæklunarlæknafélagsins, bæklunardeildar Landspítala og fulltrúa læknadeildar HÍ, Halldórs Jónssonar prófessors í bæklunarlækningum. Haft var samráð við SÍ og landlæknisembættið með útfærslu á vinnutilhögun og stofnuð námsstaða í bæklunarlækningum í Orkuhúsinu fyrir deildarlækna á Landspítala. Er nú komin nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag og hefur það reynst vel og verður samstarfið liður í framhaldsnámi í bæklunarlækn- ingum á íslandi. Ráðist var í að þýða markmiðslýsingu sænska bæklunarlækna- félagsins fyrir sérnám í bæklunarlækning- um og samræma við íslenskar aðstæður. Skipulag, framkvæmd og skráning í sér- náminu verður með sama hætti og í Sví- þjóð og hinum Norðurlöndunum. Verður með því hægara að fá fyrri hluta námsins sem fer fram hérlendis viðurkenndan. Þetta er augljóst framfaraspor í sérnámi í bæklunarlækningum hér á landi. Það má því segja að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sér- greinarinnar megi einnig greina jákvæð atriði þó á brattann sé að sækja. 430 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.